Raddir úr öllum áttum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. október 2016 11:30 "Við hvetjum fólk til að taka þátt í pallborðinu með okkur og koma með spurningar úr sal,“ segir Lára. Vísir/GVA „Við reynum að láta raddirnar koma úr öllum áttum þannig að dagskráin verði fjölbreytt. Þar er grasrótin og þar eru gestsaugun, starfandi rithöfundar, fræðimenn og fjölmiðlafólk.“ Þannig lýsir Lára Aðalsteinsdóttir, verkefnastjóri hjá Reykjavík Bókmenntaborg, væntanlegu málþingi um gildi orðlistar í samfélaginu sem haldið verður í Tjarnarsal Ráðhússins á morgun, 19. október, frá klukkan 13 til 16. Meðal frummælenda verður Eliza Reid forsetafrú. „Við erum upp með okkur yfir því að forsetafrúin skuli heiðra okkur með þátttöku,“ segir Lára og lýsir því að Eliza sé annar tveggja stofnenda verkefnisins Iceland Writers Retreat. Það skipuleggur menningarferðir til Íslands í apríl ár hvert, þar sem ferðamennirnir setjast á skólabekk hjá þekktum rithöfundum hér, ferðast um landið, fræðast um íslenska menningu og hitta rithöfund í Bókmenntaborginni. „Í fyrra komu 110 manns frá yfir 20 löndum og öllum málsvæðum og Eliza mun segja frá þessu frábæra verkefni sem er á fárra vitorði,“ segir Lára og snýr sér að öðrum dagskrárliðum.Skemmtikraftarnir Kött Grá Pje og Ásta Fanney Sigurðardóttir ætla að koma gestum á óvart. Mynd/Roman Gerasymenko „Brynhildur Þórarinsdóttir dósent ætlar að velta fyrir sér útkomu lestrarkannana meðal unglinga og í stað þess að setja upp neikvæðu gleraugun ætlar hún að beina sjónum sínum að þeim sem að lesa mikið. Hildur Knútsdóttir rithöfundur verður með hugleiðingar um orð og orðaforða og Valgerður Þóroddsdóttir, skáld og útgefandi flytur erindi sem hún nefnir Enginn er eyland. Eftir pallborðsumræður þar sem Brynhildur Þórarins, Hallgrímur Helgason, Jórunn Sigurðardóttir og Magnús Guðmundsson og Stefán Pálsson ræða málin undir stjórn Kristínar Helgu Gunnarsdóttur stígur Ragnhildur Hólmgeirsdóttir í pontu með játningar lestrarfíkils.“ Lára tekur fram að allir séu velkomnir á þingið og þar sé ekkert þátttökugjald. „Við hlökkum til að sjá sem flesta í Tjarnarsalnum á morgun og hvetjum fólk til að taka þátt í pallborðinu með spurningum úr sal.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. október 2016. Menning Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Við reynum að láta raddirnar koma úr öllum áttum þannig að dagskráin verði fjölbreytt. Þar er grasrótin og þar eru gestsaugun, starfandi rithöfundar, fræðimenn og fjölmiðlafólk.“ Þannig lýsir Lára Aðalsteinsdóttir, verkefnastjóri hjá Reykjavík Bókmenntaborg, væntanlegu málþingi um gildi orðlistar í samfélaginu sem haldið verður í Tjarnarsal Ráðhússins á morgun, 19. október, frá klukkan 13 til 16. Meðal frummælenda verður Eliza Reid forsetafrú. „Við erum upp með okkur yfir því að forsetafrúin skuli heiðra okkur með þátttöku,“ segir Lára og lýsir því að Eliza sé annar tveggja stofnenda verkefnisins Iceland Writers Retreat. Það skipuleggur menningarferðir til Íslands í apríl ár hvert, þar sem ferðamennirnir setjast á skólabekk hjá þekktum rithöfundum hér, ferðast um landið, fræðast um íslenska menningu og hitta rithöfund í Bókmenntaborginni. „Í fyrra komu 110 manns frá yfir 20 löndum og öllum málsvæðum og Eliza mun segja frá þessu frábæra verkefni sem er á fárra vitorði,“ segir Lára og snýr sér að öðrum dagskrárliðum.Skemmtikraftarnir Kött Grá Pje og Ásta Fanney Sigurðardóttir ætla að koma gestum á óvart. Mynd/Roman Gerasymenko „Brynhildur Þórarinsdóttir dósent ætlar að velta fyrir sér útkomu lestrarkannana meðal unglinga og í stað þess að setja upp neikvæðu gleraugun ætlar hún að beina sjónum sínum að þeim sem að lesa mikið. Hildur Knútsdóttir rithöfundur verður með hugleiðingar um orð og orðaforða og Valgerður Þóroddsdóttir, skáld og útgefandi flytur erindi sem hún nefnir Enginn er eyland. Eftir pallborðsumræður þar sem Brynhildur Þórarins, Hallgrímur Helgason, Jórunn Sigurðardóttir og Magnús Guðmundsson og Stefán Pálsson ræða málin undir stjórn Kristínar Helgu Gunnarsdóttur stígur Ragnhildur Hólmgeirsdóttir í pontu með játningar lestrarfíkils.“ Lára tekur fram að allir séu velkomnir á þingið og þar sé ekkert þátttökugjald. „Við hlökkum til að sjá sem flesta í Tjarnarsalnum á morgun og hvetjum fólk til að taka þátt í pallborðinu með spurningum úr sal.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. október 2016.
Menning Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira