Dust Pneumonia Blues Bergur Ebbi skrifar 11. nóvember 2016 07:00 Mér liggur mikið á hjarta varðandi Ameríku. Fyrst smá formáli. Í Chicago stendur Wrigley-byggingin, tæplega 100 ára gamalt 130 metra háhýsi, sem reist var sem höfuðstöðvar Wrigley tyggjófyrirtækisins. Wrigley-húsið er ævintýralega reisulegt, flúrað í nýgotneskum stíl, klætt gljáðu ljósleitu keramiki og upp úr norðurenda þess skagar glæsilegur kirkjulegur turn með trjónandi spíru. Wrigley-byggingin var reist á tímum þegar Bandaríkin voru ljóðræn. Á efstu hæðum Wrigley-hússins sat tyggjóauðjöfurinn William Wrigley Jr. á skrifstofu sinni og deildi og drottnaði yfir tyggjóframleiðslu sinni. Þar voru teknar ákvarðanir um að senda bandaríska hermenn í stríð í Evrópu með tyggjóplötur í vasanum til að sýna heimsbyggðinni land hinna breiðu kjálka í allri sinni dýrð. Wrigley byggði veldi sitt á því að selja fólki það sem það ekki þarf – tyggjóplötur sem erta en gera mann ekki saddan. Heimsbyggðin gleypti við hugmyndinni í bókstaflegri merkingu. Allur heimurinn fór að jórtra. Bandaríkin unnu heimsbyggðina yfir með tyggjói. Kannski var Juicy Fruit áhrifameira vopn heldur en M16 hríðskotariffillinn þegar maður horfir á 20. öldina í stóru samhengi.Nostalgía til sölu Líklega ætti ég ekki að hreykja mér af því að skilja samhengi hlutanna. Ég er af kynslóð sem getur ekki einu sinni horft á samtímann án þess að skekkja hann með blæbrigðum og filterum. Ég er neytandi og greinandi í samtíma þar sem hugmyndir öðlast vægi án hægrar meitlunar tímans. Þar sem ljósmynd tekin í gær er samstundis filteruð til að líta út eins og hún sé tekin árið 1975. Í heimi þar sem sautján ára krakkar kaupa sér 1984 re-issue Air Jordan skó og klæðast sýruþvegnum gallabuxum og dilla sér við takta úr Oberheim DX/DMX trommuheilanum. Allar hugmyndir fortíðar eru til sölu og þær má setja í hvaða samhengi sem er. Nostalgía selur sem aldrei fyrr. Star Wars. Turtles. Dylan á vínyl. Pepsi í throwback-umbúðum. Allt þetta mun ég gefa þér, ef þú fellur fram og tilbiður mig. Ég elska tyggjó. Ekki vegna bragðsins heldur vegna tuggunnar. Ég elska að finna sömu lummuna veltast um í munninum löngu eftir að öll náttúruleg skynsemi segir að maður eigi að hafa annaðhvort kyngt henni eða spýtt henni frá sér. Ég elska að tyggja, að japla, að halda kjálkunum á hreyfingu og í æfingu fyrir næstu hríðskotaárás.Haust The Magnificent Mile. Chicago. Ritstjórar hamra inn fyrirsagnir. Ofurhetjur svífa milli háhýsa. Frakkaklædd skáld sjúga sjeik á dænerum og meitla í huga sér sögur um einfalt líf, löturhægan skreppitúr á heybaggafylltum pallbíl, strá í kjafti, smekkbuxur og bræðralag; um líf músa og manna. Í viðarklæddum háskólastofum rita úfnir prófessorar af austurevrópskum ættum flóknar stærðfræðiformúlur á grænar krítartöflur. Strategíur RAND-samsteypunnar. Manhattan-áætlunin. Sveppaský og teorísk tortíming. Bessie Smith. Woody Guthrie. Martin Luther King. Simon og Garfunkel í himinbláu rúgbrauði undir haustlituðum trjám. „We didn’t start the fire. It was always burning,“ segir alþýðuskáld í kraumandi gráum fiðring seljandi fólki nostalgíuna. Seljandi það sem aldrei seðjar. Seljandi hugmyndina um það sem er liðið og kemur aldrei aftur. Seljandi það sem fyllir í gatið í sjálfsmyndinni en ekki í gatið í hjartanu. William Wrigley Jr. Sterkbyggðir kjálkar á sífelldri hreyfingu. Óþekkti hermaðurinn. Lucky Strike. Kransæðastíflur og líffæraígræðslur. Vandamálið og lausnin. Got fuel to burn. Got roads to drive. Og nú til þín Ameríka. Ameríka. Nú hlýtur að vera í lagi að tala tæpitungulaust. Ég elska þig. Ég hef alltaf gert það. Ég elskaði þig áður en ég elskaði Ísland. Mér fannst fáninn þinn voldugri. Þú ert stóri bróðir og pabbi saman í einum risastórum köggli. Ameríka. Ég óttast þig. Ég hef alltaf gert það. Ég býst frekar við gusu frá þér en Norður-Kóreu. Svona er samband okkar. Ég skelf við landamærin þegar fulltrúar þínir ávarpa mig með Wrigley-þjálfaða kjálka og dimma rödd sem sótt er djúpt ofan úr maga. Ég skelf og hlæ taugaveikluðum hlátri þegar þeir djóka í mér. Ameríka. You had me at hello. I’m just a girl, standing in front of a boy, asking him to love her. Ein tyggjóplata frá Mögnuðu mílunni er mér meira virði en allir demantar Hollandsdrottningar. Þú átt mig. Ég hélt ég væri sterkari. En svo gekk ég fram á Wrigley-bygginguna á skýjuðum vordegi og sá Chicago fljótið líða hjá.Make America Great Again Ameríka. Þú ert sól að springa eða stjörnuhrap á himni. Þú ert eldrauða haustlaufið sem getur ekki hætt að vera fallegt þó ekkert muni koma í veg fyrir fall þitt af trénu. Þú ert ekki lengur athvarf draumóra heldur draumórinn sjálfur. Þvílík fegurð. Þvílík örvænting. Ameríka. Vá. Ameríka. Þú átt ljóð betri skálda en mín skilið. Þú átt ljóð bestu skálda heims skilin. Nú þegar myntubragðið er horfið úr tyggjóinu og þú heldur að þú sért ekki lengur sætasta stelpan á ballinu þá kom hann til þín. Alls ekki besta skáldið heldur af skóla drulluhala af Mögnuðu mílunni og Madison Avenue, gamalt highschool sweetheart sem lét þig vinna heimavinnuna sína. Það þurfa allir að láta selja sér eitthvað sem þeir ekki þurfa. Sérstaklega þú, þar sem þú fannst það upp. Já. Það er sorglegt. En sorglegast af öllu er hversu fáir yrkja ljóðin þín lengur. Fáir yrkja ljóðin sem segja alla söguna, ljóðin sem túlka líka fegurð fallsins. Það þarf fimmfaldan skammt af Dylan og Springsteen til að vinna úr þessu en líklegast fáum við bara purple drank og jóðl. Mundu Ameríka, á þessum erfiðu tímum, að þú ert falleg og þú ert enn þá ljóðræn, sama hvað hver segir. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Mér liggur mikið á hjarta varðandi Ameríku. Fyrst smá formáli. Í Chicago stendur Wrigley-byggingin, tæplega 100 ára gamalt 130 metra háhýsi, sem reist var sem höfuðstöðvar Wrigley tyggjófyrirtækisins. Wrigley-húsið er ævintýralega reisulegt, flúrað í nýgotneskum stíl, klætt gljáðu ljósleitu keramiki og upp úr norðurenda þess skagar glæsilegur kirkjulegur turn með trjónandi spíru. Wrigley-byggingin var reist á tímum þegar Bandaríkin voru ljóðræn. Á efstu hæðum Wrigley-hússins sat tyggjóauðjöfurinn William Wrigley Jr. á skrifstofu sinni og deildi og drottnaði yfir tyggjóframleiðslu sinni. Þar voru teknar ákvarðanir um að senda bandaríska hermenn í stríð í Evrópu með tyggjóplötur í vasanum til að sýna heimsbyggðinni land hinna breiðu kjálka í allri sinni dýrð. Wrigley byggði veldi sitt á því að selja fólki það sem það ekki þarf – tyggjóplötur sem erta en gera mann ekki saddan. Heimsbyggðin gleypti við hugmyndinni í bókstaflegri merkingu. Allur heimurinn fór að jórtra. Bandaríkin unnu heimsbyggðina yfir með tyggjói. Kannski var Juicy Fruit áhrifameira vopn heldur en M16 hríðskotariffillinn þegar maður horfir á 20. öldina í stóru samhengi.Nostalgía til sölu Líklega ætti ég ekki að hreykja mér af því að skilja samhengi hlutanna. Ég er af kynslóð sem getur ekki einu sinni horft á samtímann án þess að skekkja hann með blæbrigðum og filterum. Ég er neytandi og greinandi í samtíma þar sem hugmyndir öðlast vægi án hægrar meitlunar tímans. Þar sem ljósmynd tekin í gær er samstundis filteruð til að líta út eins og hún sé tekin árið 1975. Í heimi þar sem sautján ára krakkar kaupa sér 1984 re-issue Air Jordan skó og klæðast sýruþvegnum gallabuxum og dilla sér við takta úr Oberheim DX/DMX trommuheilanum. Allar hugmyndir fortíðar eru til sölu og þær má setja í hvaða samhengi sem er. Nostalgía selur sem aldrei fyrr. Star Wars. Turtles. Dylan á vínyl. Pepsi í throwback-umbúðum. Allt þetta mun ég gefa þér, ef þú fellur fram og tilbiður mig. Ég elska tyggjó. Ekki vegna bragðsins heldur vegna tuggunnar. Ég elska að finna sömu lummuna veltast um í munninum löngu eftir að öll náttúruleg skynsemi segir að maður eigi að hafa annaðhvort kyngt henni eða spýtt henni frá sér. Ég elska að tyggja, að japla, að halda kjálkunum á hreyfingu og í æfingu fyrir næstu hríðskotaárás.Haust The Magnificent Mile. Chicago. Ritstjórar hamra inn fyrirsagnir. Ofurhetjur svífa milli háhýsa. Frakkaklædd skáld sjúga sjeik á dænerum og meitla í huga sér sögur um einfalt líf, löturhægan skreppitúr á heybaggafylltum pallbíl, strá í kjafti, smekkbuxur og bræðralag; um líf músa og manna. Í viðarklæddum háskólastofum rita úfnir prófessorar af austurevrópskum ættum flóknar stærðfræðiformúlur á grænar krítartöflur. Strategíur RAND-samsteypunnar. Manhattan-áætlunin. Sveppaský og teorísk tortíming. Bessie Smith. Woody Guthrie. Martin Luther King. Simon og Garfunkel í himinbláu rúgbrauði undir haustlituðum trjám. „We didn’t start the fire. It was always burning,“ segir alþýðuskáld í kraumandi gráum fiðring seljandi fólki nostalgíuna. Seljandi það sem aldrei seðjar. Seljandi hugmyndina um það sem er liðið og kemur aldrei aftur. Seljandi það sem fyllir í gatið í sjálfsmyndinni en ekki í gatið í hjartanu. William Wrigley Jr. Sterkbyggðir kjálkar á sífelldri hreyfingu. Óþekkti hermaðurinn. Lucky Strike. Kransæðastíflur og líffæraígræðslur. Vandamálið og lausnin. Got fuel to burn. Got roads to drive. Og nú til þín Ameríka. Ameríka. Nú hlýtur að vera í lagi að tala tæpitungulaust. Ég elska þig. Ég hef alltaf gert það. Ég elskaði þig áður en ég elskaði Ísland. Mér fannst fáninn þinn voldugri. Þú ert stóri bróðir og pabbi saman í einum risastórum köggli. Ameríka. Ég óttast þig. Ég hef alltaf gert það. Ég býst frekar við gusu frá þér en Norður-Kóreu. Svona er samband okkar. Ég skelf við landamærin þegar fulltrúar þínir ávarpa mig með Wrigley-þjálfaða kjálka og dimma rödd sem sótt er djúpt ofan úr maga. Ég skelf og hlæ taugaveikluðum hlátri þegar þeir djóka í mér. Ameríka. You had me at hello. I’m just a girl, standing in front of a boy, asking him to love her. Ein tyggjóplata frá Mögnuðu mílunni er mér meira virði en allir demantar Hollandsdrottningar. Þú átt mig. Ég hélt ég væri sterkari. En svo gekk ég fram á Wrigley-bygginguna á skýjuðum vordegi og sá Chicago fljótið líða hjá.Make America Great Again Ameríka. Þú ert sól að springa eða stjörnuhrap á himni. Þú ert eldrauða haustlaufið sem getur ekki hætt að vera fallegt þó ekkert muni koma í veg fyrir fall þitt af trénu. Þú ert ekki lengur athvarf draumóra heldur draumórinn sjálfur. Þvílík fegurð. Þvílík örvænting. Ameríka. Vá. Ameríka. Þú átt ljóð betri skálda en mín skilið. Þú átt ljóð bestu skálda heims skilin. Nú þegar myntubragðið er horfið úr tyggjóinu og þú heldur að þú sért ekki lengur sætasta stelpan á ballinu þá kom hann til þín. Alls ekki besta skáldið heldur af skóla drulluhala af Mögnuðu mílunni og Madison Avenue, gamalt highschool sweetheart sem lét þig vinna heimavinnuna sína. Það þurfa allir að láta selja sér eitthvað sem þeir ekki þurfa. Sérstaklega þú, þar sem þú fannst það upp. Já. Það er sorglegt. En sorglegast af öllu er hversu fáir yrkja ljóðin þín lengur. Fáir yrkja ljóðin sem segja alla söguna, ljóðin sem túlka líka fegurð fallsins. Það þarf fimmfaldan skammt af Dylan og Springsteen til að vinna úr þessu en líklegast fáum við bara purple drank og jóðl. Mundu Ameríka, á þessum erfiðu tímum, að þú ert falleg og þú ert enn þá ljóðræn, sama hvað hver segir. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun