Norðmenn framlengja stuðning við rafmagnsbílakaup til 2020 Finnur Thorlacius skrifar 17. nóvember 2016 13:27 Rafmagnsbílar í hleðslu á bílastæði í Noregi. Til stóð við næstu áramót hjá norskum yfirvöldum að hætta stuðningi við kaup á rafmagnsbílum með skattaafsláttum. Norska ríkið hefur nú hætt við þessi áform sín og hefur framlengt stuðninginn, eða skattleysið til ársins 2020. Noregur hefur verið fremst þjóða í kaupum á rafmagnsbílum og á þessu ári eru 28,8% allra nýrra seldra bíla annaðhvort rafmagnsbílar eða tengiltvinnbílar. Af þessum 28,8% voru 19% hreinræktaðir rafmagnsbílar og 9,8% tengiltvinnbílar. Stefna norska ríkisins er að árið 2025 verði engir nýir bílar með brunavél seldir og allir bílar umhverfisvænir. Þar sem aðeins 9 ár eru til þess tíma kemur ákvörðunin ef til vill ekki mikið á óvart. Því má búast við því að Norðmenn haldi áfram af krafti að kaupa rafmagnsbíla og tengiltvinnbíla, enda eru þeir eins og hér á landi ódýrir og að auki njóta Norðmenn með þeim ýmissa fríðinda eins og að fá að aka á strætóakreinum, leggja frítt í stæði og fá ókeypis í gegnum göng og yfir brýr þar sem aðrir ökumenn eru rukkaðir. Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent
Til stóð við næstu áramót hjá norskum yfirvöldum að hætta stuðningi við kaup á rafmagnsbílum með skattaafsláttum. Norska ríkið hefur nú hætt við þessi áform sín og hefur framlengt stuðninginn, eða skattleysið til ársins 2020. Noregur hefur verið fremst þjóða í kaupum á rafmagnsbílum og á þessu ári eru 28,8% allra nýrra seldra bíla annaðhvort rafmagnsbílar eða tengiltvinnbílar. Af þessum 28,8% voru 19% hreinræktaðir rafmagnsbílar og 9,8% tengiltvinnbílar. Stefna norska ríkisins er að árið 2025 verði engir nýir bílar með brunavél seldir og allir bílar umhverfisvænir. Þar sem aðeins 9 ár eru til þess tíma kemur ákvörðunin ef til vill ekki mikið á óvart. Því má búast við því að Norðmenn haldi áfram af krafti að kaupa rafmagnsbíla og tengiltvinnbíla, enda eru þeir eins og hér á landi ódýrir og að auki njóta Norðmenn með þeim ýmissa fríðinda eins og að fá að aka á strætóakreinum, leggja frítt í stæði og fá ókeypis í gegnum göng og yfir brýr þar sem aðrir ökumenn eru rukkaðir.
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent