Frumsýnir nýtt myndband á Vísi: "Tónlistin er afar draumkennd“ Stefán Árni Pálsson skrifar 27. október 2016 13:30 Flott myndband hér á ferð. Tónlistarmaðurinn Magnús Jóhann hefur marga fjöruna sopið í tónlist og gaf út sína fyrstu breiðskífu, Pronto, föstudaginn 14. október. Glöggir tónlistarunnendur gætu hafa komið auga á Magnús að störfum bakvið hljómborðin við ýmis tækifæri, en hann hefur unnið með tónlistarmönnum á borð við Glowie, rokksveitinni The Vintage Caravan, Sylvíu, blúsbandi Dóra Braga og Rythmatik svo að einhver dæmi séu tekin. Auk þess tryggði Magnús sér þriðja sæti á Músíktilraunum í vor með eigin tónsmíðum. Magnús frumsýnir í dag nýtt myndband á Vísi. Tónlistin er flutt á hljóðgervla, Fender Rhodes og gamla píanettu en auk hljómborðanna leika Guðrún Sigríður Þórhallsdóttir, Vaka Njálsdóttir og Snorri Örn Arnarsson á fiðlu, selló og kontrabassa á plötunni. Magnús Leifur í Aldingarðinum tók upp plötuna og Axel „Flex“ Árnason hljóðblandaði og hljómjafnaði. „Ég mun koma fram á Iceland Airwaves og spila þar slatta af giggum með nokkrum mismunandi hljómsveitum,“ segir Magnús. Arnar Ingi Ingason plötusnúður og meðlimur í Sturla Atlas hannaði plötuumslagið. Sturla Magnússon leikstýrði myndbandinu og Ágúst Elí Ásgeirsson skaut það. Tumi Björnsson fer með leiksigur. „Tónlistin er afar draumkennd og lagt er mikið upp úr því að skapa góðan hljóðheim. Ég hef mikinn áhuga á allskonar hljóðum og öllu óhefðbundnu sem hægt er að gera með hljóðfærunum. T.d þá er brakið í píanóstólnum, þruskið í hljóðverinu og suðið í hljóðnemunum alveg jafn mikill partur af tónsmíðinni. Tónlistin er að miklum hluta spuni og hef ég mikinn áhuga á að kanna hvernig hægt er að blanda saman fyrirfram ákveðnum tónsmíðum og spuna í einn hrærigraut.“ Airwaves Tónlist Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Fleiri fréttir Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Magnús Jóhann hefur marga fjöruna sopið í tónlist og gaf út sína fyrstu breiðskífu, Pronto, föstudaginn 14. október. Glöggir tónlistarunnendur gætu hafa komið auga á Magnús að störfum bakvið hljómborðin við ýmis tækifæri, en hann hefur unnið með tónlistarmönnum á borð við Glowie, rokksveitinni The Vintage Caravan, Sylvíu, blúsbandi Dóra Braga og Rythmatik svo að einhver dæmi séu tekin. Auk þess tryggði Magnús sér þriðja sæti á Músíktilraunum í vor með eigin tónsmíðum. Magnús frumsýnir í dag nýtt myndband á Vísi. Tónlistin er flutt á hljóðgervla, Fender Rhodes og gamla píanettu en auk hljómborðanna leika Guðrún Sigríður Þórhallsdóttir, Vaka Njálsdóttir og Snorri Örn Arnarsson á fiðlu, selló og kontrabassa á plötunni. Magnús Leifur í Aldingarðinum tók upp plötuna og Axel „Flex“ Árnason hljóðblandaði og hljómjafnaði. „Ég mun koma fram á Iceland Airwaves og spila þar slatta af giggum með nokkrum mismunandi hljómsveitum,“ segir Magnús. Arnar Ingi Ingason plötusnúður og meðlimur í Sturla Atlas hannaði plötuumslagið. Sturla Magnússon leikstýrði myndbandinu og Ágúst Elí Ásgeirsson skaut það. Tumi Björnsson fer með leiksigur. „Tónlistin er afar draumkennd og lagt er mikið upp úr því að skapa góðan hljóðheim. Ég hef mikinn áhuga á allskonar hljóðum og öllu óhefðbundnu sem hægt er að gera með hljóðfærunum. T.d þá er brakið í píanóstólnum, þruskið í hljóðverinu og suðið í hljóðnemunum alveg jafn mikill partur af tónsmíðinni. Tónlistin er að miklum hluta spuni og hef ég mikinn áhuga á að kanna hvernig hægt er að blanda saman fyrirfram ákveðnum tónsmíðum og spuna í einn hrærigraut.“
Airwaves Tónlist Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Fleiri fréttir Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira