Af því tilefni fékk Vísir tvo íslenska og vel þekkta bókmenntamenn, þá Kristján B. Jónasson hjá Crymogeu og Pál Valsson hjá Bjarti, til þess að tjá sig um þessa umdeildu ákvörðun.
Hvað finnst þér um ákvörðun akademíunnar?
„Bob Dylan er ekki aðeins einn af þessum tónlistarkörlum sem spilaðir eru í drep á Rás 2 öllum stundum, heldur líka af einhverjum furðulegum ástæðum talinn af mörgum mikið skáld. Góður vinur minn, bandarískur, kom mér fyrst í kynni við hann á skáldskapargrundvelli, en hann sjálfur hafði farið á um 100 tónleika með honum og hélt mikið upp á hann sem skáld og rithöfund.“
Að neðan má hlusta á Forever Young með Dylan.
Þannig er Dylan örugglega sá sem sænska akademían segir hann vera, endurnýjunarmaður bandaríska alþýðusöngva, en af hverju fær þá Kim Larsen ekki Nóbel eða Peter Maffay, sem mun víst vera mikill endurnýjunarmaður þýskrar rokktónlistar? Sú staðreynd að Dylan er – þegar söngur hans og status er fiskaður frá – ekki nema bara svona sæmilegt skáld virðist ekki þvælast fyrir fólkinu sem veitti Elfriede Jelinenk, Hertu Müller, Mo Yan og Orhan Pamuk verðlaunin. Akademían virðist hafa fengið almanntengslateymi til að fríska upp á sig og ákveðið að ganga plebbaskapnum á hönd. Hún þorir ekki lengur að verðlauna raunveruleg gæði, heldur lætur frægðina blinda sig,“ segir Kristján.
Að neðan má hlusta á Mr. Tambourine Man með Dylan.
„Það er sérstakt fagnaðarefni að Bob Dylan fái Bókmenntaverðlaun Nóbels. Hann hefur með verkum sínum lokið upp undraheimum bókmennta fyrir fleira fólki en sjálfsagt nokkurt annað núlifandi skáld. Margir uppgötvuðu fyrst töfra góðrar ljóðlistar í gegnum texta Dylans, þannig laðaði hann fjölda fólks að ljóðum og bókmenntum, og kveikti líka neistann í mörgu skáldinu. Dylan er eitt áhrifamesta núlifandi skáld heimsins, á alla mælikvarða, hvort sem mönnum líkar það eða ekki.“
Bob Dylan syngur Knockin' on Heavens Door hér að neðan.
Áhrif Dylans eru óumdeild, þótt auðvitað megi deila um bókmenntagildi einhverra texta hans, eins og allra annarra höfunda. En þar sem Dylan rís hæst, í sínum bestu textum, er hann algjörlega á pari við það besta – bæði í ljóðrænni túlkun og því hvernig hann speglar oft harðan veruleika, tíðaranda og persónulegri reynslu og veitir inn í textana. Sjálfsagt munu heyrast einhverjar hjáróma raddir um lágmenningu, en mér finnst Sænska Akademían sýna styrk með þessari veitingu og er mjög kátur með þetta val.“
Að neðan má sjá upptöku frá afhendingunni. Ákvörðunin er tilkynnt þegar rúmar ellefu mínútur eru liðnar af myndbandinu og greinilegt að skiptar skoðanir eru á meðal þeirra sem voru í salnum.