Óvenjuleg auglýsingaherferð “The Grand Tour” Finnur Thorlacius skrifar 16. nóvember 2016 15:01 Illa komið fyrir Prius í New York, en allt gert í auglýsingaskyni fyrir "The Grand Tour". Nú þegar aðeins tveir dagar eru í sýningu fyrsta þáttar “The Grand Tour” bílaþátta þeirra Clarksons, Hammond og May, blasa við harla óvenjulegir gjörningar víða um borgir heimsins sem hafa það hlutverk að vekja athygli á þáttunum. Komið hefur verið fyrir þónokkrum Toyota Prius bílum, klesstum á vegastólpa eða niðurgröfnum ofan í gangstéttir, til dæmis í borgunum New York, London og München. Jeremy Clarkson hefur útskýrt af hverju svo er komið fyrir öllum þessum Prius bílum og hvaða tilgang það hefur. Hann vill meina að þar sem enginn augljós tilgangur sé fyrir fólk að kaupa Prius, sérlega ekki í umhverfisverndarskyni, sé þetta það eina sem bíllinn sé gagnlegur fyrir. Því hafi þeir annaðhvort klesst þá á vegastólpa eða komið þeim fyrir niðurgröfnum í gangstéttir, sem auglýsingar fyrir þættina. Harla óvenjulegar auglýsingar og býsna frumlegar.Svona fór fyrir Prius bílnum í London.Prius í München. Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent
Nú þegar aðeins tveir dagar eru í sýningu fyrsta þáttar “The Grand Tour” bílaþátta þeirra Clarksons, Hammond og May, blasa við harla óvenjulegir gjörningar víða um borgir heimsins sem hafa það hlutverk að vekja athygli á þáttunum. Komið hefur verið fyrir þónokkrum Toyota Prius bílum, klesstum á vegastólpa eða niðurgröfnum ofan í gangstéttir, til dæmis í borgunum New York, London og München. Jeremy Clarkson hefur útskýrt af hverju svo er komið fyrir öllum þessum Prius bílum og hvaða tilgang það hefur. Hann vill meina að þar sem enginn augljós tilgangur sé fyrir fólk að kaupa Prius, sérlega ekki í umhverfisverndarskyni, sé þetta það eina sem bíllinn sé gagnlegur fyrir. Því hafi þeir annaðhvort klesst þá á vegastólpa eða komið þeim fyrir niðurgröfnum í gangstéttir, sem auglýsingar fyrir þættina. Harla óvenjulegar auglýsingar og býsna frumlegar.Svona fór fyrir Prius bílnum í London.Prius í München.
Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent