Hyundai kynnir pallbíl í Sao Paulo Finnur Thorlacius skrifar 9. nóvember 2016 08:47 Hyundai Creta STC í Sao Paulo. Nú fer fram bílasýning í Sao Paulo í Brasilíu og þar sýnir Hyundai nýjan pallbíll sem fengið hefur nafnið Creta STC. Þessi bíll er smíðaður á grunni Hyundai i25 bílsins. Bíllinn er 4,65 metrar á lengd, 1,85 cm breiður og 2,80 metrar eru á milli öxla hans. Bíllinn er á risastórum 21 tommu felgum og fyrir vikið æði sportlegur. Bíllinn er teiknaður í hönnunarstúdíói Hyundai í S-Kóreu og er nokkuð djarfur í útliti og framúrstefnulegur. Þessi bíll er ætlaður yngri kaupendum og að minnsta kosti í fyrstu ætlaður á markað í S-Ameríku. Bíllinn mun bæði fást í “double-cab” útgáfu með sæti fyrir 5, sem og í styttri útgáfu aðeins með framsæti. Innanrými í lengri útfærslunni er afar gott og í henni opnast aftari hurðirnar öfugt við það sem gengur og gerist með flesta fjögurra hurða bíla og fyrir vikið er aðgengið til aftursætanna einkar gott. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent
Nú fer fram bílasýning í Sao Paulo í Brasilíu og þar sýnir Hyundai nýjan pallbíll sem fengið hefur nafnið Creta STC. Þessi bíll er smíðaður á grunni Hyundai i25 bílsins. Bíllinn er 4,65 metrar á lengd, 1,85 cm breiður og 2,80 metrar eru á milli öxla hans. Bíllinn er á risastórum 21 tommu felgum og fyrir vikið æði sportlegur. Bíllinn er teiknaður í hönnunarstúdíói Hyundai í S-Kóreu og er nokkuð djarfur í útliti og framúrstefnulegur. Þessi bíll er ætlaður yngri kaupendum og að minnsta kosti í fyrstu ætlaður á markað í S-Ameríku. Bíllinn mun bæði fást í “double-cab” útgáfu með sæti fyrir 5, sem og í styttri útgáfu aðeins með framsæti. Innanrými í lengri útfærslunni er afar gott og í henni opnast aftari hurðirnar öfugt við það sem gengur og gerist með flesta fjögurra hurða bíla og fyrir vikið er aðgengið til aftursætanna einkar gott.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent