Norðmenn framlengja stuðning við rafmagnsbílakaup til 2020 Finnur Thorlacius skrifar 17. nóvember 2016 13:27 Rafmagnsbílar í hleðslu á bílastæði í Noregi. Til stóð við næstu áramót hjá norskum yfirvöldum að hætta stuðningi við kaup á rafmagnsbílum með skattaafsláttum. Norska ríkið hefur nú hætt við þessi áform sín og hefur framlengt stuðninginn, eða skattleysið til ársins 2020. Noregur hefur verið fremst þjóða í kaupum á rafmagnsbílum og á þessu ári eru 28,8% allra nýrra seldra bíla annaðhvort rafmagnsbílar eða tengiltvinnbílar. Af þessum 28,8% voru 19% hreinræktaðir rafmagnsbílar og 9,8% tengiltvinnbílar. Stefna norska ríkisins er að árið 2025 verði engir nýir bílar með brunavél seldir og allir bílar umhverfisvænir. Þar sem aðeins 9 ár eru til þess tíma kemur ákvörðunin ef til vill ekki mikið á óvart. Því má búast við því að Norðmenn haldi áfram af krafti að kaupa rafmagnsbíla og tengiltvinnbíla, enda eru þeir eins og hér á landi ódýrir og að auki njóta Norðmenn með þeim ýmissa fríðinda eins og að fá að aka á strætóakreinum, leggja frítt í stæði og fá ókeypis í gegnum göng og yfir brýr þar sem aðrir ökumenn eru rukkaðir. Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent
Til stóð við næstu áramót hjá norskum yfirvöldum að hætta stuðningi við kaup á rafmagnsbílum með skattaafsláttum. Norska ríkið hefur nú hætt við þessi áform sín og hefur framlengt stuðninginn, eða skattleysið til ársins 2020. Noregur hefur verið fremst þjóða í kaupum á rafmagnsbílum og á þessu ári eru 28,8% allra nýrra seldra bíla annaðhvort rafmagnsbílar eða tengiltvinnbílar. Af þessum 28,8% voru 19% hreinræktaðir rafmagnsbílar og 9,8% tengiltvinnbílar. Stefna norska ríkisins er að árið 2025 verði engir nýir bílar með brunavél seldir og allir bílar umhverfisvænir. Þar sem aðeins 9 ár eru til þess tíma kemur ákvörðunin ef til vill ekki mikið á óvart. Því má búast við því að Norðmenn haldi áfram af krafti að kaupa rafmagnsbíla og tengiltvinnbíla, enda eru þeir eins og hér á landi ódýrir og að auki njóta Norðmenn með þeim ýmissa fríðinda eins og að fá að aka á strætóakreinum, leggja frítt í stæði og fá ókeypis í gegnum göng og yfir brýr þar sem aðrir ökumenn eru rukkaðir.
Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent