Tiger hættur við endurkomuna í bili Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. október 2016 10:00 Fáum við að sjá Tiger í rauðu á lokadegi á ný? vísir/getty Tiger Woods er hættur við að snúa aftur út á golfvöllinn þessa helgina eftir langvarandi meiðsli, en hann telur sig ekki tilbúinn til að spila keppnisgolf alveg strax. Tiger, sem spilaði síðast í ágúst á síðasta ári, er búinn að gangast undir tvær skurðaðgerðir vegna bakmeiðsla, en hann ætlaði að vera með á Safeway Open-mótinu sem hefst á fimmtudaginn. Ekkert verður af því. Hann segir í yfirlýsingu á heimasíðu sinni að hann stefni nú að endurkomu á Hero World Challenge sem er mót sem hann heldur sjálfur á Bahama í desember. „Ég veit að ég er ekki tilbúinn í að keppa á PGA-mótaröðinni né í Tyrklandi,“ segir Tiger á heimasíðu sinni en hann ætlaði að vear með á Turkish Airlines-mótinu í nóvember. „Heilsan er góð og mér finnst ég sterkur en spilamennska mín er berskjölduð og alls ekki eins góður og hún þarf að vera. Ég er nálægt því að spila aftur og ég mun ekki gefast upp,“ segir Tiger Woods. Tiger á að baki fjórtán sigra á risamótum en þessi fyrrverandi besti kylfingur heims er nú í 786. sæti á heimslistanum. Hann var einn af varafyrirliðum bandaríska Ryder-liðsins sem pakkaði Evrópu saman í Minnesota á dögunum. Golf Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Björn Lúkas kominn í 8-manna úrslit á HM í MMA Sport Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Ingi Þór: Þetta var stór dómur sem fór með leikinn Körfubolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Tiger Woods er hættur við að snúa aftur út á golfvöllinn þessa helgina eftir langvarandi meiðsli, en hann telur sig ekki tilbúinn til að spila keppnisgolf alveg strax. Tiger, sem spilaði síðast í ágúst á síðasta ári, er búinn að gangast undir tvær skurðaðgerðir vegna bakmeiðsla, en hann ætlaði að vera með á Safeway Open-mótinu sem hefst á fimmtudaginn. Ekkert verður af því. Hann segir í yfirlýsingu á heimasíðu sinni að hann stefni nú að endurkomu á Hero World Challenge sem er mót sem hann heldur sjálfur á Bahama í desember. „Ég veit að ég er ekki tilbúinn í að keppa á PGA-mótaröðinni né í Tyrklandi,“ segir Tiger á heimasíðu sinni en hann ætlaði að vear með á Turkish Airlines-mótinu í nóvember. „Heilsan er góð og mér finnst ég sterkur en spilamennska mín er berskjölduð og alls ekki eins góður og hún þarf að vera. Ég er nálægt því að spila aftur og ég mun ekki gefast upp,“ segir Tiger Woods. Tiger á að baki fjórtán sigra á risamótum en þessi fyrrverandi besti kylfingur heims er nú í 786. sæti á heimslistanum. Hann var einn af varafyrirliðum bandaríska Ryder-liðsins sem pakkaði Evrópu saman í Minnesota á dögunum.
Golf Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Björn Lúkas kominn í 8-manna úrslit á HM í MMA Sport Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Ingi Þór: Þetta var stór dómur sem fór með leikinn Körfubolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira