Ég er staddur í niðamyrkri með boga og eina ör Magnús Guðmundsson skrifar 22. október 2016 10:00 Sjón segir að nú sé vissulega góður tími til þess að staldra við og hugsa um framtíðina. Fyrir þá sem vilja vita meira er rétt að benda á málþing um skáldið í Gerðubergi í dag kl. 14. Visir/Stefán Eina leiðin fyrir okkur sem manneskjur til þess að stækka okkur og finna okkur stað í tilverunni er í gegnum menninguna,“ segir Sjón þar sem við hittumst í kjallara kaffihúss í Kvosinni. Við byrjuðum á að tala um arfleifð súrrealismans og það leiddi hann að þessari niðurstöðu. Og þó svo Sjón líti ekki á sig sem súrrealískan höfund þá segist hann eiga arfleifð hans að miklu leyti frelsi sitt að þakka. „Hluti af arfleifð súrrealismans er virðing fyrir öllum þessum ófínni bókmenntum sem svo eru kallaðar. Strax í upphafi, þegar súrrealisminn er að komast af stað þá er hann hluti af uppreisninni gegn hámenningunni og öllu sem henni fylgir, að leita að verðmætunum í glæpamyndum, reyfurum, vísindaskáldsögum og þannig mætti áfram telja. Súrrealisminn hefur þannig haft þann eiginleika að geta virkjað alls konar tegundir af listum og bókmenntum. Þetta var hluti af því sem ég áttaði mig á þegar ég var að leggja í þessa ferð upp úr 1980.“ Í vikunni kom út þríleikurinn Codex 1962 en leikinn mynda verkin Augu þín sáu mig (ástarsaga), Með titrandi tár (glæpasaga) og loks nýja sagan Ég er sofandi hurð (vísindaskáldsaga). Í þríleiknum leitar Sjón í ólíkar greinar bókmenntanna og hann segir að þar sé hann að láta söguna kallast á við form sem yfirleitt eru höfð í öðrum hillum bókabúðanna. „Ég er að sprengja þetta upp og skoða hvað er hægt að gera við þessar greinar. Sögumaður er mjög upptekinn af sögunni sem hann er að segja og leitar við það í ólík frásagnarform. Hann er svo hræddur um að týnast í stóra samhenginu að hann grípur til þess að virkja öll þessi form. Ástæðan er að eina leiðin fyrir okkur sem manneskjur til þess að stækka okkur og finna okkur stað í tilverunni er í gegn um menninguna.“Þrír höfundar þríleiksins Það er óvenjulegt við þennan stóra þríleik hversu langt líður á milli bóka eða tuttugu og tvö ár í það heila. Sjón segir að það hafi í raun aldrei verið ætlunin heldur hafi það bara æxlast með þessum hætti. „Ég ætlaði að skrifa þetta á nokkrum árum. Fyrsta bókin kom út árið 1994 og ég hafði ímyndað mér að næstu tvær kæmu á fjórum árum þar á eftir. Svo taka örlögin af manni völdin. Við Ásgerður eiginkona mín fluttum til London eftir áramótin 1994 þar sem hún fór í söngnám og ég í ýmis verkefni. Þannig að þetta byrjaði að dragast með skrifin á öðru bindinu og svo bara leið tíminn. Ég gaf út ljóðabók 1998 og svo annað bindi þríleiksins 2001 og eftir það langaði mig aðeins til þess að pústa. Þá fór ég að skoða ýmislegt efni sem hafði sópast að mér við skrifin á öðru bindi og þar á meðal sögur af refaskyttum. Ég hugsaði með mér að það væri gaman að skrifa eina litla bók svona til hliðar og það var Skugga-Baldur. Sú bók varð að miklu ævintýri í mínu lífi og ég var allt í einu kominn á annað spor. Síðan verð ég að viðurkenna að það varð dálítið erfitt að ljúka þessu eftir allan þennan tíma en það er mjög gaman. Í rauninni er þetta skemmtileg æfing í því hvernig höfundur verður til. Ég held að það sé alveg óhætt að segja að þetta séu þrír höfundar en samt er þetta allt eftir sama höfundinn. Við verklok þurfti ég að fara til baka og skoða hverskonar höfundur ég var þegar ég lagði af stað með þetta. Eitt af því sem ég mundi var að þetta átti alltaf að vera stór tilraunakennd skáldsaga og þriðja bindið ber þess merki. Þar sprengi ég upp söguformið og rifja upp þá fagurfræði sem ég heillaðist af sem ungur höfundur.“Visir/StefánHugrekki súrrealismans „Ég hef alltaf haft svo gaman af ólíkum formum. Þess vegna skrifaði ég m.a. á sínum tíma handritið að Reykjavik Whale Watching Massacre, fyrstu íslensku slægjumyndinni, vegna þess að mér fannst spennandi að finna þannig sögu stað í íslenskum veruleika og vera trúr miðlinum. Fólk skyldi ekkert í þessu, þetta gekk ekki upp, að maður sem væri að skrifa sautjándu aldar skáldsögu væri að skrifa hryllingsmynd og stoltur af því að Gunnar Hansen, hinn upprunalegi Leatherface, væri í smáhlutverki í myndinni. Þetta er bara það sem ég er. Það er alltaf þetta tvennt undir: Hámenning og alvarleg verkefni og svo önnur verkefni sem sækja í lágmenningu og hroða en eru unnin af sömu ást og virðingu. Þetta veitir mér gífurlegt frelsi. Ég kalla mig ekki súrrealista en ég kem þaðan. Nýlega áttaði ég mig á því að það sem ég lærði sem ungur höfundur, sem var á bólakafi í súrrealisma og annarri framúrstefnu, veitti mér hugrekki. Þannig að þegar ég er að skrifa og vinna í bókunum mínum þá hika ég ekki þegar skrýtnustu hugmyndirnar koma. En af því að ég er skólaður í gamla súrrealismanum þá hugsaði ég: Auðvitað. Það kemur alltaf þetta auðvitað og fólk bara tekur þessu eða hafnar því. Allt er mögulegt. Þegar skrýtnu hugmyndirnar koma þá er það höfundarins að leysa úr þeim og vinna þær. Leyfa þeim að gerast á sem bestan hátt.“Tími til að staldra við Í dag kl. 14 fer fram ritþing um Sjón í Gerðubergi og þangað eru allir áhugasamir velkomnir og aðgangur ókeypis. Þar verður líka margt að ræða enda höfundarverk Sjóns viðamikið eins og sjá má í nýrri bók Úlfhildar Dagsdóttir bókmenntafræðings sem sendi nýverið frá sér Sjónsbók, ævintýrið um höfundinn, súrrealisma og sýnir. Sjón segir að það hafi orðið að samkomulagi með þeim Úlfhildi að hann væri ekkert að skipta sér af þessu. „Samkomulaginu fylgdi einnig að hún gæti hvenær sem er haft samband og spurt mig út í fólk eða bækur eða hvað sem er. Þannig að þetta er algjörlega hennar verk og ég hlakka til þess að lesa þetta og ætli þetta verði ekki bara jólabókin mín, að ég lesi hana á jólunum. En þetta er auðvitað soldið sérstakt hvernig allt kemur núna á aðeins nokkrum vikum. Ópera í Danmörku þar sem ég samdi skorið, framtíðarbókasafnið, bókin mín, bókin hennar Úlfhildar og ritþingið. Þannig að maður er einhvern veginn staddur í einhverju samblandi af verklokum og hugsun til framtíðar. Ég er fimmtíu og fjögurra ára gamall, mér finnst ég vera ungur, en það er samt ágætis tími til þess að staldra við og hugsa um það hvert maður er kominn og hvert maður ætlar sér í framtíðinni.“Visir/StefánFortíðin og tungumálið Sjón lítur til baka og segir að honum finnist að áhuginn á þjóðsögum og goðsögum sem hefur fylgt honum frá því hann var krakki hafi mótað hann að miklu leyti. „Þessi áhugi gerir það að að verkum að maður fer að hugsa í ákveðnum stærðum. Maður kynnist því hvernig bókmenntirnar og menningin eru alltaf að skoða stærð mannsins andspænis reginöflunum. Goðafræðin er ekkert annað en það að maðurinn er að reyna að finna sér stað í hinu risavaxna samhengi kosmosins. Þetta hefur fylgt mér mjög lengi, að skynja verkefni mitt sem það að velta fyrir mér manninum í stóra tímanum og stóra samhenginu. Svo er það í rauninni líka ást á tungumálinu og textum sem hafa gert það að verkum að ég hef farið að skrifa skáldsögur í liðnum tíma. Rökkurbýsnir var til að mynda fyrir mér mikið ævintýri vegna þess að það gaf mér tækifæri til þess að lifa í hugsun fólks sem hafði verið uppi og hafði skoðað sjálft sig og heiminn fyrir upplýsinguna. Þessa miklu breytingu hins vestræna manns sem við höfum lifað við alla okkar tíð. Eina hættan þegar maður er að vinna með svona efni er að rannsóknarvinnan er svo skemmtileg. Tíminn sem maður ver við það að viða að sér efni og rekja spor fortíðar er svo tælandi að maður vildi helst bara vera þar. Svo þegar ég sest niður til þess að skrifa þá verður það að svona æ nú er ég kominn í vinnuna,“ segir Sjón og brosir.Framtíðin og skáldskapurinn En nú þarf Sjón að horfa til framtíðarinnar þar sem listakonan Katie Paterson hefur boðið honum að verða þriðji höfundurinn af hundrað, á eftir Margaret Atwood og David Mitchell, til þess að leggja handrit í framtíðarbókasafn listakonunnar. Sjón segir að það sé einmitt gott að fara með jákvætt viðhorf úr hinum súrrealíska skóla þar sem allt er mögulegt inn í þetta sérstaka verkefni. „Ég er einmitt núna í spurningaferlinu og að reyna að átta mig á því hvað ég vil gera. Hvaða efni sækir á mig? Þetta er soldið skrýtið. Þetta er eins og að vera í niðamyrkri og einhver afhendir þér boga og eina ör. Skjóttu. Það eru óteljandi möguleikar og þú veist ekkert hvert þú ert að fara. Á sama tíma þá kem ég að þessu með mína höfundarhugsun og afstöðu til bókmenntanna. Þetta er það sem er spennandi við þetta.“ Aðspurður hvort Sjón óttist ekkert að leggja inn verkið og sitja eftir með þá tilfinningu að fá aldrei að lifa viðtökurnar segir hann það óneitanlega vera sérstakt. „Samkvæmt reglum verkefnisins þá má ég ekki sýna neinum þetta. Ég er ekki viss um að höfundarnir tveir á undan mér hafi staðið við það að láta engan sjá þetta. Mig grunar að Margaret Atwood hafi sýnt tveimur eða þremur úr sinni nánustu fjölskyldu og að David Mitchell hafi mögulega leyft ritstjóranum sínum að sjá þetta. En það sem er skrýtnast er það að höfundurinn fær aldrei að sjá verkið aftur. Þú afhendir eina eintakið í heiminum. Þannig að eftir tvö, þrjú ár mun ég sem höfundur aðeins eiga minninguna um verkið og það finnst mér undarlegt. Ég veit að ég mun gleyma því og það mun bjagast í kollinum á mér alveg eins og bækur sem ég hef lesið eftir aðra. En auðvitað er það þannig að allir höfundar vonast til þess að einhvers staðar í framtíðinni sé hópur lesenda sem þeir munu aldrei kynnast eða heyra frá og það er eitthvað sem maður er vanur.“Viðtalið birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. október. Menning Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Eina leiðin fyrir okkur sem manneskjur til þess að stækka okkur og finna okkur stað í tilverunni er í gegnum menninguna,“ segir Sjón þar sem við hittumst í kjallara kaffihúss í Kvosinni. Við byrjuðum á að tala um arfleifð súrrealismans og það leiddi hann að þessari niðurstöðu. Og þó svo Sjón líti ekki á sig sem súrrealískan höfund þá segist hann eiga arfleifð hans að miklu leyti frelsi sitt að þakka. „Hluti af arfleifð súrrealismans er virðing fyrir öllum þessum ófínni bókmenntum sem svo eru kallaðar. Strax í upphafi, þegar súrrealisminn er að komast af stað þá er hann hluti af uppreisninni gegn hámenningunni og öllu sem henni fylgir, að leita að verðmætunum í glæpamyndum, reyfurum, vísindaskáldsögum og þannig mætti áfram telja. Súrrealisminn hefur þannig haft þann eiginleika að geta virkjað alls konar tegundir af listum og bókmenntum. Þetta var hluti af því sem ég áttaði mig á þegar ég var að leggja í þessa ferð upp úr 1980.“ Í vikunni kom út þríleikurinn Codex 1962 en leikinn mynda verkin Augu þín sáu mig (ástarsaga), Með titrandi tár (glæpasaga) og loks nýja sagan Ég er sofandi hurð (vísindaskáldsaga). Í þríleiknum leitar Sjón í ólíkar greinar bókmenntanna og hann segir að þar sé hann að láta söguna kallast á við form sem yfirleitt eru höfð í öðrum hillum bókabúðanna. „Ég er að sprengja þetta upp og skoða hvað er hægt að gera við þessar greinar. Sögumaður er mjög upptekinn af sögunni sem hann er að segja og leitar við það í ólík frásagnarform. Hann er svo hræddur um að týnast í stóra samhenginu að hann grípur til þess að virkja öll þessi form. Ástæðan er að eina leiðin fyrir okkur sem manneskjur til þess að stækka okkur og finna okkur stað í tilverunni er í gegn um menninguna.“Þrír höfundar þríleiksins Það er óvenjulegt við þennan stóra þríleik hversu langt líður á milli bóka eða tuttugu og tvö ár í það heila. Sjón segir að það hafi í raun aldrei verið ætlunin heldur hafi það bara æxlast með þessum hætti. „Ég ætlaði að skrifa þetta á nokkrum árum. Fyrsta bókin kom út árið 1994 og ég hafði ímyndað mér að næstu tvær kæmu á fjórum árum þar á eftir. Svo taka örlögin af manni völdin. Við Ásgerður eiginkona mín fluttum til London eftir áramótin 1994 þar sem hún fór í söngnám og ég í ýmis verkefni. Þannig að þetta byrjaði að dragast með skrifin á öðru bindinu og svo bara leið tíminn. Ég gaf út ljóðabók 1998 og svo annað bindi þríleiksins 2001 og eftir það langaði mig aðeins til þess að pústa. Þá fór ég að skoða ýmislegt efni sem hafði sópast að mér við skrifin á öðru bindi og þar á meðal sögur af refaskyttum. Ég hugsaði með mér að það væri gaman að skrifa eina litla bók svona til hliðar og það var Skugga-Baldur. Sú bók varð að miklu ævintýri í mínu lífi og ég var allt í einu kominn á annað spor. Síðan verð ég að viðurkenna að það varð dálítið erfitt að ljúka þessu eftir allan þennan tíma en það er mjög gaman. Í rauninni er þetta skemmtileg æfing í því hvernig höfundur verður til. Ég held að það sé alveg óhætt að segja að þetta séu þrír höfundar en samt er þetta allt eftir sama höfundinn. Við verklok þurfti ég að fara til baka og skoða hverskonar höfundur ég var þegar ég lagði af stað með þetta. Eitt af því sem ég mundi var að þetta átti alltaf að vera stór tilraunakennd skáldsaga og þriðja bindið ber þess merki. Þar sprengi ég upp söguformið og rifja upp þá fagurfræði sem ég heillaðist af sem ungur höfundur.“Visir/StefánHugrekki súrrealismans „Ég hef alltaf haft svo gaman af ólíkum formum. Þess vegna skrifaði ég m.a. á sínum tíma handritið að Reykjavik Whale Watching Massacre, fyrstu íslensku slægjumyndinni, vegna þess að mér fannst spennandi að finna þannig sögu stað í íslenskum veruleika og vera trúr miðlinum. Fólk skyldi ekkert í þessu, þetta gekk ekki upp, að maður sem væri að skrifa sautjándu aldar skáldsögu væri að skrifa hryllingsmynd og stoltur af því að Gunnar Hansen, hinn upprunalegi Leatherface, væri í smáhlutverki í myndinni. Þetta er bara það sem ég er. Það er alltaf þetta tvennt undir: Hámenning og alvarleg verkefni og svo önnur verkefni sem sækja í lágmenningu og hroða en eru unnin af sömu ást og virðingu. Þetta veitir mér gífurlegt frelsi. Ég kalla mig ekki súrrealista en ég kem þaðan. Nýlega áttaði ég mig á því að það sem ég lærði sem ungur höfundur, sem var á bólakafi í súrrealisma og annarri framúrstefnu, veitti mér hugrekki. Þannig að þegar ég er að skrifa og vinna í bókunum mínum þá hika ég ekki þegar skrýtnustu hugmyndirnar koma. En af því að ég er skólaður í gamla súrrealismanum þá hugsaði ég: Auðvitað. Það kemur alltaf þetta auðvitað og fólk bara tekur þessu eða hafnar því. Allt er mögulegt. Þegar skrýtnu hugmyndirnar koma þá er það höfundarins að leysa úr þeim og vinna þær. Leyfa þeim að gerast á sem bestan hátt.“Tími til að staldra við Í dag kl. 14 fer fram ritþing um Sjón í Gerðubergi og þangað eru allir áhugasamir velkomnir og aðgangur ókeypis. Þar verður líka margt að ræða enda höfundarverk Sjóns viðamikið eins og sjá má í nýrri bók Úlfhildar Dagsdóttir bókmenntafræðings sem sendi nýverið frá sér Sjónsbók, ævintýrið um höfundinn, súrrealisma og sýnir. Sjón segir að það hafi orðið að samkomulagi með þeim Úlfhildi að hann væri ekkert að skipta sér af þessu. „Samkomulaginu fylgdi einnig að hún gæti hvenær sem er haft samband og spurt mig út í fólk eða bækur eða hvað sem er. Þannig að þetta er algjörlega hennar verk og ég hlakka til þess að lesa þetta og ætli þetta verði ekki bara jólabókin mín, að ég lesi hana á jólunum. En þetta er auðvitað soldið sérstakt hvernig allt kemur núna á aðeins nokkrum vikum. Ópera í Danmörku þar sem ég samdi skorið, framtíðarbókasafnið, bókin mín, bókin hennar Úlfhildar og ritþingið. Þannig að maður er einhvern veginn staddur í einhverju samblandi af verklokum og hugsun til framtíðar. Ég er fimmtíu og fjögurra ára gamall, mér finnst ég vera ungur, en það er samt ágætis tími til þess að staldra við og hugsa um það hvert maður er kominn og hvert maður ætlar sér í framtíðinni.“Visir/StefánFortíðin og tungumálið Sjón lítur til baka og segir að honum finnist að áhuginn á þjóðsögum og goðsögum sem hefur fylgt honum frá því hann var krakki hafi mótað hann að miklu leyti. „Þessi áhugi gerir það að að verkum að maður fer að hugsa í ákveðnum stærðum. Maður kynnist því hvernig bókmenntirnar og menningin eru alltaf að skoða stærð mannsins andspænis reginöflunum. Goðafræðin er ekkert annað en það að maðurinn er að reyna að finna sér stað í hinu risavaxna samhengi kosmosins. Þetta hefur fylgt mér mjög lengi, að skynja verkefni mitt sem það að velta fyrir mér manninum í stóra tímanum og stóra samhenginu. Svo er það í rauninni líka ást á tungumálinu og textum sem hafa gert það að verkum að ég hef farið að skrifa skáldsögur í liðnum tíma. Rökkurbýsnir var til að mynda fyrir mér mikið ævintýri vegna þess að það gaf mér tækifæri til þess að lifa í hugsun fólks sem hafði verið uppi og hafði skoðað sjálft sig og heiminn fyrir upplýsinguna. Þessa miklu breytingu hins vestræna manns sem við höfum lifað við alla okkar tíð. Eina hættan þegar maður er að vinna með svona efni er að rannsóknarvinnan er svo skemmtileg. Tíminn sem maður ver við það að viða að sér efni og rekja spor fortíðar er svo tælandi að maður vildi helst bara vera þar. Svo þegar ég sest niður til þess að skrifa þá verður það að svona æ nú er ég kominn í vinnuna,“ segir Sjón og brosir.Framtíðin og skáldskapurinn En nú þarf Sjón að horfa til framtíðarinnar þar sem listakonan Katie Paterson hefur boðið honum að verða þriðji höfundurinn af hundrað, á eftir Margaret Atwood og David Mitchell, til þess að leggja handrit í framtíðarbókasafn listakonunnar. Sjón segir að það sé einmitt gott að fara með jákvætt viðhorf úr hinum súrrealíska skóla þar sem allt er mögulegt inn í þetta sérstaka verkefni. „Ég er einmitt núna í spurningaferlinu og að reyna að átta mig á því hvað ég vil gera. Hvaða efni sækir á mig? Þetta er soldið skrýtið. Þetta er eins og að vera í niðamyrkri og einhver afhendir þér boga og eina ör. Skjóttu. Það eru óteljandi möguleikar og þú veist ekkert hvert þú ert að fara. Á sama tíma þá kem ég að þessu með mína höfundarhugsun og afstöðu til bókmenntanna. Þetta er það sem er spennandi við þetta.“ Aðspurður hvort Sjón óttist ekkert að leggja inn verkið og sitja eftir með þá tilfinningu að fá aldrei að lifa viðtökurnar segir hann það óneitanlega vera sérstakt. „Samkvæmt reglum verkefnisins þá má ég ekki sýna neinum þetta. Ég er ekki viss um að höfundarnir tveir á undan mér hafi staðið við það að láta engan sjá þetta. Mig grunar að Margaret Atwood hafi sýnt tveimur eða þremur úr sinni nánustu fjölskyldu og að David Mitchell hafi mögulega leyft ritstjóranum sínum að sjá þetta. En það sem er skrýtnast er það að höfundurinn fær aldrei að sjá verkið aftur. Þú afhendir eina eintakið í heiminum. Þannig að eftir tvö, þrjú ár mun ég sem höfundur aðeins eiga minninguna um verkið og það finnst mér undarlegt. Ég veit að ég mun gleyma því og það mun bjagast í kollinum á mér alveg eins og bækur sem ég hef lesið eftir aðra. En auðvitað er það þannig að allir höfundar vonast til þess að einhvers staðar í framtíðinni sé hópur lesenda sem þeir munu aldrei kynnast eða heyra frá og það er eitthvað sem maður er vanur.“Viðtalið birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. október.
Menning Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira