Lög Bobs Dylan í nýju ljósi Magnús Guðmundsson skrifar 4. október 2016 10:15 Bylgja Dís Gunnarsdóttir syngur á Kúnstpásutónleikum Íslensku óperunnar í hádeginu í dag. Kúnstpásutónleikar Íslensku óperunnar njóta sívaxandi vinsælda. Tónleikarnir eru haldnir í hádeginu á þriðjudögum í Norðurljósasal Hörpu og er aðgangur er ókeypis. Þar gefst því skemmtilegt tækifæri fyrir óperuunnendur sem og þá sem eru að byrja að feta þá braut til að kynna sér formið á stuttum en skemmtilegum tónleikum. Forever Young er yfirskrift annarra hádegistónleika Kúnstpásuraðar á þessu hausti en þar koma fram þær Bylgja Dís Gunnarsdóttir sópransöngkona og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari. Bylgja Dís segir að dagskráin að þessu sinni sé nokkuð óhefðbundin en á efnisskránni verða nokkur fjölbreytt og falleg sönglög eftir bandarísk tónskáld frá 20. og 21. öld, m.a. tvö mögnuð lög eftir John Corigliano við ljóð Bobs Dylan; Chimes of Freedom og Forever Young. Áður en að þeim kemur verða flutt lög eftir nokkra af áhrifavöldum þeirra. Má þar nefna Samuel Barber, Aaron Copland og Kurt Weill. „Þessi tvö lög sem Corigliano samdi við ljóð Dylans eru tiltölulega nýsamin og lögin sem fljóta með eru áhrifavaldar þeirra laga. Corigliano hafði ekki heyrt lög Dylans þegar hann las ljóðin og það er gaman að því hvað þessi ljóð falla vel að tónmáli hans. Útkoman er þannig að maður sér þessi fallegu ljóð í aðeins nýju ljósi og það er alltaf skemmtilegt.“ Bylgja Dís segir að það hafi nú ekki verið planið að tengja saman efnisskrána og friðarþemað sem er í gangi í borginni um þessar mundir en að það sé þó tilvalið að gera það. „Chimes of Freedom er til að mynda þannig lag og texti að það fellur ákaflega vel að þessu þema. Þarna er ríkjandi sú tilfinning að finna til með þeim sem minna mega sín og það er okkur öllum hollt. Þessir tónleikar henta líka alltaf sérstaklega vel þeim sem eru að byrja að kynna sér óperutónlistina. Það er alltaf rosalega vel mætt og skemmtileg stemning á þessum tónleikum og Norðurljósasalurinn rammar þetta fallega inn. Það er hátíðlegt að koma í hádeginu, njóta listarinnar og anda aðeins í dagsins önn.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. október. Menning Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Kúnstpásutónleikar Íslensku óperunnar njóta sívaxandi vinsælda. Tónleikarnir eru haldnir í hádeginu á þriðjudögum í Norðurljósasal Hörpu og er aðgangur er ókeypis. Þar gefst því skemmtilegt tækifæri fyrir óperuunnendur sem og þá sem eru að byrja að feta þá braut til að kynna sér formið á stuttum en skemmtilegum tónleikum. Forever Young er yfirskrift annarra hádegistónleika Kúnstpásuraðar á þessu hausti en þar koma fram þær Bylgja Dís Gunnarsdóttir sópransöngkona og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari. Bylgja Dís segir að dagskráin að þessu sinni sé nokkuð óhefðbundin en á efnisskránni verða nokkur fjölbreytt og falleg sönglög eftir bandarísk tónskáld frá 20. og 21. öld, m.a. tvö mögnuð lög eftir John Corigliano við ljóð Bobs Dylan; Chimes of Freedom og Forever Young. Áður en að þeim kemur verða flutt lög eftir nokkra af áhrifavöldum þeirra. Má þar nefna Samuel Barber, Aaron Copland og Kurt Weill. „Þessi tvö lög sem Corigliano samdi við ljóð Dylans eru tiltölulega nýsamin og lögin sem fljóta með eru áhrifavaldar þeirra laga. Corigliano hafði ekki heyrt lög Dylans þegar hann las ljóðin og það er gaman að því hvað þessi ljóð falla vel að tónmáli hans. Útkoman er þannig að maður sér þessi fallegu ljóð í aðeins nýju ljósi og það er alltaf skemmtilegt.“ Bylgja Dís segir að það hafi nú ekki verið planið að tengja saman efnisskrána og friðarþemað sem er í gangi í borginni um þessar mundir en að það sé þó tilvalið að gera það. „Chimes of Freedom er til að mynda þannig lag og texti að það fellur ákaflega vel að þessu þema. Þarna er ríkjandi sú tilfinning að finna til með þeim sem minna mega sín og það er okkur öllum hollt. Þessir tónleikar henta líka alltaf sérstaklega vel þeim sem eru að byrja að kynna sér óperutónlistina. Það er alltaf rosalega vel mætt og skemmtileg stemning á þessum tónleikum og Norðurljósasalurinn rammar þetta fallega inn. Það er hátíðlegt að koma í hádeginu, njóta listarinnar og anda aðeins í dagsins önn.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. október.
Menning Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“