Nýjasti þátturinn af Árbakkanum Karl Lúðvíksson skrifar 18. október 2016 08:44 Gunnar Bender og Steingrímur tökumaður Það er fátt eins skemmtilegt fyrir veiðimenn eins og að horfa á veiðiþætti á veturna til að stytta biðina eftir komandi sumri. Flestir veiðimenn eru líklega sammála því að það er einhvern veginn aldrei hægt að fá nóg af því að horfa á myndir og þættir um veiði og einmitt þess vegna fagna veiðimenn því alltaf þegar nýtt myndefni lítur dagsins ljós. Gunnar Bender gerði nýja seríu af veiðiþáttum í haust fyrir Stöð 2 en hann hefur verið duglegur síðustu ár að mynd veiðimenn við árbakkann. Nýja þáttaröðin heitir Árbakkinn og kemur Gunnar víða við í þáttunum. Einhverjir veiðimenn kunna að hafa misst af síðasta þætti sem er sá þriðji í röðinni svo við fengum leyfi til að skella honum hér inn en í þættinum kíkir Gunnar til Bubba Morthens í Laxá í Kjós. Árbakkinn er á dagskrá á Stöð 2 eftir fréttir á fimmtudögum.Þáttinn má finna á sjónvarpsvef Vísis og í spilaranum hér fyrir neðan. Mest lesið Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Fæðisskylda afnumin eftir 15. júlí í Laxá Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Minnivallalækur tekur við sér Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Veiðisýning á Egilsstöðum 3-6. nóvember Veiði Viðrar illa fyrir fyrsta veiðidaginn í Þingvallavatni Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði
Það er fátt eins skemmtilegt fyrir veiðimenn eins og að horfa á veiðiþætti á veturna til að stytta biðina eftir komandi sumri. Flestir veiðimenn eru líklega sammála því að það er einhvern veginn aldrei hægt að fá nóg af því að horfa á myndir og þættir um veiði og einmitt þess vegna fagna veiðimenn því alltaf þegar nýtt myndefni lítur dagsins ljós. Gunnar Bender gerði nýja seríu af veiðiþáttum í haust fyrir Stöð 2 en hann hefur verið duglegur síðustu ár að mynd veiðimenn við árbakkann. Nýja þáttaröðin heitir Árbakkinn og kemur Gunnar víða við í þáttunum. Einhverjir veiðimenn kunna að hafa misst af síðasta þætti sem er sá þriðji í röðinni svo við fengum leyfi til að skella honum hér inn en í þættinum kíkir Gunnar til Bubba Morthens í Laxá í Kjós. Árbakkinn er á dagskrá á Stöð 2 eftir fréttir á fimmtudögum.Þáttinn má finna á sjónvarpsvef Vísis og í spilaranum hér fyrir neðan.
Mest lesið Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Fæðisskylda afnumin eftir 15. júlí í Laxá Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Minnivallalækur tekur við sér Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Veiðisýning á Egilsstöðum 3-6. nóvember Veiði Viðrar illa fyrir fyrsta veiðidaginn í Þingvallavatni Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði