Óvenjuleg auglýsingaherferð “The Grand Tour” Finnur Thorlacius skrifar 16. nóvember 2016 15:01 Illa komið fyrir Prius í New York, en allt gert í auglýsingaskyni fyrir "The Grand Tour". Nú þegar aðeins tveir dagar eru í sýningu fyrsta þáttar “The Grand Tour” bílaþátta þeirra Clarksons, Hammond og May, blasa við harla óvenjulegir gjörningar víða um borgir heimsins sem hafa það hlutverk að vekja athygli á þáttunum. Komið hefur verið fyrir þónokkrum Toyota Prius bílum, klesstum á vegastólpa eða niðurgröfnum ofan í gangstéttir, til dæmis í borgunum New York, London og München. Jeremy Clarkson hefur útskýrt af hverju svo er komið fyrir öllum þessum Prius bílum og hvaða tilgang það hefur. Hann vill meina að þar sem enginn augljós tilgangur sé fyrir fólk að kaupa Prius, sérlega ekki í umhverfisverndarskyni, sé þetta það eina sem bíllinn sé gagnlegur fyrir. Því hafi þeir annaðhvort klesst þá á vegastólpa eða komið þeim fyrir niðurgröfnum í gangstéttir, sem auglýsingar fyrir þættina. Harla óvenjulegar auglýsingar og býsna frumlegar.Svona fór fyrir Prius bílnum í London.Prius í München. Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Innlent
Nú þegar aðeins tveir dagar eru í sýningu fyrsta þáttar “The Grand Tour” bílaþátta þeirra Clarksons, Hammond og May, blasa við harla óvenjulegir gjörningar víða um borgir heimsins sem hafa það hlutverk að vekja athygli á þáttunum. Komið hefur verið fyrir þónokkrum Toyota Prius bílum, klesstum á vegastólpa eða niðurgröfnum ofan í gangstéttir, til dæmis í borgunum New York, London og München. Jeremy Clarkson hefur útskýrt af hverju svo er komið fyrir öllum þessum Prius bílum og hvaða tilgang það hefur. Hann vill meina að þar sem enginn augljós tilgangur sé fyrir fólk að kaupa Prius, sérlega ekki í umhverfisverndarskyni, sé þetta það eina sem bíllinn sé gagnlegur fyrir. Því hafi þeir annaðhvort klesst þá á vegastólpa eða komið þeim fyrir niðurgröfnum í gangstéttir, sem auglýsingar fyrir þættina. Harla óvenjulegar auglýsingar og býsna frumlegar.Svona fór fyrir Prius bílnum í London.Prius í München.
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Innlent