Sagan segist vel á þennan máta Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 21. október 2016 09:30 Búningarnir hafa fylgt sýningunni frá því hún var frumsýnd árið 1994. Þeir eru eftir danskan hönnuð og eru í endurreisnarstíl. „Ég hef það mjög gott. Það hefði verið gífurlega gaman að vera kominn heim á frumsýninguna í Bíói Paradís en þannig stendur á að dansflokkurinn minn er með frumsýningu í Los Angeles á sama tíma. Ég er að hendast þangað,“ segir ballettstjórinn Helgi Tómasson en rómaður ballett hans um Rómeó og Júlíu, í uppfærslu San Francisco ballettsins, verður sýndur í bestu mögulegu hljóð- og myndgæðum í Bíói Paradís í kvöld. „Sýningin er mín útgáfa af þessari klassísku sögu. Ég samdi öll spor og hreyfingar eftir því hvernig ég heyrði músíkina og sá hlutina fyrir mér. En ég fékk annan mann til að æfa dansarana í skylmingum,“ segir Helgi. Ballettinn hans, Rómeó og Júlía var frumsýndur árið 1994 og vakti strax mikla hrifningu. Um viðamikla sýningu er að ræða sem hefur verið sett upp víða í stórborgum erlendis, meðal annars í Washington og Los Angeles. Búningarnir hafa verið hinir sömu frá upphafi. Þeir eru í endurreisnarstíl.Helgi hefði viljað vera kominn heim fyrir frumsýninguna á Íslandi í kvöld.Mynd/Erik TomassonMargar ballettútgáfur eru til af Rómeó og Júlíu, Helgi kveðst hafa séð nokkrar þeirra þegar hann var yngri en aldrei haft tækifæri til að dansa í þeim, sem hafi verið til bóta þegar hann samdi sína útgáfu. Hann telur efnið algerlega tímalaust. „Þó að sagan sé frá miðöldum gæti hún gerst á öllum tímum, meðal annars í dag og tónlistin eftir Prokofiev er alveg stórkostleg svo þetta er einn af alvinsælustu ballettum sem sýndir eru í heiminum og alveg við hliðina á Svanavatninu.“ Kvikmyndin var frumsýnd í byrjun síðasta árs. Helgi er mjög ánægður með hvernig til tókst. „Sá sem var bak við tökuvélarnar heitir Tomas Grimm, er þýskur en býr í Kaupmannahöfn og er giftur fyrrum ballettdansara hjá konunglega ballettinum þar. Hann hefur næma tilfinningu fyrir dansi og hefur gert margar danskvikmyndir svo ég fékk hann í þetta verkefni. Svo fór ég til Berlínar til að vera með honum í eftirvinnslunni. Það voru svo margar myndavélar í salnum og því var hægt að velja saman sjónarhornin. Þetta tókst gífurlega vel og það er mikið um nærmyndir af fólkinu og túlkun þess á tilfinningum. Sagan segist vel á þennan máta og ég vona að þið heima njótið sýningarinnar,“ segir hann og bætir við. „Mér skilst að haustlægðirnar séu eitthvað að hrella ykkur þessa dagana. Þá er nú gott að fara í bíó.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. október 2016. Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég hef það mjög gott. Það hefði verið gífurlega gaman að vera kominn heim á frumsýninguna í Bíói Paradís en þannig stendur á að dansflokkurinn minn er með frumsýningu í Los Angeles á sama tíma. Ég er að hendast þangað,“ segir ballettstjórinn Helgi Tómasson en rómaður ballett hans um Rómeó og Júlíu, í uppfærslu San Francisco ballettsins, verður sýndur í bestu mögulegu hljóð- og myndgæðum í Bíói Paradís í kvöld. „Sýningin er mín útgáfa af þessari klassísku sögu. Ég samdi öll spor og hreyfingar eftir því hvernig ég heyrði músíkina og sá hlutina fyrir mér. En ég fékk annan mann til að æfa dansarana í skylmingum,“ segir Helgi. Ballettinn hans, Rómeó og Júlía var frumsýndur árið 1994 og vakti strax mikla hrifningu. Um viðamikla sýningu er að ræða sem hefur verið sett upp víða í stórborgum erlendis, meðal annars í Washington og Los Angeles. Búningarnir hafa verið hinir sömu frá upphafi. Þeir eru í endurreisnarstíl.Helgi hefði viljað vera kominn heim fyrir frumsýninguna á Íslandi í kvöld.Mynd/Erik TomassonMargar ballettútgáfur eru til af Rómeó og Júlíu, Helgi kveðst hafa séð nokkrar þeirra þegar hann var yngri en aldrei haft tækifæri til að dansa í þeim, sem hafi verið til bóta þegar hann samdi sína útgáfu. Hann telur efnið algerlega tímalaust. „Þó að sagan sé frá miðöldum gæti hún gerst á öllum tímum, meðal annars í dag og tónlistin eftir Prokofiev er alveg stórkostleg svo þetta er einn af alvinsælustu ballettum sem sýndir eru í heiminum og alveg við hliðina á Svanavatninu.“ Kvikmyndin var frumsýnd í byrjun síðasta árs. Helgi er mjög ánægður með hvernig til tókst. „Sá sem var bak við tökuvélarnar heitir Tomas Grimm, er þýskur en býr í Kaupmannahöfn og er giftur fyrrum ballettdansara hjá konunglega ballettinum þar. Hann hefur næma tilfinningu fyrir dansi og hefur gert margar danskvikmyndir svo ég fékk hann í þetta verkefni. Svo fór ég til Berlínar til að vera með honum í eftirvinnslunni. Það voru svo margar myndavélar í salnum og því var hægt að velja saman sjónarhornin. Þetta tókst gífurlega vel og það er mikið um nærmyndir af fólkinu og túlkun þess á tilfinningum. Sagan segist vel á þennan máta og ég vona að þið heima njótið sýningarinnar,“ segir hann og bætir við. „Mér skilst að haustlægðirnar séu eitthvað að hrella ykkur þessa dagana. Þá er nú gott að fara í bíó.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. október 2016.
Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp