Það er einhver Ove í okkur öllum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. september 2016 09:30 Þrjóskublesinn Ove hefur sína skoðanir á hlutunum. Siggi Sigurjóns mun koma þeim til skila á sviði Kassans í Þjóðleikhúsinu. Vísir/Ernir Þegar mér var boðið þetta hlutverk þurfti ég ekki lengi að hugsa mig um. En það er dálítill pakki að opna, hafandi þekkt bókina fyrir,“ segir Siggi Sigurjóns sem frumsýnir einleikinn Maður sem heitir Ove nú á laugardaginn í Kassanum. Hann tekur fram að bókin rúmist ekki öll uppi á sviði. „Það er bara tekin ákveðin lína og ég er fyrst og fremst að túlka leikgerð sem unnin hefur verið upp úr bókinni. Eflaust eru margir búnir að ímynda sér hvernig Ove er – og ég líka – þetta verður mín nálgun. Það er klisja að segja það en þetta er sjálfstætt listaverk, unnið upp úr bók, og hún fer alveg prýðilega ofan í kokið á mér, þessi leikgerð.“ Það sem er fyrst og fremst heillandi við aðalpersónuna er hvað hún er hryllilega óþolandi en líka hvað hún er sjarmerandi og góð manneskja, að sögn Sigga. „Ég held að margir geti speglað sig í Ove þó þeir vilji ekki viðurkenna það. Það er einhver Ove í okkur öllum inn við beinið, að minnsta kosti er fullt af Ove í mér. Það kemur líka í ljós hvaða mann hann hefur að geyma þegar upp er staðið.“ Sýningin er um 70 mínútur og án hlés. Bjarni Haukur er leikstjóri en Siggi er einn á sviðinu og mun túlka ýmsar aðrar persónur en Ove. Nágrannarnir koma mikið við sögu enda fjallar leikritið fyrst og fremst um samskipti Ove við þá. „Þetta hefur verið skemmtileg glíma en erfið. Þótt ég sé alvanur að læra texta er þetta óvanalega stór skammtur í einu. Svo hef ég verið svolítið einmana á sviðinu en það verð ég hins vegar ekki þegar áhorfendur eru komnir í salinn, þá er aðalmótleikari minn mættur og um það snýst leikhúsið.“ En minnir hlutverkið Sigga á eitthvað annað sem hann hefur fengist við. „Nei, þetta er nú eiginlega nýr litur í regnbogann minn á ferlinum og það er voða gaman.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. september 2016. Menning Mest lesið Simmi Vill í meðferð Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum Sjá meira
Þegar mér var boðið þetta hlutverk þurfti ég ekki lengi að hugsa mig um. En það er dálítill pakki að opna, hafandi þekkt bókina fyrir,“ segir Siggi Sigurjóns sem frumsýnir einleikinn Maður sem heitir Ove nú á laugardaginn í Kassanum. Hann tekur fram að bókin rúmist ekki öll uppi á sviði. „Það er bara tekin ákveðin lína og ég er fyrst og fremst að túlka leikgerð sem unnin hefur verið upp úr bókinni. Eflaust eru margir búnir að ímynda sér hvernig Ove er – og ég líka – þetta verður mín nálgun. Það er klisja að segja það en þetta er sjálfstætt listaverk, unnið upp úr bók, og hún fer alveg prýðilega ofan í kokið á mér, þessi leikgerð.“ Það sem er fyrst og fremst heillandi við aðalpersónuna er hvað hún er hryllilega óþolandi en líka hvað hún er sjarmerandi og góð manneskja, að sögn Sigga. „Ég held að margir geti speglað sig í Ove þó þeir vilji ekki viðurkenna það. Það er einhver Ove í okkur öllum inn við beinið, að minnsta kosti er fullt af Ove í mér. Það kemur líka í ljós hvaða mann hann hefur að geyma þegar upp er staðið.“ Sýningin er um 70 mínútur og án hlés. Bjarni Haukur er leikstjóri en Siggi er einn á sviðinu og mun túlka ýmsar aðrar persónur en Ove. Nágrannarnir koma mikið við sögu enda fjallar leikritið fyrst og fremst um samskipti Ove við þá. „Þetta hefur verið skemmtileg glíma en erfið. Þótt ég sé alvanur að læra texta er þetta óvanalega stór skammtur í einu. Svo hef ég verið svolítið einmana á sviðinu en það verð ég hins vegar ekki þegar áhorfendur eru komnir í salinn, þá er aðalmótleikari minn mættur og um það snýst leikhúsið.“ En minnir hlutverkið Sigga á eitthvað annað sem hann hefur fengist við. „Nei, þetta er nú eiginlega nýr litur í regnbogann minn á ferlinum og það er voða gaman.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. september 2016.
Menning Mest lesið Simmi Vill í meðferð Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum Sjá meira