Dylan og Megas Óttar Guðmundsson skrifar 22. október 2016 07:00 Aldamótaárið fékk Megas verðlaun Jónasar Hallgrímssonar fyrir framúrskarandi beitingu íslenskrar tungu. Margir urðu til að hneykslast yfir þessari verðlaunaveitingu og rifjuðu upp gamlar ávirðingar skáldsins. Menn sögðu að textar og flutningur væru algjörlega óskiljanleg enda gæti Megas ekki talað móðurmálið heldur muldraði ofan í barm sér á óræðan hátt. Gamall texti Megasar um Jónas og margfalda ógæfu hans var endurtekið rifjaður upp. Bæði Jónas Hall og íslenskan ættu betra skilið en þetta reginhneyksli. Á dögunum fékk Bob Dylan bókmenntaverðlaun Nóbels. Sömu gagnrýnisraddir hljóma nú úti um heim. Dylan er ekki verðlaunanna verður og gamli sprengjuefniskóngurinn Alfreð Nóbel á þetta ekki skilið. Menn segjast hvorki skilja upp né niður í snilldinni enda sé Dylan jafn óræður og gömul véfrétt. Margur gáfumaðurinn segir að Megas og Dylan séu tónlistarmenn og popparar en ekki viðurkennd skáld. Það er skilgreiningarvandi. Eiga menn að festast í gömlum staðalímyndum af fátæka skáldinu með alpahúfuna sem enginn kaupir né les? Getur ekki farandskáldið með gítarinn samið ódauðleg verk þótt framsetningin sé óhefðbundin? Þegar Megas fékk Jónasarverðlaunin óttaðist menntamálaráðuneytið hver yrðu viðbrögð utangarðsskáldsins. Nóbelsnefndin er farin að kvíða viðbrögðum og hegðun Dylans í Nóbelsmálsverðinum með sænsku kóngafjölskyldunni. Skrautið og snobbið kringum verðlaunin er langt frá þeirri ímynd sem Bob Dylan hefur skapað sér. Aðdáendur hans eiga erfitt með að ímynda sér hann í kjólfötum í innantómum orðræðum við sænska kónginn. Flestir veislugesta líta á hann sem boðflennu við þetta háborð listagyðjunnar. Megas gæti kannski lánað honum eina af perlum sínum í veganesti meðan hann hlustar á hátimbraðan hégómann og alla hræsnina: Afsakiði meðan að ég æli! Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Aldamótaárið fékk Megas verðlaun Jónasar Hallgrímssonar fyrir framúrskarandi beitingu íslenskrar tungu. Margir urðu til að hneykslast yfir þessari verðlaunaveitingu og rifjuðu upp gamlar ávirðingar skáldsins. Menn sögðu að textar og flutningur væru algjörlega óskiljanleg enda gæti Megas ekki talað móðurmálið heldur muldraði ofan í barm sér á óræðan hátt. Gamall texti Megasar um Jónas og margfalda ógæfu hans var endurtekið rifjaður upp. Bæði Jónas Hall og íslenskan ættu betra skilið en þetta reginhneyksli. Á dögunum fékk Bob Dylan bókmenntaverðlaun Nóbels. Sömu gagnrýnisraddir hljóma nú úti um heim. Dylan er ekki verðlaunanna verður og gamli sprengjuefniskóngurinn Alfreð Nóbel á þetta ekki skilið. Menn segjast hvorki skilja upp né niður í snilldinni enda sé Dylan jafn óræður og gömul véfrétt. Margur gáfumaðurinn segir að Megas og Dylan séu tónlistarmenn og popparar en ekki viðurkennd skáld. Það er skilgreiningarvandi. Eiga menn að festast í gömlum staðalímyndum af fátæka skáldinu með alpahúfuna sem enginn kaupir né les? Getur ekki farandskáldið með gítarinn samið ódauðleg verk þótt framsetningin sé óhefðbundin? Þegar Megas fékk Jónasarverðlaunin óttaðist menntamálaráðuneytið hver yrðu viðbrögð utangarðsskáldsins. Nóbelsnefndin er farin að kvíða viðbrögðum og hegðun Dylans í Nóbelsmálsverðinum með sænsku kóngafjölskyldunni. Skrautið og snobbið kringum verðlaunin er langt frá þeirri ímynd sem Bob Dylan hefur skapað sér. Aðdáendur hans eiga erfitt með að ímynda sér hann í kjólfötum í innantómum orðræðum við sænska kónginn. Flestir veislugesta líta á hann sem boðflennu við þetta háborð listagyðjunnar. Megas gæti kannski lánað honum eina af perlum sínum í veganesti meðan hann hlustar á hátimbraðan hégómann og alla hræsnina: Afsakiði meðan að ég æli! Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun