Breytingar hjá SVFR á Laxárdalssvæðinu Karl Lúðvíksson skrifar 4. október 2016 09:51 Mynd: www.svfr.is Laxárdalurinn í Laxá í Aðaldal er svæði sem er rómað fyrir fegurð og stóra urriða en veiðin hefur þó verið að minnka síðustu ár. Aðsókn að svæðinu hefur ekki verið með besta móti þrátt fyrir að aðstaðan sé góð og umhverfið eins og best verður á kosið á það sem ræður för er minnkandi veiði. Leigutaki Laxárdalsins, Stangaveiðifélag Reykjavíkur, boðar breytingar á fyrirkomulaginu í dalnum og hefur bæði verð verið lækkað og sleppiskylda sett á allann afla. Tilkynningin frá félaginu er hér að neðan og er birt með góðfúslegu leyfi:"Nýverið skrifaði SVFR undir framlengingu á samning um leigu á Laxárdal og Mývatnssveit og munum við því halda áfram að bjóða félagsmönnum okkar veiðileyfi á þeim frábæru svæðum næstu ár. Með nýjum samningi munum við gera breytingar á reglum og verðum fyrir Laxárdalinn og margir eru þeirrar skoðunar að kominn sé tími til.Frá og með árinu 2017 mun verða sleppiskylda á öllum urriða í Laxárdal ásamt því að Staðartorfa verður tekin inn í svæðaskiptingu og tilheyra Laxárdalnum. Stöngum verður þó ekki fjölgað en áfram verða seldar 10 dagsstangir og munu veiðimenn gista í Rauðhólum eins og áður. Verð lækkar fyrir árið 2017 og er það von okkar að þessar aðgerðir verði til þess að bæta upplifun veiðimanna í Laxárdalnum allt tímabilið." Mest lesið Minnkandi vinsældir Alviðru í Soginu Veiði Veiðileyfi í verðlaun í Facebookleik Veiðivísis Veiði 85 sm urriði á land í Ytri Rangá Veiði Framlengt í Miðfirðinum og Norðurá Veiði Kvennahollin gera það gott við Langá Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Áttatíu laxar að landi í Eystri-Rangá Veiði Virkilega góð byrjun í Eystri Rangá Veiði Ágæt veiði við Hraun í Ölfusi Veiði Vesturröst kynnir nýja línu í veiðivörum frá Airflo Veiði
Laxárdalurinn í Laxá í Aðaldal er svæði sem er rómað fyrir fegurð og stóra urriða en veiðin hefur þó verið að minnka síðustu ár. Aðsókn að svæðinu hefur ekki verið með besta móti þrátt fyrir að aðstaðan sé góð og umhverfið eins og best verður á kosið á það sem ræður för er minnkandi veiði. Leigutaki Laxárdalsins, Stangaveiðifélag Reykjavíkur, boðar breytingar á fyrirkomulaginu í dalnum og hefur bæði verð verið lækkað og sleppiskylda sett á allann afla. Tilkynningin frá félaginu er hér að neðan og er birt með góðfúslegu leyfi:"Nýverið skrifaði SVFR undir framlengingu á samning um leigu á Laxárdal og Mývatnssveit og munum við því halda áfram að bjóða félagsmönnum okkar veiðileyfi á þeim frábæru svæðum næstu ár. Með nýjum samningi munum við gera breytingar á reglum og verðum fyrir Laxárdalinn og margir eru þeirrar skoðunar að kominn sé tími til.Frá og með árinu 2017 mun verða sleppiskylda á öllum urriða í Laxárdal ásamt því að Staðartorfa verður tekin inn í svæðaskiptingu og tilheyra Laxárdalnum. Stöngum verður þó ekki fjölgað en áfram verða seldar 10 dagsstangir og munu veiðimenn gista í Rauðhólum eins og áður. Verð lækkar fyrir árið 2017 og er það von okkar að þessar aðgerðir verði til þess að bæta upplifun veiðimanna í Laxárdalnum allt tímabilið."
Mest lesið Minnkandi vinsældir Alviðru í Soginu Veiði Veiðileyfi í verðlaun í Facebookleik Veiðivísis Veiði 85 sm urriði á land í Ytri Rangá Veiði Framlengt í Miðfirðinum og Norðurá Veiði Kvennahollin gera það gott við Langá Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Áttatíu laxar að landi í Eystri-Rangá Veiði Virkilega góð byrjun í Eystri Rangá Veiði Ágæt veiði við Hraun í Ölfusi Veiði Vesturröst kynnir nýja línu í veiðivörum frá Airflo Veiði