Hallgrímur Pétursson snýr aftur Óttar Guðmundsson skrifar 24. september 2016 07:00 Margir hafa haft áhyggjur af Framsóknarflokknum á síðustu misserum. Formaðurinn liggur undir stöðugu ámæli og fjöldi misviturra manna glefsar í hann og aðra flokksmenn. Það kom vel á vonda að Hallgrímur heitinn Pétursson birtist skynugum bónda norður í landi í draumi á dögunum. Hallgrímur kom haltrandi inn svefnherbergisgólfið, staðnæmdist við rúmstokkinn og handlék nýlega útgáfu af Passíusálmunum. Hann horfði á manninn dapurlegum augum og fór með þessar nýju heilræðavísur. Að því búnu snerist hann á hæl og hvarf manninum sýnum. Bóndinn vaknaði, mundi vísurnar og sendi þær mér í tölvupósti: Lastaðu aldrei lítilmagna og láttu þá í friði sem eiga litlu láni að fagna á landsmálanna sviði. Framsóknar við flokkinn skaltu friðsamlega láta, víst ávallt þann vana haltu ef veigalitlir gráta. Aldrei skyldi í þá glefsað sem ábyrgð þunga bera, og víst skal þeim ei verða refsað sem vita ei hvað þeir gera. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun
Margir hafa haft áhyggjur af Framsóknarflokknum á síðustu misserum. Formaðurinn liggur undir stöðugu ámæli og fjöldi misviturra manna glefsar í hann og aðra flokksmenn. Það kom vel á vonda að Hallgrímur heitinn Pétursson birtist skynugum bónda norður í landi í draumi á dögunum. Hallgrímur kom haltrandi inn svefnherbergisgólfið, staðnæmdist við rúmstokkinn og handlék nýlega útgáfu af Passíusálmunum. Hann horfði á manninn dapurlegum augum og fór með þessar nýju heilræðavísur. Að því búnu snerist hann á hæl og hvarf manninum sýnum. Bóndinn vaknaði, mundi vísurnar og sendi þær mér í tölvupósti: Lastaðu aldrei lítilmagna og láttu þá í friði sem eiga litlu láni að fagna á landsmálanna sviði. Framsóknar við flokkinn skaltu friðsamlega láta, víst ávallt þann vana haltu ef veigalitlir gráta. Aldrei skyldi í þá glefsað sem ábyrgð þunga bera, og víst skal þeim ei verða refsað sem vita ei hvað þeir gera. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.