Íslensku strákarnir komust allir áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2016 13:49 Glæsileg spilamennska Guðmundar Kristjánssonar á lokadeginum skilaði honum til Spánar. Vísir/Getty GR-ingarnir Haraldur Franklín Magnús, Andri Þór Björnsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson eru allir þrír komnir áfram á annað stig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í golfi en fyrsta úrtökumótið kláraðist í dag. Guðmundur Ágúst Kristjánsson var þeirra tæpastur en hann var 23. og síðasti kylfingurinn sem komst í gegnum fyrsta stigið á úrtökumótinu á Frilford Heath vellinum á Englandi. Guðmundur Ágúst lék frábærlega á lokadeginum þar sem hann kláraði á 67 höggum eða fimm höggum undir pari. Hann fékk sex fugla á holunum átján en skollinn á lokaholunni varð honum sem betur fer ekki að falli. Andri Þór Björnsson endaði í áttunda sæti og Haraldur Franklín varð í átjánda sæti. Allir þrír eiga það sameiginlegt að koma áfram í fyrstu tilraun við úrtökumótið fyrir Evrópumótaröðina. Andri Þór lék mjög vel á lokadeginum eða á fjórum höggum undir pari. Það var hans besti hringur á mótinu. Haraldur Franklín Magnús kláraði síðasta hringinn á pari eftir að hafa leikið á fjórum höggum undir pari í gær. Átta íslenskir karlkylfingar reyndu við fyrsta stigið í ár og komust fjórir þeirra áfram sem allir eiga það sameiginlegt að koma úr GR. Þórður Rafn Gissurarson hafði áður komist áfram. Birgir Leifur Hafþórsson, Ólafur Björn Loftsson, Axel Bóasson og Pétur Freyr Pétursson komust hinsvegar ekki áfram að þessu sinni. Annað stig úrtökumótsins fer fram á fjórum keppnisvöllum á Spáni dagana 4. til 7. nóvember næstkomandi. Golf Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
GR-ingarnir Haraldur Franklín Magnús, Andri Þór Björnsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson eru allir þrír komnir áfram á annað stig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í golfi en fyrsta úrtökumótið kláraðist í dag. Guðmundur Ágúst Kristjánsson var þeirra tæpastur en hann var 23. og síðasti kylfingurinn sem komst í gegnum fyrsta stigið á úrtökumótinu á Frilford Heath vellinum á Englandi. Guðmundur Ágúst lék frábærlega á lokadeginum þar sem hann kláraði á 67 höggum eða fimm höggum undir pari. Hann fékk sex fugla á holunum átján en skollinn á lokaholunni varð honum sem betur fer ekki að falli. Andri Þór Björnsson endaði í áttunda sæti og Haraldur Franklín varð í átjánda sæti. Allir þrír eiga það sameiginlegt að koma áfram í fyrstu tilraun við úrtökumótið fyrir Evrópumótaröðina. Andri Þór lék mjög vel á lokadeginum eða á fjórum höggum undir pari. Það var hans besti hringur á mótinu. Haraldur Franklín Magnús kláraði síðasta hringinn á pari eftir að hafa leikið á fjórum höggum undir pari í gær. Átta íslenskir karlkylfingar reyndu við fyrsta stigið í ár og komust fjórir þeirra áfram sem allir eiga það sameiginlegt að koma úr GR. Þórður Rafn Gissurarson hafði áður komist áfram. Birgir Leifur Hafþórsson, Ólafur Björn Loftsson, Axel Bóasson og Pétur Freyr Pétursson komust hinsvegar ekki áfram að þessu sinni. Annað stig úrtökumótsins fer fram á fjórum keppnisvöllum á Spáni dagana 4. til 7. nóvember næstkomandi.
Golf Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira