Elías Már er nú búinn að skora í tveimur leikjum í röð og alls sex mörk í ellefu leikjum fyrir Gautaborgarliðið síðan hann kom þangað á láni frá Vålerenga í Noregi.
Þrátt fyrir að vera með sjóðheitan Elías Má í liðinu er Gautaborg úr leik í baráttunni um Evrópusæti en AIK gerði út um þá drauma með heimasigri gegn Häcken í kvöld.
Haukur Heiðar Hauksson var í byrjunarliði AIK sem skoraði sigurmarkið níu mínútum fyrir leikslok. AIK er með 56 stig í öðru sæti á eftir meisturum Malmö.
IFK Norrköping er einnig með 56 stig en Gautaborgarliðið er sjö stigum frá þessum liðum með 49 stig þegar aðeins sex stig eru eftir í pottinum.