Skoda Superb RS á leiðinni? Finnur Thorlacius skrifar 11. nóvember 2016 16:47 Svona gæti Skoda Superb RS litið út. Fá má hinn nýja Skoda Superb með 280 hestafla 2,0 lítra TSI vél en nú gæti verið á leiðinni enn öflugri gerð bílsins, þ.e. RS-útgáfa hans, eins og til er af Octavia. Líklega yrða sá bíll vel yfir 300 hestöflin. Núverandi Superb með 280 hestafla vélinni er ári snöggur, eða 5,8 sekúndur í hundraðið og með rafrænt takmarkaðan hámarkshraða við 250 km/klst. Þá gæti RS-gerð orðið kringum 5 sekúndurnar í hundraðið. Skoda Octavia RS er bæði hægt að fá með öflugri bensínvél og dísilvél og ef til vill yrði það sama uppá teningnum með Superb RS. Nú er bara að vona að Superb verði að raunveruleika, en fréttir af honum komu ekki beint frá höfuðstöðvunum, heldur frá forstjóra Skoda í Ástralíu. Það er engin ástæða til að halda að Ástralir fari með fleipur þó þeir búi hinu megin á hnettinum.....og svona að aftan Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Innlent
Fá má hinn nýja Skoda Superb með 280 hestafla 2,0 lítra TSI vél en nú gæti verið á leiðinni enn öflugri gerð bílsins, þ.e. RS-útgáfa hans, eins og til er af Octavia. Líklega yrða sá bíll vel yfir 300 hestöflin. Núverandi Superb með 280 hestafla vélinni er ári snöggur, eða 5,8 sekúndur í hundraðið og með rafrænt takmarkaðan hámarkshraða við 250 km/klst. Þá gæti RS-gerð orðið kringum 5 sekúndurnar í hundraðið. Skoda Octavia RS er bæði hægt að fá með öflugri bensínvél og dísilvél og ef til vill yrði það sama uppá teningnum með Superb RS. Nú er bara að vona að Superb verði að raunveruleika, en fréttir af honum komu ekki beint frá höfuðstöðvunum, heldur frá forstjóra Skoda í Ástralíu. Það er engin ástæða til að halda að Ástralir fari með fleipur þó þeir búi hinu megin á hnettinum.....og svona að aftan
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Innlent