BL með meira en fjórðungs markaðshlutdeild Finnur Thorlacius skrifar 3. nóvember 2016 15:23 Hyundai er söluhæsta einstaka bílamerki BL og þriðja söluhæsta bílamerkið alls á eftir Toyota og Kia. Ríflega fjórði hver nýr bíll sem keyptur hefur verið hér á landi í ár er frá Bílaumboðinu BL, en BL er með 26% markaðshlutdeild það sem af er árinu. Næst þar á eftir kemur Hekla með 18% hlutdeild, þá Toyota með 17,2% og Brimborg með 12,4%. Alls eru því þessi fjögur stærstu umboð með 73,6% markaðarins. Nær víst er að BL muni fara yfir 5.000 bíla sölu í ár, en til enda október hefur umboðið selt 4.750 bíla og seldi 248 í síðasta mánuði. Ef það sama verður uppá teningnum á þeim tveimur mánuðum sem eftir eru af árinu verður salan því um 5.250 bílar. Með sömu reikningsaðferð mun Hekla selja um 3.670 bíla ár, Toyota 3.440 og Brimborg 2.550 bíla. Heildarsala nýrra bíla árinu stefnir því, með sömu reiknisaðferðum, í 20.070 bíla og mjög gott söluár. Með þeim fjölda mun meðalaldur bíla á landinu lækka og hefur slíkt ekki gerst frá hruni. Hafa verður þó í huga að af þeim 18.283 bílum sem selst hafa á árinu til loka október eru 8.345 til bílaleiga, en þeir enda engu að síður flestir í eigu almennings og fyrirtækja.BL hefur umtalsvert forskot á önnur bílaumboð á Íslandi í ár. Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent
Ríflega fjórði hver nýr bíll sem keyptur hefur verið hér á landi í ár er frá Bílaumboðinu BL, en BL er með 26% markaðshlutdeild það sem af er árinu. Næst þar á eftir kemur Hekla með 18% hlutdeild, þá Toyota með 17,2% og Brimborg með 12,4%. Alls eru því þessi fjögur stærstu umboð með 73,6% markaðarins. Nær víst er að BL muni fara yfir 5.000 bíla sölu í ár, en til enda október hefur umboðið selt 4.750 bíla og seldi 248 í síðasta mánuði. Ef það sama verður uppá teningnum á þeim tveimur mánuðum sem eftir eru af árinu verður salan því um 5.250 bílar. Með sömu reikningsaðferð mun Hekla selja um 3.670 bíla ár, Toyota 3.440 og Brimborg 2.550 bíla. Heildarsala nýrra bíla árinu stefnir því, með sömu reiknisaðferðum, í 20.070 bíla og mjög gott söluár. Með þeim fjölda mun meðalaldur bíla á landinu lækka og hefur slíkt ekki gerst frá hruni. Hafa verður þó í huga að af þeim 18.283 bílum sem selst hafa á árinu til loka október eru 8.345 til bílaleiga, en þeir enda engu að síður flestir í eigu almennings og fyrirtækja.BL hefur umtalsvert forskot á önnur bílaumboð á Íslandi í ár.
Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent