Fiat erfingi laug til um eigið mannrán Finnur Thorlacius skrifar 29. nóvember 2016 15:37 Lapo Elkann lifir hátt, en ef til vill of hátt. Lapo Elkann, erfingi Fiat veldisins og barnabarn hins þekkta Gianni Agnelli er ekki í góðum málum eftir að hafa logið til um eigið mannrán og beðið fjölskyldu sína um 10.000 dollara lausnargjald er hann var á fylleríi í New York á dögunum. Ekkert var þó mannránið heldur sviðsetti hann það og hringdi í fjölskyldu sína og báðu hana um þessa 10.000 dollara til að leysa sig úr höndum þessara ætluðu mannræningja. Hann og félagi hans höfðu haldið til New York á dögunum og keyptu áfengi, kannabis og kókaín uns þeir voru orðnir peningalausir. Því gripu þeir til þessa ógáfulega ráðs sem fjölskyldan trúði ekki alveg. Hún setti sig í samband við lögregluna í New York sem tók við þeim kumpánum er þeir ætluðu að endurheimta 10.000 dollara greiðsluna. Þar handtóku þeir félagana tvo. Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Innlent
Lapo Elkann, erfingi Fiat veldisins og barnabarn hins þekkta Gianni Agnelli er ekki í góðum málum eftir að hafa logið til um eigið mannrán og beðið fjölskyldu sína um 10.000 dollara lausnargjald er hann var á fylleríi í New York á dögunum. Ekkert var þó mannránið heldur sviðsetti hann það og hringdi í fjölskyldu sína og báðu hana um þessa 10.000 dollara til að leysa sig úr höndum þessara ætluðu mannræningja. Hann og félagi hans höfðu haldið til New York á dögunum og keyptu áfengi, kannabis og kókaín uns þeir voru orðnir peningalausir. Því gripu þeir til þessa ógáfulega ráðs sem fjölskyldan trúði ekki alveg. Hún setti sig í samband við lögregluna í New York sem tók við þeim kumpánum er þeir ætluðu að endurheimta 10.000 dollara greiðsluna. Þar handtóku þeir félagana tvo.
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Innlent