Kvennalandsliðið í handbolta kom illa út úr þrekmælingum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. nóvember 2016 18:49 Leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í handbolta komu illa út úr þrekmælingum sem þeir voru settir í lok sumars og voru framkvæmdar af Háskólanum í Reykjavík. Niðurstöðurnar ollu vonbrigðum og þóttu óviðundandi. Líkamlegt atgervi íslenska landsliðsins var talsvert í umræðunni eftir 14 marka tap Íslands, 16-30, fyrir Frökkum á heimavelli snemma í sumar. Eftir leikinn talaði landsliðsfyrirliðinn Karen Knútsdóttir hreint út og sagði líkamlega burði íslenska liðsins einfaldlega ekki nógu mikla. Guðjón Guðmundsson ræddi við Axel Stefánsson, sem tók við kvennalandsliðinu í sumar, um þessi mál í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Eins og ég sagði við leikmennina er mikilvægt að við mælum þá til að sjá hvar þeir eru staddir. Nýjar mælingar verða framkvæmdar eftir þetta verkefni í Færeyjum. Það verður spennandi að sjá hvernig leikmenn hafa brugðist við. Það er alltaf mikilvægt að sjá hvar við stöndum og fyrir okkur þjálfarana að sjá hvað við þurfum að leggja áherslu á,“ sagði Axel sem hefur starfað við þjálfun í Noregi undanfarin ár. En voru niðurstöðurnar úr þrekmælingunum verri en hann bjóst við? „Ég hafði í raun ekki gert mér grein fyrir því hvar við stóðum. Ég kom frá Noregi og gerði mér grein fyrir að við stóðum þeim að baki,“ sagði Axel sem er ánægður hvernig leikmenn hafa brugðist við. „Leikmenn eru vinna vel í sínum málum í gegnum félögin. Þetta hefur verið góð vitundarvakning fyrir leikmenn og það eru allir að vilja gerðir. Ég hef átt samtöl við þjálfara sem hafa líka tekið vel í það sem við ætlum að gera,“ sagði Axel sem undirbýr íslenska liðið nú fyrir undankeppni HM 2017. Ísland er í riðli með Austurríki, Færeyjum og Makedóníu en riðilinn fer fram í Færeyjum um næstu helgi. Tvö efstu liðin komast áfram í umspil um sæti á HM og það er markmið íslenska liðsins að sögn Axels.Fréttina má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Íslenski handboltinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira
Leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í handbolta komu illa út úr þrekmælingum sem þeir voru settir í lok sumars og voru framkvæmdar af Háskólanum í Reykjavík. Niðurstöðurnar ollu vonbrigðum og þóttu óviðundandi. Líkamlegt atgervi íslenska landsliðsins var talsvert í umræðunni eftir 14 marka tap Íslands, 16-30, fyrir Frökkum á heimavelli snemma í sumar. Eftir leikinn talaði landsliðsfyrirliðinn Karen Knútsdóttir hreint út og sagði líkamlega burði íslenska liðsins einfaldlega ekki nógu mikla. Guðjón Guðmundsson ræddi við Axel Stefánsson, sem tók við kvennalandsliðinu í sumar, um þessi mál í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Eins og ég sagði við leikmennina er mikilvægt að við mælum þá til að sjá hvar þeir eru staddir. Nýjar mælingar verða framkvæmdar eftir þetta verkefni í Færeyjum. Það verður spennandi að sjá hvernig leikmenn hafa brugðist við. Það er alltaf mikilvægt að sjá hvar við stöndum og fyrir okkur þjálfarana að sjá hvað við þurfum að leggja áherslu á,“ sagði Axel sem hefur starfað við þjálfun í Noregi undanfarin ár. En voru niðurstöðurnar úr þrekmælingunum verri en hann bjóst við? „Ég hafði í raun ekki gert mér grein fyrir því hvar við stóðum. Ég kom frá Noregi og gerði mér grein fyrir að við stóðum þeim að baki,“ sagði Axel sem er ánægður hvernig leikmenn hafa brugðist við. „Leikmenn eru vinna vel í sínum málum í gegnum félögin. Þetta hefur verið góð vitundarvakning fyrir leikmenn og það eru allir að vilja gerðir. Ég hef átt samtöl við þjálfara sem hafa líka tekið vel í það sem við ætlum að gera,“ sagði Axel sem undirbýr íslenska liðið nú fyrir undankeppni HM 2017. Ísland er í riðli með Austurríki, Færeyjum og Makedóníu en riðilinn fer fram í Færeyjum um næstu helgi. Tvö efstu liðin komast áfram í umspil um sæti á HM og það er markmið íslenska liðsins að sögn Axels.Fréttina má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Íslenski handboltinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira