Grípum í lygar Magnús Guðmundsson skrifar 8. október 2016 10:30 Eyrún Ósk Jónsdóttir og Dagur B. Eggertsson eftir afhendingu Bókmenntaverðlauna Tómasar Guðmundssonar. Eyrún Ósk Jónsdóttir hlaut í gær Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2016 fyrir ljóðahandritið Góðfúslegt leyfi til sígarettukaupa. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri veitti verðlaunin sem nema 700 þúsund krónum. Fyrstu eintök af bókinni komu um leið úr prentun í útgáfu Bjarts. Eyrún Ósk Jónsdóttir á að baki feril sem rithöfundur, leikari og leikstjóri. Hún hefur skrifað fjölda leikrita sem hafa verið sett upp í leikhúsum hérlendis og erlendis auk þess hefur hún skrifað kvikmyndahandrit. Eyrún hefur áður sent frá sér þrjár skáldsögur og tvær ljóðabækur. Eyrún segir að það sé mikið gleðiefni að fá svona viðurkenningu. „Þetta var dásamlegt. Það er barátta að reyna að vera listamaður, vera í fullri vinnu og vera með barn og allt þetta, þannig að þetta er í alvörunni blóð sviti og tár. Þannig að það er góð tilfinning þegar maður finnur að aðrir tengja við þetta líka.“ Eyrún fæst við margt í listunum þannig að það er í mörg horn að líta. „Já, og svo er ég varabæjarfulltrúi í Hafnarfirði,“ bætir Eyrún við og skellihlær. „En það gengur í raun ótrúlega vel að samræma þetta allt. Það er barátta að halda áfram og ég setti mér þá reglu að skrifa alltaf á hverjum degi. Þá snýst þetta um að halda áfram, dáldið eins og að fara út að skokka, og svo er maður allt í einu kominn í form.“ Eyrún segir að í þessari bók sé hún einkum að skoða lygar sem fullorðnir segja við börn. „Þetta byrjaði þannig að sonur minn sem er fjögurra ára var að snúa sér í hringi og ég ætlaði að fara að stoppa hann. Það kom upp í mér eitthvað gamalt með að ef maður gerði svona þá fengi maður garnaflækju. Þá fór ég að hugsa um þetta sem manni var sagt með að tungan yrði svört þegar maður lýgur og allt þetta. Út frá því fór ég líka að skoða hluti sem ég bjó sjálf til sem barn til þess að öðlast skilning. Þannig að þetta byggir allt mikið á bernskuminningum og að skoða þessa þætti. En stundum grípum við í þetta áfram, segjum einhverjar lygar og vitleysu og hendum því fram eins og ekkert sé. Það er umhugsunarefni og mér fannst athyglisvert að átta mig á því. Þess vegna verður maður alltaf að horfa á heiminn með gagnrýnum hætti.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. október. Menning Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum Sjá meira
Eyrún Ósk Jónsdóttir hlaut í gær Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2016 fyrir ljóðahandritið Góðfúslegt leyfi til sígarettukaupa. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri veitti verðlaunin sem nema 700 þúsund krónum. Fyrstu eintök af bókinni komu um leið úr prentun í útgáfu Bjarts. Eyrún Ósk Jónsdóttir á að baki feril sem rithöfundur, leikari og leikstjóri. Hún hefur skrifað fjölda leikrita sem hafa verið sett upp í leikhúsum hérlendis og erlendis auk þess hefur hún skrifað kvikmyndahandrit. Eyrún hefur áður sent frá sér þrjár skáldsögur og tvær ljóðabækur. Eyrún segir að það sé mikið gleðiefni að fá svona viðurkenningu. „Þetta var dásamlegt. Það er barátta að reyna að vera listamaður, vera í fullri vinnu og vera með barn og allt þetta, þannig að þetta er í alvörunni blóð sviti og tár. Þannig að það er góð tilfinning þegar maður finnur að aðrir tengja við þetta líka.“ Eyrún fæst við margt í listunum þannig að það er í mörg horn að líta. „Já, og svo er ég varabæjarfulltrúi í Hafnarfirði,“ bætir Eyrún við og skellihlær. „En það gengur í raun ótrúlega vel að samræma þetta allt. Það er barátta að halda áfram og ég setti mér þá reglu að skrifa alltaf á hverjum degi. Þá snýst þetta um að halda áfram, dáldið eins og að fara út að skokka, og svo er maður allt í einu kominn í form.“ Eyrún segir að í þessari bók sé hún einkum að skoða lygar sem fullorðnir segja við börn. „Þetta byrjaði þannig að sonur minn sem er fjögurra ára var að snúa sér í hringi og ég ætlaði að fara að stoppa hann. Það kom upp í mér eitthvað gamalt með að ef maður gerði svona þá fengi maður garnaflækju. Þá fór ég að hugsa um þetta sem manni var sagt með að tungan yrði svört þegar maður lýgur og allt þetta. Út frá því fór ég líka að skoða hluti sem ég bjó sjálf til sem barn til þess að öðlast skilning. Þannig að þetta byggir allt mikið á bernskuminningum og að skoða þessa þætti. En stundum grípum við í þetta áfram, segjum einhverjar lygar og vitleysu og hendum því fram eins og ekkert sé. Það er umhugsunarefni og mér fannst athyglisvert að átta mig á því. Þess vegna verður maður alltaf að horfa á heiminn með gagnrýnum hætti.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. október.
Menning Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum Sjá meira