Toyota C-HR rúllar af böndunum í Tyrklandi Finnur Thorlacius skrifar 10. nóvember 2016 09:47 Starfsmenn Sakarya verksmiðjunnar í Tyrklandi fagna framleiðslu fyrsta Toyota C-HR bílsins. Toyota hefur nú hafið fjöldaframleiðslu á nýjasta bíl sínum, hinum gullfallega C-HR jepplingi í Sakarya verksmiðju sinni í Tyrklandi. Þar verða þeir C-HR bílar sem seldir verða í Evrópu framleiddir, en líka þeir bílar sem seldir verða í Bandaríkjunum, Kanada og S-Afríku og markar það tímamót fyrir verksmiðjuna í Sakarya. Verksmiðjan í Sakarya hefur verið stækkuð til að anna framleiðslu 280.000 bíla á ári, en þar eru einnig framleiddir Corolla og Verso bílar. Toyota C-HR er svokallaður “crossover”-bíll, en sá flokkur bíla er sá sem vex hraðast í heiminum og því má búast við góðum móttökum við C-HR. Toyota á Íslandi kynnti C-HR bílinn með pompi og prakt á þaki Gamla bíós, þ.e. í Petersensvítunni fyrir skömmu og vakti hann þar mikla athygli. Var þar um að ræða forframleiðslubíl. Toyota C-HR verður frumsýndur í Bandaríkjunum í komandi bílasýningu í Los Angeles og því var Ísland á undan Bandaríkjunum með frumsýningu bílsins. Stutt mun vera í komu sölubíla hjá Toyota á Íslandi. Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent
Toyota hefur nú hafið fjöldaframleiðslu á nýjasta bíl sínum, hinum gullfallega C-HR jepplingi í Sakarya verksmiðju sinni í Tyrklandi. Þar verða þeir C-HR bílar sem seldir verða í Evrópu framleiddir, en líka þeir bílar sem seldir verða í Bandaríkjunum, Kanada og S-Afríku og markar það tímamót fyrir verksmiðjuna í Sakarya. Verksmiðjan í Sakarya hefur verið stækkuð til að anna framleiðslu 280.000 bíla á ári, en þar eru einnig framleiddir Corolla og Verso bílar. Toyota C-HR er svokallaður “crossover”-bíll, en sá flokkur bíla er sá sem vex hraðast í heiminum og því má búast við góðum móttökum við C-HR. Toyota á Íslandi kynnti C-HR bílinn með pompi og prakt á þaki Gamla bíós, þ.e. í Petersensvítunni fyrir skömmu og vakti hann þar mikla athygli. Var þar um að ræða forframleiðslubíl. Toyota C-HR verður frumsýndur í Bandaríkjunum í komandi bílasýningu í Los Angeles og því var Ísland á undan Bandaríkjunum með frumsýningu bílsins. Stutt mun vera í komu sölubíla hjá Toyota á Íslandi.
Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent