Óttar Magnús Karlsson, framherji Víkings og U21 árs landsliðs Íslands, fer til Molde í Noregi í næstu viku og kíkir á aðstæður hjá norska úrvalsdeildarliðinu, samkvæmt heimildum Vísis.
Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Molde, heillaðist mikið af þessum 19 ára gamla framherja þegar hann kom hingað til lands í sumar og er búinn að bjóða honum út á leik Molde og Sogndal 16. október.
Óttar er búinn að samþykkja heimboðið en hann mun skoða aðstæður hjá Ole Gunnari og lærisveinum hans og horfa á leik liðsins gegn Sogndal í norsku úrvalsdeildinni.
Molde er í fjórða sæti deildarinnar en Brann í Bergen, sem er í öðru sæti, hefur einnig áhuga á Óttari og er búið að bjóða honum að koma að kíkja á aðstæður, samkvæmt heimildum Vísis.
Forráðamenn Brann voru á Þróttarvellinum þar sem Víkingur lagði Þrótt, 2-1, í lokaumferð Pepsi-deildarinnar og ræddu við framherjann að leik loknum.
Óttar Magnús spilaði sinn fyrsta leik í Pepsi-deildinni árið 2013 aðeins 16 ára gamall áður en hann hélt utan til Ajax í Hollandi. Hann kom heim fyrir tímabilið og skoraði sjö mörk í 20 leikjum.
Hann á að baki 26 leiki fyrir öll yngri landslið Íslands en hann var valinn í fyrsta sinn í U21 árs landsliðið á þessu tímabili fyrir frammistöðuna í Pepsi-deildinni.
Óttar Magnús var kosinn efnilegasti leikmaður Pepsi-deildarinnar af leikmönnum deildarinnar.
Óttar Magnús heimsækir Ole Gunnar hjá Molde
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið


Forest bannaði Neville að mæta á völlinn
Enski boltinn

Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska
Íslenski boltinn





Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli
Íslenski boltinn

Salah bestur og Gravenberch besti ungi
Enski boltinn

Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli
Fótbolti