Ólafía ísköld í eyðimörkinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. nóvember 2016 06:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur spilað frábært golf í Abú Dabí en hún hitti 17 af 18 flötum á öðrum degi og fékk sjö fugla. vísir/let „Þetta var skemmtilegur dagur. Ég var að slá ótrúlega vel og koma mér í færi sem ég náði svo að nýta mér,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR og ríkjandi Íslandsmeistari í höggleik, eftir frábæran annan hring á sterku móti í Abú Dabí sem er hluti af Evrópumótaröð kvenna. Ólafía Þórunn fer á kostum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum en eftir að fara fyrsta hringinn á 65 höggum eða sjö höggum undir pari spilaði hún annan hring í gær á 66 höggum eða sex höggum undir pari. Hún er í heildina búin að fá fimmtán fugla á fyrstu 36 holunum og er í forystu í mótinu eftir fyrri tvo keppnisdagana á þrettán höggum undir pari. Hún er með þriggja högga forskot fyrir helgina. Ólafía Þórunn hitti 17 af 18 flötum sem er náttúrlega magnað og var því í ágætu færi nánast á hverri einustu holu. „Þessi völlur hentar mér vel. Ég elska þessar flatir. Ég kom mér líka í færi sem ég hefði getað nýtt betur. Þetta var samt alveg geggjaður dagur,“ sagði Ólafía Þórunn sem spilaði nánast fullkomið golf á Saadiyat-golfvellinum í Abú Dabí í gær.Síminn að springa Þessi 24 ára gamli tvöfaldi Íslandsmeistari sýndi enga taugaspennu á öðrum hring þrátt fyrir að vera í forystunni eftir þann fyrsta. „Það er ég sem ræð því hvort þetta hefur áhrif á mig eða ekki. Ég gerði allt bara eins og á fyrsta hringnum og bætti engri pressu á mig,“ sagði Ólafía Þórunn en hún segist ekki finna fyrir neinum taugatitringi úti á vellinum þrátt fyrir að vera að spila við sumar af þeim bestu. „Í rauninni var ekkert stress í mér og það kom kannski aðeins á óvart. Það var bara svo gaman í gær því allir á Íslandi voru svo glaðir fyrir mína hönd. Síminn var að springa af skilaboðum. Ég þarf bara að vera róleg núna og vonandi tekst mér það,“ sagði Ólafía Þórunn.Milljónir í boði Fari svo að Reykvíkingurinn haldi áfram að spila svona vel og vinni mótið fær hún 9,1 milljón króna í sigurlaun. Takist það mun hún ellefufalda heildarverðlaunafð sitt í Evrópumótaröðinni til þessa og rúmlega það. Ólafía hefur þrisvar sinnum fengið verðlaunafé fyrir þátttöku á LET-mótaröðinni og eru heildartekjurnar 790.000 krónur. Minnst fékk Ólafía 200.000 krónur fyrir að hafna í 44. sæti á móti í Andalúsíu en mest fékk hún ríflega hálfa milljón þegar hún náði 16. sæti á Tipsport Golf-meistaramótinu. „Þetta er alveg frábært. Ég er ekkert taugaóstyrk heldur reyni ég bara að halda mér í núinu og spila vel. Vonandi get ég haldið svona áfram,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Golf Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
„Þetta var skemmtilegur dagur. Ég var að slá ótrúlega vel og koma mér í færi sem ég náði svo að nýta mér,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR og ríkjandi Íslandsmeistari í höggleik, eftir frábæran annan hring á sterku móti í Abú Dabí sem er hluti af Evrópumótaröð kvenna. Ólafía Þórunn fer á kostum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum en eftir að fara fyrsta hringinn á 65 höggum eða sjö höggum undir pari spilaði hún annan hring í gær á 66 höggum eða sex höggum undir pari. Hún er í heildina búin að fá fimmtán fugla á fyrstu 36 holunum og er í forystu í mótinu eftir fyrri tvo keppnisdagana á þrettán höggum undir pari. Hún er með þriggja högga forskot fyrir helgina. Ólafía Þórunn hitti 17 af 18 flötum sem er náttúrlega magnað og var því í ágætu færi nánast á hverri einustu holu. „Þessi völlur hentar mér vel. Ég elska þessar flatir. Ég kom mér líka í færi sem ég hefði getað nýtt betur. Þetta var samt alveg geggjaður dagur,“ sagði Ólafía Þórunn sem spilaði nánast fullkomið golf á Saadiyat-golfvellinum í Abú Dabí í gær.Síminn að springa Þessi 24 ára gamli tvöfaldi Íslandsmeistari sýndi enga taugaspennu á öðrum hring þrátt fyrir að vera í forystunni eftir þann fyrsta. „Það er ég sem ræð því hvort þetta hefur áhrif á mig eða ekki. Ég gerði allt bara eins og á fyrsta hringnum og bætti engri pressu á mig,“ sagði Ólafía Þórunn en hún segist ekki finna fyrir neinum taugatitringi úti á vellinum þrátt fyrir að vera að spila við sumar af þeim bestu. „Í rauninni var ekkert stress í mér og það kom kannski aðeins á óvart. Það var bara svo gaman í gær því allir á Íslandi voru svo glaðir fyrir mína hönd. Síminn var að springa af skilaboðum. Ég þarf bara að vera róleg núna og vonandi tekst mér það,“ sagði Ólafía Þórunn.Milljónir í boði Fari svo að Reykvíkingurinn haldi áfram að spila svona vel og vinni mótið fær hún 9,1 milljón króna í sigurlaun. Takist það mun hún ellefufalda heildarverðlaunafð sitt í Evrópumótaröðinni til þessa og rúmlega það. Ólafía hefur þrisvar sinnum fengið verðlaunafé fyrir þátttöku á LET-mótaröðinni og eru heildartekjurnar 790.000 krónur. Minnst fékk Ólafía 200.000 krónur fyrir að hafna í 44. sæti á móti í Andalúsíu en mest fékk hún ríflega hálfa milljón þegar hún náði 16. sæti á Tipsport Golf-meistaramótinu. „Þetta er alveg frábært. Ég er ekkert taugaóstyrk heldur reyni ég bara að halda mér í núinu og spila vel. Vonandi get ég haldið svona áfram,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Golf Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira