Stórlax á lokasprettinum í Eystri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 19. október 2016 09:02 Árni með laxinn sem er eins og sést engin smásmíði. Mynd: HH Veiði lýkur á morgun í Eystri Rangá og þrátt fyrir að veiðitölur síðustu daga hafi ekki verið háar er ennþá töluvert af laxi í ánni og þar af nokkrir rígvænir. Þeir sem hafa skroppið í ánna síðustu daga hafa kannski ekki veitt mikið en flestir eru þó að ná einhverju en það sem hefur glatt veiðimenn á þessum tíma eru stóru hausthængarnir sem hafa verið að rífa í flugurnar. Árni Kristinn Skúlason var við Eystri Rangá nýlega og sendi okkur þessa skemmtilegu veiðisögu af stórlaxi sem hann náði en eins og sést á myndinni er þetta myndarfiskur. "Ég og Hrafn, vinur minn og veiðifélagi, vorum að veiða á svæði 9 í Eystri Rangá núna á mánudag. Ég get ekki sagt að okkur hafi gengið sértaklega vel, þó búnir að sjá talsvert mikið af fiski en ekkert hafði ratað á land. Því vorum við búnir að ákveða að hætta. Við vorum staddir í Fagradal en sá staður er ármót Eystri Rangár og Fiskár. Þarna í ármótunum var fullt af fiski og margir hverjir mjög stórir. Við vorum komnir úr vöðlunum og farnir að taka saman þegar ég sé fisk head and tail-a á nokkuð vænlegum stað neðst í ármótunum. Ég ákveð að taka nokkur köst í viðbót og gríp stöngina hans Hrafns. Á stönginni var Green Butt #12, eitthvað sem mönnum dettur kannski ekki fyrst í hug að kasta í Eystri Rangá. Ég kasta á þann stað þar sem ég sá fiskinn og strax í fyrsta kasti tekur hann. Ég fann strax að þetta var stór fiskur. Bardaginn byrjaði rólega en fiskurinn hefur sennilega ekki fundið fyrir neinu fyrstu mínúturnar. Hann syndir hægt og rólega upp Fiská með mig á eftir. Á þessum tímapunkti erum við báðir (ég og Hrafn) illa búnir til löndunar á svona stórum fiski, ég á strigaskónum og Hrafn í crock's! Fiskurinn var kominn nálægt neðsta vaðinu í Fiská þegar hann tekur u-beygju og rýkur niður Fiská og út í ármótin. Á meðan ég hleyp á eftir fiskinum fer Hrafn í vöðlur. Þetta yrði sennilega langur bardagi… Hrafn tekur við stönginni og ég fer í vöðlur. Fiskurinn þumbast í straumnum út af Fiská í nokkrar mínútur á meðan ég klæði mig. Svo, um leið og ég tek aftur við stönginni, tekur fiskurinn þessa þvílíku roku niður Eystri og staðnæmist ekki fyrr en efst í Tungunesi, eða um 100 metrum neðan við ármótin. Þaðan dólar hann sér langleiðina niður með ánni, langleiðina niður í Bergsnef eða um 350 metra frá Fagradal! Þar, eftir 45 mínútna baráttu, sporðtekur Hrafn laxinn. Þvílíkt flykki! 101 sentímetri, 49 í ummál. Alvöru dreki… Áin lokar 20. október og því er enn hægt að ná í svona höfðingja. Það er sannarlega nóg af þeim í Fagradal á svæði 9 í Eystri Rangá!" Mest lesið Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði Flekkudalsá til SVFR Veiði Fyrsta hollið í Blöndu með 23 laxa Veiði Koma fyrstu laxarnir á land 5. júní? Veiði Bubbi lét húðflúra laxaflugu á handlegginn Veiði 243 laxar komnir á land í Selá Veiði Sumarhátíð SVFR haldin næsta laugardag Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Miðfjarðará aflahæst sjálfbæru ánna Veiði
Veiði lýkur á morgun í Eystri Rangá og þrátt fyrir að veiðitölur síðustu daga hafi ekki verið háar er ennþá töluvert af laxi í ánni og þar af nokkrir rígvænir. Þeir sem hafa skroppið í ánna síðustu daga hafa kannski ekki veitt mikið en flestir eru þó að ná einhverju en það sem hefur glatt veiðimenn á þessum tíma eru stóru hausthængarnir sem hafa verið að rífa í flugurnar. Árni Kristinn Skúlason var við Eystri Rangá nýlega og sendi okkur þessa skemmtilegu veiðisögu af stórlaxi sem hann náði en eins og sést á myndinni er þetta myndarfiskur. "Ég og Hrafn, vinur minn og veiðifélagi, vorum að veiða á svæði 9 í Eystri Rangá núna á mánudag. Ég get ekki sagt að okkur hafi gengið sértaklega vel, þó búnir að sjá talsvert mikið af fiski en ekkert hafði ratað á land. Því vorum við búnir að ákveða að hætta. Við vorum staddir í Fagradal en sá staður er ármót Eystri Rangár og Fiskár. Þarna í ármótunum var fullt af fiski og margir hverjir mjög stórir. Við vorum komnir úr vöðlunum og farnir að taka saman þegar ég sé fisk head and tail-a á nokkuð vænlegum stað neðst í ármótunum. Ég ákveð að taka nokkur köst í viðbót og gríp stöngina hans Hrafns. Á stönginni var Green Butt #12, eitthvað sem mönnum dettur kannski ekki fyrst í hug að kasta í Eystri Rangá. Ég kasta á þann stað þar sem ég sá fiskinn og strax í fyrsta kasti tekur hann. Ég fann strax að þetta var stór fiskur. Bardaginn byrjaði rólega en fiskurinn hefur sennilega ekki fundið fyrir neinu fyrstu mínúturnar. Hann syndir hægt og rólega upp Fiská með mig á eftir. Á þessum tímapunkti erum við báðir (ég og Hrafn) illa búnir til löndunar á svona stórum fiski, ég á strigaskónum og Hrafn í crock's! Fiskurinn var kominn nálægt neðsta vaðinu í Fiská þegar hann tekur u-beygju og rýkur niður Fiská og út í ármótin. Á meðan ég hleyp á eftir fiskinum fer Hrafn í vöðlur. Þetta yrði sennilega langur bardagi… Hrafn tekur við stönginni og ég fer í vöðlur. Fiskurinn þumbast í straumnum út af Fiská í nokkrar mínútur á meðan ég klæði mig. Svo, um leið og ég tek aftur við stönginni, tekur fiskurinn þessa þvílíku roku niður Eystri og staðnæmist ekki fyrr en efst í Tungunesi, eða um 100 metrum neðan við ármótin. Þaðan dólar hann sér langleiðina niður með ánni, langleiðina niður í Bergsnef eða um 350 metra frá Fagradal! Þar, eftir 45 mínútna baráttu, sporðtekur Hrafn laxinn. Þvílíkt flykki! 101 sentímetri, 49 í ummál. Alvöru dreki… Áin lokar 20. október og því er enn hægt að ná í svona höfðingja. Það er sannarlega nóg af þeim í Fagradal á svæði 9 í Eystri Rangá!"
Mest lesið Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði Flekkudalsá til SVFR Veiði Fyrsta hollið í Blöndu með 23 laxa Veiði Koma fyrstu laxarnir á land 5. júní? Veiði Bubbi lét húðflúra laxaflugu á handlegginn Veiði 243 laxar komnir á land í Selá Veiði Sumarhátíð SVFR haldin næsta laugardag Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Miðfjarðará aflahæst sjálfbæru ánna Veiði