Tilurð samningsins má rekja til framkomu hans á tónlistarkaupstefnunni MUSEXPO í Los Angeles í apríl þarsem fulltrúi IMAGEM var á svæðinu. AUÐUR gengur til liðs við góðan hóp tónlistarfólks hjá IMAGEM einsog; Daft Punk, M.I.A., Bombay Bicycle Club, William Orbit og Mark Ronson svo einhverjir séu nefndir. Margt spennandi er framundan hjá Auðuni.
Í kvöld kemur hann fram á tónleikum í París ásamt franska listamanninum AaRON og í október ferðast hann til Montréal í Kanada til að taka þátt í Red Bull Music Academy, fyrstur íslendinga.
AUÐUR mun koma fram á nokkrum tónleikum á Iceland Airwaves hátíðinni í nóvember og í aðdraganda hennar mun nýtt efni frá kappanum líta dagsins ljós.