Fyrstu lokatölurnar komnar úr laxveiðiánum Karl Lúðvíksson skrifar 23. september 2016 14:00 Ægissíðufoss í Ytri Rangá. Nokkrar laxveiðiárnar hafa þegar lokið veiði og það er áhugavert að skoða hvernig þær hafa staðið sig í sumar. Blanda er með 2.386 laxa lokatölu og það er mjög gott ár í ánni en hún hefur aðeins fjórum sinnum síðan 1974 skilað meiri veiði. Þverá/Kjarrá er með 1.902 laxa sem er sömuleiðis ágætt ár og er alveg í meðaltali síðustu 25 ára þar á bæ. Haffjarðará er með 1.305 laxa sem er næstum því tvöfalt meðalár frá 1974 svo þar una menn vel við sitt. Elliðaárnar með 675 laxa verður að teljast slakt ár en hún hefur þó sex sinnum skilað minni veiði bara frá árinu 2000. Aðrar ár þar sem lokatölur eru komnar á borðið eru Hofsá og Sunnudalsá með 492 laxa, Skjálfandafljót með 404 laxa, Flókadalsá 369 laxa, Straumfjarðará 348 laxa, Laugardalsá 251 lax og Búðardalsá 211 laxa. Í lok næstu viku verða síðan lokatölur komnar úr öllum sjálfbæru ánum en þá er aðeins veitt í þeim ám sem haldið er uppi með sleppingum. Rangárnar tróna þar efstar á blaði en Ytri Rangá fer líklega nokkuð auðveldlega yfir 9.000 laxa og sú Eystri gæti líklega náð 3.700 löxum ef haustið verður gott. Mest lesið Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði Flekkudalsá til SVFR Veiði Fyrsta hollið í Blöndu með 23 laxa Veiði Koma fyrstu laxarnir á land 5. júní? Veiði Bubbi lét húðflúra laxaflugu á handlegginn Veiði 243 laxar komnir á land í Selá Veiði Sumarhátíð SVFR haldin næsta laugardag Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Miðfjarðará aflahæst sjálfbæru ánna Veiði
Nokkrar laxveiðiárnar hafa þegar lokið veiði og það er áhugavert að skoða hvernig þær hafa staðið sig í sumar. Blanda er með 2.386 laxa lokatölu og það er mjög gott ár í ánni en hún hefur aðeins fjórum sinnum síðan 1974 skilað meiri veiði. Þverá/Kjarrá er með 1.902 laxa sem er sömuleiðis ágætt ár og er alveg í meðaltali síðustu 25 ára þar á bæ. Haffjarðará er með 1.305 laxa sem er næstum því tvöfalt meðalár frá 1974 svo þar una menn vel við sitt. Elliðaárnar með 675 laxa verður að teljast slakt ár en hún hefur þó sex sinnum skilað minni veiði bara frá árinu 2000. Aðrar ár þar sem lokatölur eru komnar á borðið eru Hofsá og Sunnudalsá með 492 laxa, Skjálfandafljót með 404 laxa, Flókadalsá 369 laxa, Straumfjarðará 348 laxa, Laugardalsá 251 lax og Búðardalsá 211 laxa. Í lok næstu viku verða síðan lokatölur komnar úr öllum sjálfbæru ánum en þá er aðeins veitt í þeim ám sem haldið er uppi með sleppingum. Rangárnar tróna þar efstar á blaði en Ytri Rangá fer líklega nokkuð auðveldlega yfir 9.000 laxa og sú Eystri gæti líklega náð 3.700 löxum ef haustið verður gott.
Mest lesið Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði Flekkudalsá til SVFR Veiði Fyrsta hollið í Blöndu með 23 laxa Veiði Koma fyrstu laxarnir á land 5. júní? Veiði Bubbi lét húðflúra laxaflugu á handlegginn Veiði 243 laxar komnir á land í Selá Veiði Sumarhátíð SVFR haldin næsta laugardag Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Miðfjarðará aflahæst sjálfbæru ánna Veiði