Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Karl Lúðvíksson skrifar 23. september 2016 13:04 Rafn með stórlax úr Miðfjarðará. Áinn er að eiga sitt annað besta ár frá upphafi. Mynd: www.votnogveidi.is Það sér fyrir endann á laxveiðitímabilinu þetta sumarið og flestar árnar eru að loka þessa dagana fyrir utan þær sem er haldið uppi með sleppingum. Það er óhætt að segja að það hafi komið flott skot í margar árnar síðustu viku og daga en vikutölurnar bera það líka ágætlega með sér. Ytri Rangá heldur toppsætinu og er komin í 8.379 laxa en síðasta vika gaf 413 laxa. Veiðin í Miðfjarðará heldur áfram að vera góð en þar veiddust 247 laxar í vikunni og heildarveiðin þar komin í 4.195 laxa. Það kom líka gott skot í Eystri Rangá en þar veiddust 99 laxar eftir rólega viku á undan. Laxá í Dölum er síðan búin að eiga frábæran endasprett en þar veiddust 206 laxar í síðustu viku og er áinn komin í 1.431 lax. Viðidalsá er komin yfir 1.000 laxa múrinn með heildarveiði uppá 1.053 laxa. Þetta hefur sannarlega verið gott stórlaxahaust og það sést vel þegar gluggað er í veiðibækurnar. Þegar spurt er hvort sumarið sé gott, miðlungs eða lélegt þá fer það bara alveg eftir ánni. Það sést vel á tölunum að það er gott ár víða og miðlungs annars staðar. Það eru ekki margar ár að eiga til þess að gera lélegt ár en ljóst að Gljúfurá, Fnjóská, Leirvogsá, Stóra Laxá, Laxá í Leirársveit, Laxá í Kjós, Grímsá, Hofsá og Elliðaárnar eru að eiga frekar döpur ár. Hér fyrir neðan er topptíu listinn yfir aflahæstu árnar. Listann í heild sinni má finna á www.angling.isYtri Rangá - 8.379 Miðfjarðará - 4.195 Eystri Rangá - 3.149 Blanda - 2.386 Þverá/Kjarrá - 1.902 Laxá í Dölum - 1.402 Langá - 1.312 Haffjarðará - 1.305 Norðurá - 1.297 Laxá í Aðaldal - 1.207 Mest lesið Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði Flekkudalsá til SVFR Veiði Koma fyrstu laxarnir á land 5. júní? Veiði Fyrsta hollið í Blöndu með 23 laxa Veiði Bubbi lét húðflúra laxaflugu á handlegginn Veiði Sumarhátíð SVFR haldin næsta laugardag Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Miðfjarðará aflahæst sjálfbæru ánna Veiði 243 laxar komnir á land í Selá Veiði
Það sér fyrir endann á laxveiðitímabilinu þetta sumarið og flestar árnar eru að loka þessa dagana fyrir utan þær sem er haldið uppi með sleppingum. Það er óhætt að segja að það hafi komið flott skot í margar árnar síðustu viku og daga en vikutölurnar bera það líka ágætlega með sér. Ytri Rangá heldur toppsætinu og er komin í 8.379 laxa en síðasta vika gaf 413 laxa. Veiðin í Miðfjarðará heldur áfram að vera góð en þar veiddust 247 laxar í vikunni og heildarveiðin þar komin í 4.195 laxa. Það kom líka gott skot í Eystri Rangá en þar veiddust 99 laxar eftir rólega viku á undan. Laxá í Dölum er síðan búin að eiga frábæran endasprett en þar veiddust 206 laxar í síðustu viku og er áinn komin í 1.431 lax. Viðidalsá er komin yfir 1.000 laxa múrinn með heildarveiði uppá 1.053 laxa. Þetta hefur sannarlega verið gott stórlaxahaust og það sést vel þegar gluggað er í veiðibækurnar. Þegar spurt er hvort sumarið sé gott, miðlungs eða lélegt þá fer það bara alveg eftir ánni. Það sést vel á tölunum að það er gott ár víða og miðlungs annars staðar. Það eru ekki margar ár að eiga til þess að gera lélegt ár en ljóst að Gljúfurá, Fnjóská, Leirvogsá, Stóra Laxá, Laxá í Leirársveit, Laxá í Kjós, Grímsá, Hofsá og Elliðaárnar eru að eiga frekar döpur ár. Hér fyrir neðan er topptíu listinn yfir aflahæstu árnar. Listann í heild sinni má finna á www.angling.isYtri Rangá - 8.379 Miðfjarðará - 4.195 Eystri Rangá - 3.149 Blanda - 2.386 Þverá/Kjarrá - 1.902 Laxá í Dölum - 1.402 Langá - 1.312 Haffjarðará - 1.305 Norðurá - 1.297 Laxá í Aðaldal - 1.207
Mest lesið Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði Flekkudalsá til SVFR Veiði Koma fyrstu laxarnir á land 5. júní? Veiði Fyrsta hollið í Blöndu með 23 laxa Veiði Bubbi lét húðflúra laxaflugu á handlegginn Veiði Sumarhátíð SVFR haldin næsta laugardag Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Miðfjarðará aflahæst sjálfbæru ánna Veiði 243 laxar komnir á land í Selá Veiði