Geir: Engin ákvörðun um framtíð Róberts og Vignis Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. október 2016 14:30 Vignir, Geir og Róbert. Samsett mynd/Vísir Hvorki Róbert Gunnarsson né Vignir Svavarsson voru valdir í íslenska landsliðið í handbolta sem mætir Tékklandi og Úkraínu í fyrstu leikjum sínum í undankeppni EM 2018. Leikirnir fara fram í byrjun næsta mánaðar en auk þeirra Róberts og Vignis eru hvorki Alexander Petersson og Snorri Steinn Guðjónsson sem hafa báðir ákveðið að hætta að spila með landsliðinu. Allir fjórir hafa verið fastamenn í íslenska landsliðinu undanfarin ár og þó svo að það hafi verið ákvörðun Alexanders og Snorra að hætta nú er ekkert sem gefur til kynna að hálfu Geirs að þeir Vignir og Róbert eigi ekki afturkvæmt í landsliðið. „Þetta er engin yfirlýsing af minni hálfu,“ sagði Geir í samtali við Vísi í dag. „Þetta tengist bara því verkefni sem við erum að fara í núna.“ Geir ákvað að velja Arnar Frey Arnarsson, sem hefur spilað vel með Kristianstad í Svíþjóð, en hann er línumaður og sterkur varnarmaður þar að auki. „Það mætti segja að Arnar sé að koma inn fyrir Vigni og þá stóð valið á milli Róberts og Kára Kristjáns. Ef við miðum við leikina gegn Portúgal í sumar má segja að Kári hafði vinninginn í því vali.“Geir á blaðamannafundi með Róberti.Vísir/StefánEn Geir tekur fram að Róbert og Vignir komi enn til greina í landsliðið. „Alls ekki. Þetta snýst meira um að prófa eitthvað annað. Ég hef verið að fylgjast með þeim eins og öðrum og hef verið í góðu sambandi við báða leikmenn. Ég hringdi í þá til að greina þeim frá þessari ákvörðun og sagði þeim jafnframt að það væri engin ákvörðun um framtíðina sem lægi fyrir.“Reyndi ekki að telja Snorra hughvarf Snorri Steinn Guðjónsson hefur verið í stóru hlutverki í landsliðinu síðasta einn og hálfa áratuginn og segir Geir að hann sjái ávallt á eftir góðum mönnum. „Snorri er frábær leikmaður sem er að spila vel í Frakklandi. Hann er hokinn af reynslu og kann þetta allt frá a til ö. Við höfum verið í góðu sambandi reglulega í sumar og annað slagið tekið almenna umræðu um þessi mál,“ segir Geir. „Það var síðast um helgina sem við ræddum þetta og það leiddi til þessarar niðurstöðu. Ég virði hans ákvörðun og reyndi ekki að telja honum hughvarf. Ef ég skynja að menn eru ákveðnir í sinni afstöðu þá leggst ég ekki þungt á þá um að skipta um skoðun.“Snorri Steinn Guðjónsson.Vísir/Anton„Það var svipað með Alexander í sumar. Ég skynjaði þetta og bar virðingu fyrir hans ákvörðun,“ segir Geir enn fremur. „Mikið af þessum drengjum sem hafa verið að bera upp íslenska landsliðið síðustu ár hafa verið að velta þessum málum fyrir sér. Ólympíuleikarnir í Ríó í sumar átti að vera ákveðinn lokapunktur fyrir marga þeirra en Ísland komst ekki þangað. Því er þetta ef til vill að koma frekar í ljós nú.“Lítill tími til undirbúnings Geir segir mikilvægt að leyfa nýjum landsliðskjarna að myndast á náttúrulegum forsendum og að gera ekki stórar breytingar á landsliðshópnum hverju sinni, enda eru margir af lykilmönnum síðustu ára enn í landsliðinu. „Nú eigum við fram undan mikilvæga leiki eins og allir leikir eru í undankeppninni. Það er áhyggjuefni hversu lítinn tíma við höfum til að undirbúa okkur saman en líklega verða það ekki meira en tveir dagar. Það er því mikilvægt að gera ekki of stórtækar breytingar á landsliðinu og vonandi tekst okkur að stilla okkur rétt inn á verkefnið.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Sjá meira
Hvorki Róbert Gunnarsson né Vignir Svavarsson voru valdir í íslenska landsliðið í handbolta sem mætir Tékklandi og Úkraínu í fyrstu leikjum sínum í undankeppni EM 2018. Leikirnir fara fram í byrjun næsta mánaðar en auk þeirra Róberts og Vignis eru hvorki Alexander Petersson og Snorri Steinn Guðjónsson sem hafa báðir ákveðið að hætta að spila með landsliðinu. Allir fjórir hafa verið fastamenn í íslenska landsliðinu undanfarin ár og þó svo að það hafi verið ákvörðun Alexanders og Snorra að hætta nú er ekkert sem gefur til kynna að hálfu Geirs að þeir Vignir og Róbert eigi ekki afturkvæmt í landsliðið. „Þetta er engin yfirlýsing af minni hálfu,“ sagði Geir í samtali við Vísi í dag. „Þetta tengist bara því verkefni sem við erum að fara í núna.“ Geir ákvað að velja Arnar Frey Arnarsson, sem hefur spilað vel með Kristianstad í Svíþjóð, en hann er línumaður og sterkur varnarmaður þar að auki. „Það mætti segja að Arnar sé að koma inn fyrir Vigni og þá stóð valið á milli Róberts og Kára Kristjáns. Ef við miðum við leikina gegn Portúgal í sumar má segja að Kári hafði vinninginn í því vali.“Geir á blaðamannafundi með Róberti.Vísir/StefánEn Geir tekur fram að Róbert og Vignir komi enn til greina í landsliðið. „Alls ekki. Þetta snýst meira um að prófa eitthvað annað. Ég hef verið að fylgjast með þeim eins og öðrum og hef verið í góðu sambandi við báða leikmenn. Ég hringdi í þá til að greina þeim frá þessari ákvörðun og sagði þeim jafnframt að það væri engin ákvörðun um framtíðina sem lægi fyrir.“Reyndi ekki að telja Snorra hughvarf Snorri Steinn Guðjónsson hefur verið í stóru hlutverki í landsliðinu síðasta einn og hálfa áratuginn og segir Geir að hann sjái ávallt á eftir góðum mönnum. „Snorri er frábær leikmaður sem er að spila vel í Frakklandi. Hann er hokinn af reynslu og kann þetta allt frá a til ö. Við höfum verið í góðu sambandi reglulega í sumar og annað slagið tekið almenna umræðu um þessi mál,“ segir Geir. „Það var síðast um helgina sem við ræddum þetta og það leiddi til þessarar niðurstöðu. Ég virði hans ákvörðun og reyndi ekki að telja honum hughvarf. Ef ég skynja að menn eru ákveðnir í sinni afstöðu þá leggst ég ekki þungt á þá um að skipta um skoðun.“Snorri Steinn Guðjónsson.Vísir/Anton„Það var svipað með Alexander í sumar. Ég skynjaði þetta og bar virðingu fyrir hans ákvörðun,“ segir Geir enn fremur. „Mikið af þessum drengjum sem hafa verið að bera upp íslenska landsliðið síðustu ár hafa verið að velta þessum málum fyrir sér. Ólympíuleikarnir í Ríó í sumar átti að vera ákveðinn lokapunktur fyrir marga þeirra en Ísland komst ekki þangað. Því er þetta ef til vill að koma frekar í ljós nú.“Lítill tími til undirbúnings Geir segir mikilvægt að leyfa nýjum landsliðskjarna að myndast á náttúrulegum forsendum og að gera ekki stórar breytingar á landsliðshópnum hverju sinni, enda eru margir af lykilmönnum síðustu ára enn í landsliðinu. „Nú eigum við fram undan mikilvæga leiki eins og allir leikir eru í undankeppninni. Það er áhyggjuefni hversu lítinn tíma við höfum til að undirbúa okkur saman en líklega verða það ekki meira en tveir dagar. Það er því mikilvægt að gera ekki of stórtækar breytingar á landsliðinu og vonandi tekst okkur að stilla okkur rétt inn á verkefnið.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Sjá meira