Tilraunastarfsemin hluti sýningarinnar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. október 2016 09:15 "Ég er að reyna að mála þetta eins og lag fyrir lag, eins og flyksurnar eru, þær eru allar hver með sínum lit, þó alltaf skíni í annan lit á bak við,“ segir Þórgunnur. Mynd/Auðunn Níelsson „Verkin á sýningunni eru unnin út frá málningarflyksum sem ég fann þegar ég var að gera upp íbúðina mína sem er í húsi frá 1942,“ segir Þórgunnur Oddsdóttir um það sem fyrir augu ber í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri. Þeir sem fylgjast með Landanum á RÚV þekkja Þórgunni sem dagskrárgerðarmann en hún er líka myndlistarmaður og kann að skapa úr því sem í kring um hana er. Hér lýsir hún því nýjasta. „Þegar maður byrjar að skrapa málningu af dyrakörmum og víðar þá flagnar hún oft í skemmtileg form og ég fór að safna þessum flyksum saman, mér þótti þær svolítið fallegar og fannst vera saga í þeim, því ég gat rakið mig aftur í tímann. Svo voru margar þeirra eins og fjöll í laginu.“ „Finna má líkindi með lögum af málningu sem orðið hafa til á áratugum og jarðlögum sem ýmislegt má lesa úr,“ bendir Þórgunnur á. „Mig langaði að vinna eitthvað með þetta en vissi í fyrstu ekki hvernig ég ætti að koma því til skila.“ Hún kveðst hafa byrjað á að búa til verk úr málningarflyksunum sjálfum sem eru í 20 litum. Það er á sýningunni - innrammað. „Svo fór ég í Flüggerliti, skoðaði litakortið og reyndi að kaupa sömu tóna.“ Ekki segir Þórgunnur það hafa verið týpíska landslagsliti heldur pastelliti sem voru í húsinu hennar. „Ég setti mér þá reglu að nota litina hreina, en ekki blanda þá. Formin eru einföld og ég er að reyna að gera þetta eins og flyksurnar, þær eru allar hver með sínum lit, þó alltaf skíni svo í annan lit á bak við.“ En eru einhver líkindi með fjöllunum á myndunum og öðrum sem hún hefur séð eða kannast við? „Nei, ég hef forðast að reyna að gera einhver ákveðin fjöll en það er bara gaman ef fólk sér eitthvað út úr þeim sem það þekkir.“ Sýningin var í raun opnuð um síðustu helgi. Þá setti Þórgunnur upp vinnustofu í galleríinu og hefur verið síðustu kvöld, eftir vinnu á RÚV, að mála ný málverk sem eru innblásin af þeim litlu landslagsmálverkum sem hún fann í flyksunum. Hvernig hefur gengið? „Ég er alveg komin með slatta. Fólk hefur aðeins verið að reka inn nefið í vikunni og ég sé að það tengir við það sem ég er að gera, þannig að þetta hefur verið skemmtilegt. Ég var búin að vera að glíma við viðfangsefnið heima en svo fannst mér bara gaman að gera tilraunastarfsemina að hluta sýningarinnar, hafa ferlið með í stað þess að sýna verkin fullsköpuð. Nú er ég hætt og ætla að sýna afraksturinn í dag og á morgun í Mjólkurbúðinni sem er opin frá 14 til 17.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. október 2016. Menning Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Verkin á sýningunni eru unnin út frá málningarflyksum sem ég fann þegar ég var að gera upp íbúðina mína sem er í húsi frá 1942,“ segir Þórgunnur Oddsdóttir um það sem fyrir augu ber í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri. Þeir sem fylgjast með Landanum á RÚV þekkja Þórgunni sem dagskrárgerðarmann en hún er líka myndlistarmaður og kann að skapa úr því sem í kring um hana er. Hér lýsir hún því nýjasta. „Þegar maður byrjar að skrapa málningu af dyrakörmum og víðar þá flagnar hún oft í skemmtileg form og ég fór að safna þessum flyksum saman, mér þótti þær svolítið fallegar og fannst vera saga í þeim, því ég gat rakið mig aftur í tímann. Svo voru margar þeirra eins og fjöll í laginu.“ „Finna má líkindi með lögum af málningu sem orðið hafa til á áratugum og jarðlögum sem ýmislegt má lesa úr,“ bendir Þórgunnur á. „Mig langaði að vinna eitthvað með þetta en vissi í fyrstu ekki hvernig ég ætti að koma því til skila.“ Hún kveðst hafa byrjað á að búa til verk úr málningarflyksunum sjálfum sem eru í 20 litum. Það er á sýningunni - innrammað. „Svo fór ég í Flüggerliti, skoðaði litakortið og reyndi að kaupa sömu tóna.“ Ekki segir Þórgunnur það hafa verið týpíska landslagsliti heldur pastelliti sem voru í húsinu hennar. „Ég setti mér þá reglu að nota litina hreina, en ekki blanda þá. Formin eru einföld og ég er að reyna að gera þetta eins og flyksurnar, þær eru allar hver með sínum lit, þó alltaf skíni svo í annan lit á bak við.“ En eru einhver líkindi með fjöllunum á myndunum og öðrum sem hún hefur séð eða kannast við? „Nei, ég hef forðast að reyna að gera einhver ákveðin fjöll en það er bara gaman ef fólk sér eitthvað út úr þeim sem það þekkir.“ Sýningin var í raun opnuð um síðustu helgi. Þá setti Þórgunnur upp vinnustofu í galleríinu og hefur verið síðustu kvöld, eftir vinnu á RÚV, að mála ný málverk sem eru innblásin af þeim litlu landslagsmálverkum sem hún fann í flyksunum. Hvernig hefur gengið? „Ég er alveg komin með slatta. Fólk hefur aðeins verið að reka inn nefið í vikunni og ég sé að það tengir við það sem ég er að gera, þannig að þetta hefur verið skemmtilegt. Ég var búin að vera að glíma við viðfangsefnið heima en svo fannst mér bara gaman að gera tilraunastarfsemina að hluta sýningarinnar, hafa ferlið með í stað þess að sýna verkin fullsköpuð. Nú er ég hætt og ætla að sýna afraksturinn í dag og á morgun í Mjólkurbúðinni sem er opin frá 14 til 17.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. október 2016.
Menning Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira