Tiger hættur við endurkomuna í bili Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. október 2016 10:00 Fáum við að sjá Tiger í rauðu á lokadegi á ný? vísir/getty Tiger Woods er hættur við að snúa aftur út á golfvöllinn þessa helgina eftir langvarandi meiðsli, en hann telur sig ekki tilbúinn til að spila keppnisgolf alveg strax. Tiger, sem spilaði síðast í ágúst á síðasta ári, er búinn að gangast undir tvær skurðaðgerðir vegna bakmeiðsla, en hann ætlaði að vera með á Safeway Open-mótinu sem hefst á fimmtudaginn. Ekkert verður af því. Hann segir í yfirlýsingu á heimasíðu sinni að hann stefni nú að endurkomu á Hero World Challenge sem er mót sem hann heldur sjálfur á Bahama í desember. „Ég veit að ég er ekki tilbúinn í að keppa á PGA-mótaröðinni né í Tyrklandi,“ segir Tiger á heimasíðu sinni en hann ætlaði að vear með á Turkish Airlines-mótinu í nóvember. „Heilsan er góð og mér finnst ég sterkur en spilamennska mín er berskjölduð og alls ekki eins góður og hún þarf að vera. Ég er nálægt því að spila aftur og ég mun ekki gefast upp,“ segir Tiger Woods. Tiger á að baki fjórtán sigra á risamótum en þessi fyrrverandi besti kylfingur heims er nú í 786. sæti á heimslistanum. Hann var einn af varafyrirliðum bandaríska Ryder-liðsins sem pakkaði Evrópu saman í Minnesota á dögunum. Golf Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods er hættur við að snúa aftur út á golfvöllinn þessa helgina eftir langvarandi meiðsli, en hann telur sig ekki tilbúinn til að spila keppnisgolf alveg strax. Tiger, sem spilaði síðast í ágúst á síðasta ári, er búinn að gangast undir tvær skurðaðgerðir vegna bakmeiðsla, en hann ætlaði að vera með á Safeway Open-mótinu sem hefst á fimmtudaginn. Ekkert verður af því. Hann segir í yfirlýsingu á heimasíðu sinni að hann stefni nú að endurkomu á Hero World Challenge sem er mót sem hann heldur sjálfur á Bahama í desember. „Ég veit að ég er ekki tilbúinn í að keppa á PGA-mótaröðinni né í Tyrklandi,“ segir Tiger á heimasíðu sinni en hann ætlaði að vear með á Turkish Airlines-mótinu í nóvember. „Heilsan er góð og mér finnst ég sterkur en spilamennska mín er berskjölduð og alls ekki eins góður og hún þarf að vera. Ég er nálægt því að spila aftur og ég mun ekki gefast upp,“ segir Tiger Woods. Tiger á að baki fjórtán sigra á risamótum en þessi fyrrverandi besti kylfingur heims er nú í 786. sæti á heimslistanum. Hann var einn af varafyrirliðum bandaríska Ryder-liðsins sem pakkaði Evrópu saman í Minnesota á dögunum.
Golf Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira