Húmor og samskipti kynjanna Magnús Guðmundsson skrifar 15. október 2016 11:00 Ágúst Ólafsson, Hallveig Rúnarsdóttir og Gerrit Schuil í Salnum þar sem hin vinsæla tónleikaröð Tíbrá er hafin. Visir/GVA „Þetta er svo krefjandi. Ætli það lýsi þessu ekki best og sé helsta skýringin á því að þetta er ekki flutt oftar en raun ber vitni,“ segir Hallveig Rúnarsdóttir sópransöngkona um tónleika í tónleikaröðinni Tíbrá, í Salnum í kvöld klukkan átta. Þar ætlar Hallveig að flytja Ítölsku ljóðabókina, eftir Hugo Wolf, ásamt þeim Ágústi Ólafssyni baritón og Gerrit Schuil píanóleikara. Ítalska ljóðabókin eða Italienisches Liederbuch eftir Hugo Wolf, við þýðingar Paul Heyes á ítölskum þjóðkvæðum, er eitt af meistaraverkum þýsku ljóðasöngbókmenntanna. Hallveig segir að þetta sé vissulega hátt fjall að klífa sem ekki ýkja margir leggja til atlögu við en þau hafi þó ákveðið að gera það. „Ítalska ljóðabókin samanstendur af 46 smálögum sem fjalla að mestu um ástina, svik og samskipti kynjanna í raun og veru. Það sem er sérstakt við þetta er að söngvararnir skiptast á að syngja, þannig að við syngjum ekkert saman. Þetta eru ítölsk alþýðuljóð, sungin á þýsku með íslenskum þýðingum fyrir ofan og allt eru þetta í raun ástarljóð nema fyrsta ljóðið. Snilldin í þessum ljóðum er fólgin í því að þau eru í raun lítil hvert um sig en engu að síður er hvert og eitt þeirra eins og óperuaría í raun og veru. Wolf tekst að pakka svo svakalega miklu innihaldi í lögin sem eru flest aðeins í kringum mínútu að lengd. Það sem er svo magnað við Wolf er að hann skrifa ekki síður píanistann en söngvarana. Píanistinn í raun og veru jafngildir söngvaranum ef ekki meir og hvert og eitt og einasta ljóð er ótrúlega mikil perla. Þetta er eins og ítölsk perlufesti en ekki eins og ljóðaflokkur eins og oftast tíðkast þar sem ljóðin eru ekki tengd með beinum hætti þó svo umfjöllunarefnið sé svipað, þar sem þemað er ástin og samskipti kynjanna.“ Hallveig segir að Wolf hafi verið eitt helsta sönglagaskáld heims, fyrr og síðar, þótt hann hafi aðeins náð fjörutíu og tveggja ára aldri. „Hann samdi engu að síður um 300 ljóðasöngslög. Paul Heyes þýddi um 200 ítölsk alþýðuljóð yfir á þýsku og Wolf samdi við 46 þessara ljóða í tveimur bindum og þetta er það sem við erum að fara að takast á við. Við ákváðum líka að leyfa okkur að vera með hlé á tónleikunum þar sem ljóðin eru ekki samfelld frásögn heldur sjálfstæð. Það sem einkennir þetta þó umfram margt annað er hversu gríðarlegur húmor er í þessu. Bæði eru ljóðin mörg hver alveg rosalega fyndin en svo er líka Wolf alveg sérstaklega skemmtilegur húmoristi. Þannig að fólk skellihlær oft á þessum tónleikum sem er ólíkt því sem fólk þekkir frá flestum stórum ljóðatónleikum sem hafa oftar en ekki alvarlegra yfirbragð. Fólk þarf ekki heldur að hafa áhyggjur af því að þetta verði of langt því tónlistarlega er þetta hefðbundin lengd fyrir svona tónleika eða um sjötíu mínútur. Þannig að það verður bara gaman fyrir fólk að koma og fá sér rauðvínsglas í hléinu, slaka svo á og njóta tónlistarinnar.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. október. Menning Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Þetta er svo krefjandi. Ætli það lýsi þessu ekki best og sé helsta skýringin á því að þetta er ekki flutt oftar en raun ber vitni,“ segir Hallveig Rúnarsdóttir sópransöngkona um tónleika í tónleikaröðinni Tíbrá, í Salnum í kvöld klukkan átta. Þar ætlar Hallveig að flytja Ítölsku ljóðabókina, eftir Hugo Wolf, ásamt þeim Ágústi Ólafssyni baritón og Gerrit Schuil píanóleikara. Ítalska ljóðabókin eða Italienisches Liederbuch eftir Hugo Wolf, við þýðingar Paul Heyes á ítölskum þjóðkvæðum, er eitt af meistaraverkum þýsku ljóðasöngbókmenntanna. Hallveig segir að þetta sé vissulega hátt fjall að klífa sem ekki ýkja margir leggja til atlögu við en þau hafi þó ákveðið að gera það. „Ítalska ljóðabókin samanstendur af 46 smálögum sem fjalla að mestu um ástina, svik og samskipti kynjanna í raun og veru. Það sem er sérstakt við þetta er að söngvararnir skiptast á að syngja, þannig að við syngjum ekkert saman. Þetta eru ítölsk alþýðuljóð, sungin á þýsku með íslenskum þýðingum fyrir ofan og allt eru þetta í raun ástarljóð nema fyrsta ljóðið. Snilldin í þessum ljóðum er fólgin í því að þau eru í raun lítil hvert um sig en engu að síður er hvert og eitt þeirra eins og óperuaría í raun og veru. Wolf tekst að pakka svo svakalega miklu innihaldi í lögin sem eru flest aðeins í kringum mínútu að lengd. Það sem er svo magnað við Wolf er að hann skrifa ekki síður píanistann en söngvarana. Píanistinn í raun og veru jafngildir söngvaranum ef ekki meir og hvert og eitt og einasta ljóð er ótrúlega mikil perla. Þetta er eins og ítölsk perlufesti en ekki eins og ljóðaflokkur eins og oftast tíðkast þar sem ljóðin eru ekki tengd með beinum hætti þó svo umfjöllunarefnið sé svipað, þar sem þemað er ástin og samskipti kynjanna.“ Hallveig segir að Wolf hafi verið eitt helsta sönglagaskáld heims, fyrr og síðar, þótt hann hafi aðeins náð fjörutíu og tveggja ára aldri. „Hann samdi engu að síður um 300 ljóðasöngslög. Paul Heyes þýddi um 200 ítölsk alþýðuljóð yfir á þýsku og Wolf samdi við 46 þessara ljóða í tveimur bindum og þetta er það sem við erum að fara að takast á við. Við ákváðum líka að leyfa okkur að vera með hlé á tónleikunum þar sem ljóðin eru ekki samfelld frásögn heldur sjálfstæð. Það sem einkennir þetta þó umfram margt annað er hversu gríðarlegur húmor er í þessu. Bæði eru ljóðin mörg hver alveg rosalega fyndin en svo er líka Wolf alveg sérstaklega skemmtilegur húmoristi. Þannig að fólk skellihlær oft á þessum tónleikum sem er ólíkt því sem fólk þekkir frá flestum stórum ljóðatónleikum sem hafa oftar en ekki alvarlegra yfirbragð. Fólk þarf ekki heldur að hafa áhyggjur af því að þetta verði of langt því tónlistarlega er þetta hefðbundin lengd fyrir svona tónleika eða um sjötíu mínútur. Þannig að það verður bara gaman fyrir fólk að koma og fá sér rauðvínsglas í hléinu, slaka svo á og njóta tónlistarinnar.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. október.
Menning Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira