Lokatölur og meðaltal úr laxveiðiánum Karl Lúðvíksson skrifar 31. október 2016 14:00 Öllum laxveiðiánum hefur nú verið lokað og stangveiðimenn gera víst ekki fleiri veiðitúra í ár en telja bara niður dagana í næsta tímabil. Við tókum saman nokkrar veiðitölur í ljósi umræðna um að sumarið hafi verið erfitt, undir meðallagi eða hreinlega slappt miðað við fullyrðingar margar veiðimanna án þess að slíkum fullyrðinum sé fylgt eftir með neinni tölfræði. Við viljum þess vegna aðeins skella í nokkrar tölur þar sem heildarveiði sumarsins og meðalveiði síðustu fimm ára er borin saman og það gefur þá smá mynd um hvernig veiðin var í ánni. Þeir sem hafa gaman af þessari tölfræði geta síðan skoðað þetta betur á www.angling.isEf við skoðum ánna sem er í fyrsta sæti á topp 5 listanum hjá Landssambandi Veiðifélaga þá kemur það fáum á óvart að það sé Ytri Rangá. Það veiddust 9.323 laxar í henni í sumar en meðalveiðn í henni er 6.200 laxar á síðustu fimm árum. Miðfjarðará er næst á listanum með 4.338 laxa og fimm ára meðalveiði uppá 3.467 laxa. Eystri Rangá gaf 3.229 laxa í sumar en þar vantar þó lokatölu sem gæti numið 20-30 löxum. Meðalveiðin í henni síðustu fimm ár er 3.261 lax. Blanda er svo í fjórða sæti með 2.386 laxa í sumar og með 2.514 laxa meðaltl síðustu fimm ár. Fimmta áinn er svo Þverá og Kjarrá með 1.902 laxa í sumar og 1.914 laxa meðaltal á fimm árum. Það er því samkvæmt þessu ekki hægt að kvarta yfir fimm ára meðaltali fimm bestu ánna og þegar listinn er skoðaður neðar er staðan svipuð í flestum ánum en þó ekki öllum. Sumarið var heilt yfir um meðallag með heldur lakari eins árs göngum en menn áttu von á en þeim mun betri tveggja ára laxagöngum og hvað varðar laxa sem eru 100 sm og stærri var þetta sumar algjört met. Mest lesið Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði Flekkudalsá til SVFR Veiði Koma fyrstu laxarnir á land 5. júní? Veiði Fyrsta hollið í Blöndu með 23 laxa Veiði Bubbi lét húðflúra laxaflugu á handlegginn Veiði Sumarhátíð SVFR haldin næsta laugardag Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Miðfjarðará aflahæst sjálfbæru ánna Veiði 243 laxar komnir á land í Selá Veiði
Öllum laxveiðiánum hefur nú verið lokað og stangveiðimenn gera víst ekki fleiri veiðitúra í ár en telja bara niður dagana í næsta tímabil. Við tókum saman nokkrar veiðitölur í ljósi umræðna um að sumarið hafi verið erfitt, undir meðallagi eða hreinlega slappt miðað við fullyrðingar margar veiðimanna án þess að slíkum fullyrðinum sé fylgt eftir með neinni tölfræði. Við viljum þess vegna aðeins skella í nokkrar tölur þar sem heildarveiði sumarsins og meðalveiði síðustu fimm ára er borin saman og það gefur þá smá mynd um hvernig veiðin var í ánni. Þeir sem hafa gaman af þessari tölfræði geta síðan skoðað þetta betur á www.angling.isEf við skoðum ánna sem er í fyrsta sæti á topp 5 listanum hjá Landssambandi Veiðifélaga þá kemur það fáum á óvart að það sé Ytri Rangá. Það veiddust 9.323 laxar í henni í sumar en meðalveiðn í henni er 6.200 laxar á síðustu fimm árum. Miðfjarðará er næst á listanum með 4.338 laxa og fimm ára meðalveiði uppá 3.467 laxa. Eystri Rangá gaf 3.229 laxa í sumar en þar vantar þó lokatölu sem gæti numið 20-30 löxum. Meðalveiðin í henni síðustu fimm ár er 3.261 lax. Blanda er svo í fjórða sæti með 2.386 laxa í sumar og með 2.514 laxa meðaltl síðustu fimm ár. Fimmta áinn er svo Þverá og Kjarrá með 1.902 laxa í sumar og 1.914 laxa meðaltal á fimm árum. Það er því samkvæmt þessu ekki hægt að kvarta yfir fimm ára meðaltali fimm bestu ánna og þegar listinn er skoðaður neðar er staðan svipuð í flestum ánum en þó ekki öllum. Sumarið var heilt yfir um meðallag með heldur lakari eins árs göngum en menn áttu von á en þeim mun betri tveggja ára laxagöngum og hvað varðar laxa sem eru 100 sm og stærri var þetta sumar algjört met.
Mest lesið Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði Flekkudalsá til SVFR Veiði Koma fyrstu laxarnir á land 5. júní? Veiði Fyrsta hollið í Blöndu með 23 laxa Veiði Bubbi lét húðflúra laxaflugu á handlegginn Veiði Sumarhátíð SVFR haldin næsta laugardag Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Miðfjarðará aflahæst sjálfbæru ánna Veiði 243 laxar komnir á land í Selá Veiði