Ólafía Þórunn í toppsætinu eftir fyrsta hring í Abú Dabí: Til heiðurs frænku hennar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2016 14:10 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir slær hér í morgun. Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilaði frábærlega á fyrsta keppnisdegi á sterku móti á LET Evrópumótaröð kvenna sem fram fer í Abú Dabí. Hún er í efsta sæti eftir fyrsta hringinn en íslenskur kylfingur hefur aldrei áður staðið í þessum sporum á móti í þessum styrkleikaflokki. Ólafía Þórunn lék fyrstu átján holurnar á 65 höggum eða sjö höggum undir pari. Hún spilaði á einu höggi betur en hin bandaríska Beth Allen. Það er hægt að sjá stöðuna hér. Það eru miklir peningar í boði á mótinu eða um 62 milljónir íslenskra króna. Ólafía Þórunn gæti unnið sér inn háa upphæð takist henni að halda sér á toppnum eða meðal efstu kvenna. Það eru hinsvegar þrír hringir eftir og því getur mikið gerst á þeim tíma. „Ég var eiginlega smá leið í dag þar sem að frænka mín sem mér þótti vænt um lést í gær. Hún passaði mig alltaf þegar ég var lítil þegar foreldrar mínir fóru erlendis í golfferðir. Ég var alltaf að hugsa um hana í dag. Það setur hlutina í samhengi þegar eitthvað svona gerist, það er svo margt sem er mikilvægara en golf. En ég segi að þessi hringur hafi verið henni til heiðurs,“ sagði Ólafía í samtali við heimasíðu Golfsambandsins. „Kristinn Jósep bróðir minn var að reyna að hjálpa mér og hressa mig við í dag. Hann stóð sig mjög vel í dag, ég er mjög þakklát fyrir það. Ég var að gera allt vel í dag. Sló boltann nálægt holu og svo púttaði ég frábærlega. Ég er betur undirbúin fyrir þetta mót. Átti góðan æfingahring í fyrradag og svo frábæran æfingadag í gær, æfði vel og svo fór ég í keppnir við Oliviu vinkonu mína og reyndi að hafa gaman í leiðinni,“ sagði Ólafía við golf.is í morgun. Golf Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Fleiri fréttir Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilaði frábærlega á fyrsta keppnisdegi á sterku móti á LET Evrópumótaröð kvenna sem fram fer í Abú Dabí. Hún er í efsta sæti eftir fyrsta hringinn en íslenskur kylfingur hefur aldrei áður staðið í þessum sporum á móti í þessum styrkleikaflokki. Ólafía Þórunn lék fyrstu átján holurnar á 65 höggum eða sjö höggum undir pari. Hún spilaði á einu höggi betur en hin bandaríska Beth Allen. Það er hægt að sjá stöðuna hér. Það eru miklir peningar í boði á mótinu eða um 62 milljónir íslenskra króna. Ólafía Þórunn gæti unnið sér inn háa upphæð takist henni að halda sér á toppnum eða meðal efstu kvenna. Það eru hinsvegar þrír hringir eftir og því getur mikið gerst á þeim tíma. „Ég var eiginlega smá leið í dag þar sem að frænka mín sem mér þótti vænt um lést í gær. Hún passaði mig alltaf þegar ég var lítil þegar foreldrar mínir fóru erlendis í golfferðir. Ég var alltaf að hugsa um hana í dag. Það setur hlutina í samhengi þegar eitthvað svona gerist, það er svo margt sem er mikilvægara en golf. En ég segi að þessi hringur hafi verið henni til heiðurs,“ sagði Ólafía í samtali við heimasíðu Golfsambandsins. „Kristinn Jósep bróðir minn var að reyna að hjálpa mér og hressa mig við í dag. Hann stóð sig mjög vel í dag, ég er mjög þakklát fyrir það. Ég var að gera allt vel í dag. Sló boltann nálægt holu og svo púttaði ég frábærlega. Ég er betur undirbúin fyrir þetta mót. Átti góðan æfingahring í fyrradag og svo frábæran æfingadag í gær, æfði vel og svo fór ég í keppnir við Oliviu vinkonu mína og reyndi að hafa gaman í leiðinni,“ sagði Ólafía við golf.is í morgun.
Golf Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Fleiri fréttir Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti