Alaska Air notar eldsneyti úr trjám Finnur Thorlacius skrifar 17. nóvember 2016 10:41 Fyllt á eldsneyti flugvélar Alaska Air. Á mánudaginn síðastliðinn flaug flugvél frá Alaska Air milli Seattle og Washington og í eldsneytistönkum hennar var að 20% hluta isobútanól sem unnið er úr sellulosa úr trjám. Þetta flug markar þau tímamót að nota afurðir trjáa í eldsneyti á flugvélar. Flugvélin notaði alls 4.100 lítra af þessu eldsneyti á flugi sínu og sparaði því jafn mikið af jarðefnaeldsneyti. Þessi nýjung er afrakstur 4,5 milljarða rannsóknarvinnu USDA National Institute of Fodd and Agriculture hjá Washington State háskólanum, í samstarfi við Northwest Advanced Renewables Alliance. Því er spáð að flug muni tvöfaldast í heiminum á næstu 20 árum og því er mikilvægt að flugbransinn finni leiðir til að taka þátt í því að skipta út notkun jarðefnaeldsneytis með öðrum orkugjöfum. United Airlines hefur fjárfest í Fulcrum Bioenergy og FedEx kaupir milljónir gallona af lífefnaeldsneyti af Red Rock Biofuels og eru það ágæt dæmi um þá viðleitni flutningfyrirtækja að sækja á þessi mið. Virgin Atlantic flaug sitt fyrsta flug með lífefnaeldsneyti árið 2008 og Boeing hefur rannsakað hvort noti megi lífefnaeldsneyti úr þangi. Alaska Air hefur áður notað lífefnaeldsneyti í flugvélar sínar sem unnið var úr korni, en notkun lífefnaeldsneyti úr trjám hefur ekki áður verið notað í flugvélar. Ef allt flug Alaska Air notaðist að 20% hluta við lífefnaeldsneyti úr trjám jafngilti það því að 30.000 bílar væru teknir úr umferð með tilsvarandi sparnaði á jarðefnaeldsneyti. Birgi Alaska Air á trjálífefnaeldsneytinu vonast til að ná verði á hvert gallon niður í 3,5 til 4,5 dollara, eða 103-132 krónur. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent
Á mánudaginn síðastliðinn flaug flugvél frá Alaska Air milli Seattle og Washington og í eldsneytistönkum hennar var að 20% hluta isobútanól sem unnið er úr sellulosa úr trjám. Þetta flug markar þau tímamót að nota afurðir trjáa í eldsneyti á flugvélar. Flugvélin notaði alls 4.100 lítra af þessu eldsneyti á flugi sínu og sparaði því jafn mikið af jarðefnaeldsneyti. Þessi nýjung er afrakstur 4,5 milljarða rannsóknarvinnu USDA National Institute of Fodd and Agriculture hjá Washington State háskólanum, í samstarfi við Northwest Advanced Renewables Alliance. Því er spáð að flug muni tvöfaldast í heiminum á næstu 20 árum og því er mikilvægt að flugbransinn finni leiðir til að taka þátt í því að skipta út notkun jarðefnaeldsneytis með öðrum orkugjöfum. United Airlines hefur fjárfest í Fulcrum Bioenergy og FedEx kaupir milljónir gallona af lífefnaeldsneyti af Red Rock Biofuels og eru það ágæt dæmi um þá viðleitni flutningfyrirtækja að sækja á þessi mið. Virgin Atlantic flaug sitt fyrsta flug með lífefnaeldsneyti árið 2008 og Boeing hefur rannsakað hvort noti megi lífefnaeldsneyti úr þangi. Alaska Air hefur áður notað lífefnaeldsneyti í flugvélar sínar sem unnið var úr korni, en notkun lífefnaeldsneyti úr trjám hefur ekki áður verið notað í flugvélar. Ef allt flug Alaska Air notaðist að 20% hluta við lífefnaeldsneyti úr trjám jafngilti það því að 30.000 bílar væru teknir úr umferð með tilsvarandi sparnaði á jarðefnaeldsneyti. Birgi Alaska Air á trjálífefnaeldsneytinu vonast til að ná verði á hvert gallon niður í 3,5 til 4,5 dollara, eða 103-132 krónur.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent