Fyrsta mark Finns Orra tekið af honum: „Smurði hnetusmjöri á epli og hélt áfram með lífið“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. september 2016 12:00 Finnur Orri Margeirsson fagnar markinu sem var svo tekið af honum. vísir/ernir Finnur Orri Margeirsson, miðjumaður KR, er ekki þekktur fyrir markaskorun. Bara alls ekki. Þessi harðduglegi og útsjónarsami leikmaður spilaði 140 deildarleiki fyrir Breiðablik án þess að skora áður en hann var keyptur til Lilleström í Noregi fyrir síðustu leiktíð. Hann kom aftur heim fyrir tímabilið og gekk í raðir KR þar sem honum tókst loks að skora sitt fyrsta mark í 155. deildarleiknum. Finnur Orri kom boltanum í netið gegn Stjörnunni á útivelli í 3-1 sigri vesturbæjarliðsins í 15. umferð Pepsi-deildarinnar. En nú er búið að taka af honum markið. Finnur Orri átti skot úr teignum sem fór fyrst í Hörð Árnason og þaðan í Jóhann Laxdal, varnarmenn Stjörnunnar, en af Jóhanni fór boltinn í netið. Þorvaldur Árnason, dómari leiksins, gaf Finni markið tila að byrja með og stóð það í nokkrar vikur þar til markanefndin breytti þessu í sjálfsmark.Snýst um að skora „Ég sá þetta rétt fyrir leikinn gegn Fjölni [á sunnudaginn],“ segir Finnur Orri um markið, en hann er nú búinn að spila 159 leiki í efstu deild og 183 leiki í deild og bikar á Íslandi án þess að skora. Eina markið hans á ferlinum kom í Evrópuleik fyrir þremur árum. „Ég veit ekki hvar ég væri ef ég væri að velta mér of mikið upp úr þessu. Það hefur alveg komið tímabilið þar sem þetta böggar mig en ég geri engum greiða með að sjúga orku úr mér allan daginn út og inn með því að hugsa um þetta. Leikurinn snýst samt um að skora mörk og það er ekki að ganga upp hjá mér,“ segir miðjumaðurinn. Finnur Orri er aðeins 25 ára gamall en nálgast samt 200 leiki í deild og bikar. Hann hefur verið einn besti miðjumaður deildarinnar frá því hann byrjaði að spila 16 ára fyrir Breiðablik.Finnur Orri fær einstakt tækifæri til að skora flottara fyrsta mark.vísir/hannaSkilur ákvörðunina „Maður er kannski þekktur fyrir annað en að skora og vonandi er ég bara metinn af þeim verðleikum. Að taka þetta mark af mér gefur samt fleirum tækifæri til að skjóta á mig,“ segir Finnur Orri sem skilur ákvörðun markanefndarinnar en hefði nú alveg viljað sjá markið standa. „Boltinn er náttúrlega á leiðinni upp í stúku eftir að hann kemur við fyrsta varnarmanninn þannig ég skil þetta alveg. Ég neita því ekki að ég hugsaði hvort þetta hefði ekki bara mátt „slæda“. Það eru nú alveg nokkrar vikur síðan þetta gerðist. En síðan smurði ég mér bara hnetusmjör á epli og lífið hélt áfram,“ segir Finnur Orri. Finnur hefur nú tvo leiki til viðbótar í deildinni áður en sumrinu lýkur til að skora sitt fyrsta mark. Það er kannski lán í óláni við að markið var tekið af honum, að nú fær hann annað tækifæri til að skora flottara fyrsta mark. „Fyrsta markið þarf náttúrlega að vera geggjað. En ef það á að vera geggjað þarf ég helst veturinn til að æfa mig,“ segir Finnur Orri og hlær. „Ég hef enn þá tvo leiki og við sjáum til hvað gerist. Vonandi næ ég að skora áður en ferlinum lýkur,“ segir Finnur Orri Margeirsson. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Mjög þreyttir á skráningu marka í Pepsi-deildinni | Myndband Strákarnir í Pepsi-mörkunum skilja ekki hvernig markanefndin kemst stundum að niðurstöðu í málum. 12. september 2016 13:00 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Bíða enn eftir Mbeumo Fótbolti Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - ÍBV | Heimamenn forðast fimmta tapið í röð Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjá meira
Finnur Orri Margeirsson, miðjumaður KR, er ekki þekktur fyrir markaskorun. Bara alls ekki. Þessi harðduglegi og útsjónarsami leikmaður spilaði 140 deildarleiki fyrir Breiðablik án þess að skora áður en hann var keyptur til Lilleström í Noregi fyrir síðustu leiktíð. Hann kom aftur heim fyrir tímabilið og gekk í raðir KR þar sem honum tókst loks að skora sitt fyrsta mark í 155. deildarleiknum. Finnur Orri kom boltanum í netið gegn Stjörnunni á útivelli í 3-1 sigri vesturbæjarliðsins í 15. umferð Pepsi-deildarinnar. En nú er búið að taka af honum markið. Finnur Orri átti skot úr teignum sem fór fyrst í Hörð Árnason og þaðan í Jóhann Laxdal, varnarmenn Stjörnunnar, en af Jóhanni fór boltinn í netið. Þorvaldur Árnason, dómari leiksins, gaf Finni markið tila að byrja með og stóð það í nokkrar vikur þar til markanefndin breytti þessu í sjálfsmark.Snýst um að skora „Ég sá þetta rétt fyrir leikinn gegn Fjölni [á sunnudaginn],“ segir Finnur Orri um markið, en hann er nú búinn að spila 159 leiki í efstu deild og 183 leiki í deild og bikar á Íslandi án þess að skora. Eina markið hans á ferlinum kom í Evrópuleik fyrir þremur árum. „Ég veit ekki hvar ég væri ef ég væri að velta mér of mikið upp úr þessu. Það hefur alveg komið tímabilið þar sem þetta böggar mig en ég geri engum greiða með að sjúga orku úr mér allan daginn út og inn með því að hugsa um þetta. Leikurinn snýst samt um að skora mörk og það er ekki að ganga upp hjá mér,“ segir miðjumaðurinn. Finnur Orri er aðeins 25 ára gamall en nálgast samt 200 leiki í deild og bikar. Hann hefur verið einn besti miðjumaður deildarinnar frá því hann byrjaði að spila 16 ára fyrir Breiðablik.Finnur Orri fær einstakt tækifæri til að skora flottara fyrsta mark.vísir/hannaSkilur ákvörðunina „Maður er kannski þekktur fyrir annað en að skora og vonandi er ég bara metinn af þeim verðleikum. Að taka þetta mark af mér gefur samt fleirum tækifæri til að skjóta á mig,“ segir Finnur Orri sem skilur ákvörðun markanefndarinnar en hefði nú alveg viljað sjá markið standa. „Boltinn er náttúrlega á leiðinni upp í stúku eftir að hann kemur við fyrsta varnarmanninn þannig ég skil þetta alveg. Ég neita því ekki að ég hugsaði hvort þetta hefði ekki bara mátt „slæda“. Það eru nú alveg nokkrar vikur síðan þetta gerðist. En síðan smurði ég mér bara hnetusmjör á epli og lífið hélt áfram,“ segir Finnur Orri. Finnur hefur nú tvo leiki til viðbótar í deildinni áður en sumrinu lýkur til að skora sitt fyrsta mark. Það er kannski lán í óláni við að markið var tekið af honum, að nú fær hann annað tækifæri til að skora flottara fyrsta mark. „Fyrsta markið þarf náttúrlega að vera geggjað. En ef það á að vera geggjað þarf ég helst veturinn til að æfa mig,“ segir Finnur Orri og hlær. „Ég hef enn þá tvo leiki og við sjáum til hvað gerist. Vonandi næ ég að skora áður en ferlinum lýkur,“ segir Finnur Orri Margeirsson.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Mjög þreyttir á skráningu marka í Pepsi-deildinni | Myndband Strákarnir í Pepsi-mörkunum skilja ekki hvernig markanefndin kemst stundum að niðurstöðu í málum. 12. september 2016 13:00 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Bíða enn eftir Mbeumo Fótbolti Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - ÍBV | Heimamenn forðast fimmta tapið í röð Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjá meira
Mjög þreyttir á skráningu marka í Pepsi-deildinni | Myndband Strákarnir í Pepsi-mörkunum skilja ekki hvernig markanefndin kemst stundum að niðurstöðu í málum. 12. september 2016 13:00
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti