Pistill: Eldisfiskur veiðist um allt land Karl Lúðvíksson skrifar 21. september 2016 11:00 Það er staðreynd að lax sleppur úr kvíum. Það er ekki að skilja það sem svo að fyrirsögnin sé á nokkurn hátt gleðiefni enda er um framandi tegund að ræða sem á ekkert erindi í íslenskar ár og vötn. Ekki er um að ræða fordóma gangvart fjölbreytileika tegunda heldur eins og ágætur forkólfur félags sem elur regnbogasilung í netum hélt fram. Rök sem segja að tegundin sé vorhrygningarfiskur og að seiðin eigi aldrei möguleika á að dafna og enn síður að stofninn nái nokkurn tímann fótfestu hér á landi er heldur neitt sem marktakandi er á. Ástæðan er einföld, því hefur verið haldið fram statt og stöðugt að kvíarnar séu það vel byggðar að það sleppi ekki úr þeim fiskur og nú þegar áætlanir eru uppi um stórfellt eldi á norskum laxi sem er ekki geldfiskur blikka öll varúðarljós á borðinu. "Lax sleppur ekki úr kvíunum" er fullyrðing sem er ekki hægt að halda til streitu, ekki að nokkru leiti enda gerist það reglulega að fiskur sleppur úr kvíum og því miður hefur það sannast á eldisfyrirtækin að þeirri skyldu að tilkynna þegar fiskur sleppur er ekki alltaf sinnt. Það hefur til að mynda enginn gefið sig fram og tilkynnt um að töluvert magn af regnbogasilungi hafi sloppið úr kvíum þrátt fyrir að tilkynningar um veidda regnbogasilunga í ám um allt land séu komnar í 28 og þarna er um að ræða margar af bestu laxveiðiám landsins. Það kannast enginn við að eiga þennan fisk þó er lítið mál að komast að því ef vilji er til. Það þarf ekki annað en sýni af fiskinum sem hægt er að bera saman við sýni af fiskum úr kvíum og þá liggur þetta fyrir. Af hverju er þetta ekki gert? Mönnum óar yfir því að þetta sé regnbogasilungur en hvað ef þetta væri lax af öðrum genastofni en finnst við Ísland? Það hefur verið margsannað og margrætt að erfðablöndun framandi stofna við þá stofna sem eru fyrir hefur skaðleg áhrif og þetta er alveg óumdeilt. Bæði sérfræðingar hér á landi sem og í Noregi hafa margbent á hættuna sem af þessu stafar og í Noregi hefur þegar í mörgum ám landsins orðið óbætanlegt tjón á ánum vegna erfðablöndunar. Þar leita menn nú leiða til að fara með eldið annað hvort uppá land eða í úthafskvíar en seinni lausninn miðar að því að koma kvíunum út úr fjörðunum því þar hefur áratugaeldi drepið líf á stóru svæði á hafsbotninum. Þetta er líka óumdeilt og þess vegna óskiljanlegt af hverju það eldi í þeirri stærðargráðu sem á að leyfa hér við land fær að fara niður án þess að málið sé skoðað út frá umhverfislega sjónarmiði. Veiðiiðnaðurinn á íslandi veltir milljörðum, er hreinn iðnaður, skapar mikin gjaldeyri, skapar fjölda starfa sem tengist veiðinni og skilur eftir sig enga mengun, núll! Skapar laxeldi fleiri störf og meiri tekjur? Og hvert er fórnargjaldið? Veiðimenn eru ekki sáttir, landeigendur ekki heldur svo hvar liggja hagsmunirnir og hvers vegna eru vinnubrögðin í kringum eldið jafn hroðvirknisleg eins og raun ber vitni? Ef stærðargráðan í væntanlegu eldi verður raunin er þetta ekki spurning hvort árnar fari að deyja heldur hvenær. Þá þarf að spyrja, er eða verður einhver tilbúinn til að axla þá ábyrgð að hafa drepið íslenska laxinn? Mest lesið Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði Flekkudalsá til SVFR Veiði Fyrsta hollið í Blöndu með 23 laxa Veiði Koma fyrstu laxarnir á land 5. júní? Veiði Bubbi lét húðflúra laxaflugu á handlegginn Veiði 243 laxar komnir á land í Selá Veiði Sumarhátíð SVFR haldin næsta laugardag Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Miðfjarðará aflahæst sjálfbæru ánna Veiði
Það er ekki að skilja það sem svo að fyrirsögnin sé á nokkurn hátt gleðiefni enda er um framandi tegund að ræða sem á ekkert erindi í íslenskar ár og vötn. Ekki er um að ræða fordóma gangvart fjölbreytileika tegunda heldur eins og ágætur forkólfur félags sem elur regnbogasilung í netum hélt fram. Rök sem segja að tegundin sé vorhrygningarfiskur og að seiðin eigi aldrei möguleika á að dafna og enn síður að stofninn nái nokkurn tímann fótfestu hér á landi er heldur neitt sem marktakandi er á. Ástæðan er einföld, því hefur verið haldið fram statt og stöðugt að kvíarnar séu það vel byggðar að það sleppi ekki úr þeim fiskur og nú þegar áætlanir eru uppi um stórfellt eldi á norskum laxi sem er ekki geldfiskur blikka öll varúðarljós á borðinu. "Lax sleppur ekki úr kvíunum" er fullyrðing sem er ekki hægt að halda til streitu, ekki að nokkru leiti enda gerist það reglulega að fiskur sleppur úr kvíum og því miður hefur það sannast á eldisfyrirtækin að þeirri skyldu að tilkynna þegar fiskur sleppur er ekki alltaf sinnt. Það hefur til að mynda enginn gefið sig fram og tilkynnt um að töluvert magn af regnbogasilungi hafi sloppið úr kvíum þrátt fyrir að tilkynningar um veidda regnbogasilunga í ám um allt land séu komnar í 28 og þarna er um að ræða margar af bestu laxveiðiám landsins. Það kannast enginn við að eiga þennan fisk þó er lítið mál að komast að því ef vilji er til. Það þarf ekki annað en sýni af fiskinum sem hægt er að bera saman við sýni af fiskum úr kvíum og þá liggur þetta fyrir. Af hverju er þetta ekki gert? Mönnum óar yfir því að þetta sé regnbogasilungur en hvað ef þetta væri lax af öðrum genastofni en finnst við Ísland? Það hefur verið margsannað og margrætt að erfðablöndun framandi stofna við þá stofna sem eru fyrir hefur skaðleg áhrif og þetta er alveg óumdeilt. Bæði sérfræðingar hér á landi sem og í Noregi hafa margbent á hættuna sem af þessu stafar og í Noregi hefur þegar í mörgum ám landsins orðið óbætanlegt tjón á ánum vegna erfðablöndunar. Þar leita menn nú leiða til að fara með eldið annað hvort uppá land eða í úthafskvíar en seinni lausninn miðar að því að koma kvíunum út úr fjörðunum því þar hefur áratugaeldi drepið líf á stóru svæði á hafsbotninum. Þetta er líka óumdeilt og þess vegna óskiljanlegt af hverju það eldi í þeirri stærðargráðu sem á að leyfa hér við land fær að fara niður án þess að málið sé skoðað út frá umhverfislega sjónarmiði. Veiðiiðnaðurinn á íslandi veltir milljörðum, er hreinn iðnaður, skapar mikin gjaldeyri, skapar fjölda starfa sem tengist veiðinni og skilur eftir sig enga mengun, núll! Skapar laxeldi fleiri störf og meiri tekjur? Og hvert er fórnargjaldið? Veiðimenn eru ekki sáttir, landeigendur ekki heldur svo hvar liggja hagsmunirnir og hvers vegna eru vinnubrögðin í kringum eldið jafn hroðvirknisleg eins og raun ber vitni? Ef stærðargráðan í væntanlegu eldi verður raunin er þetta ekki spurning hvort árnar fari að deyja heldur hvenær. Þá þarf að spyrja, er eða verður einhver tilbúinn til að axla þá ábyrgð að hafa drepið íslenska laxinn?
Mest lesið Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði Flekkudalsá til SVFR Veiði Fyrsta hollið í Blöndu með 23 laxa Veiði Koma fyrstu laxarnir á land 5. júní? Veiði Bubbi lét húðflúra laxaflugu á handlegginn Veiði 243 laxar komnir á land í Selá Veiði Sumarhátíð SVFR haldin næsta laugardag Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Miðfjarðará aflahæst sjálfbæru ánna Veiði