Ennþá hægt að skjótast á gæsaveiðar Karl Lúðvíksson skrifar 24. nóvember 2016 12:37 Sigvaldi og Stefán með góðann morgunafla úr Melasveit. Á milli þeirra er hundurinn Boss. Rjúpnaveiðitímabilinu lauk síðustu helgi en það þýðir ekki að skyttur landsins séu allar komnar undir feld því ennþá er verið að munda byssurnar. Þeir allra hörðustu eru að skjóta gæs í það minnsta fram að áramótum og önd er skotin yfir háveturinn sem þykir góður tími til að sitja fyrir öndinni. Hvað gæsaveiðina snertir er auðvitað mikið af fuglinum farinn en það er þó ennþá mikið af gæs eftir á landinu og hún heldur sig mest á þremur stöðum en þó má finna minni hópa víðar. Mest af gæsinni hefur verið á kornökrunum undir Eyjafjöllum, í kringum Hellu og Hvolsvöll en síðan í Melasveit en þangað skaust undirritaður með engum fyrirvara með góðum félögum í vikunni. Tilgangurinn var að ná í áramótagæsina. Ég var búinn að ná þeim rjúpum sem þurfti fyrir Aðfangadag en var í pínu slæmum málum með áramótin þar sem hefðin á mínu heimili er að vera með gæs og ég hafði ekkert komist á gæs í haust. Meðal rétta á mínu borði er til dæmis heil gæs, gæsabringur, reykt og grafin gæs, sem sagt hlaðborð af gæs á nokkra vegu enda veitir ekki af fyrir stóra fjölskyldu sem borðar saman á Gamlárskvöld. Ég var því afskaplega þakklátur þegar Stefán hjá Iceland Outfitters hóaði í mig þar sem hann var að fara við annan mann í morgunflug í Melasveit og það var pláss fyrir einn í viðbót. Morguninn eftir vorum við komnir í skurð í Melasveit þar sem Iceland Outfitters eru með gæsalendur og þegar búið var að stilla upp hófst biðin eftir fyrsta fluginu. Það var þó ekki nema 30 mínútna bið og svo byrjaði ballið. Flug eftir flug kom í akurinn og ekki náðum við að lokka alla hópana niður því þegar við vorum að týna saman það sem við vorum búnir að skjóta úr einum hóp kom annar hópur og styggðist við að sjá okkur á akrinum. Það breytti engu því það kom bara annar hópur stuttu seinna. Það var mjög þægileg stærð á hópunum sem komu inn þannig að nýtingin á færunum var yfirleitt nokkuð góð en ekki var skotið á hópana nema þegar gott færi bauðst. Við vorum ekki nema tæpa tvo tíma að ná kvóta sem er 16 fuglar á byssu en eftir að kvótanum er náð er veiði hætt. Það gerir það að verkum að það er ekki of mikið álag á ökrunum og þar sem svæðið er mjög stórt er hægt að skjóta daglega og alltaf vera í fugli. Það er líklega erfitt að kasta tölu á magnið af gæs sem er ennþá á Melunum en þær skipta hið minnsta nokkur þúsundum. Nú er það svo að margir náðu ekki rjúpu fyrir jólinn. Er þá ekki spurning um að prófa að vera með gæs? Rétt elduð gæs er veislumatur og villibráðabragðið af henni gefur rjúpunni ekki mikið eftir. Það er ennþá gluggi til að ná í gæsina og þar sem Melasveit er stutt frá er hægt að skreppa í morgunflug og vera kominn í vinnuna um hádegi. Mest lesið Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði Flekkudalsá til SVFR Veiði Fyrsta hollið í Blöndu með 23 laxa Veiði Koma fyrstu laxarnir á land 5. júní? Veiði Bubbi lét húðflúra laxaflugu á handlegginn Veiði 243 laxar komnir á land í Selá Veiði Sumarhátíð SVFR haldin næsta laugardag Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Miðfjarðará aflahæst sjálfbæru ánna Veiði
Rjúpnaveiðitímabilinu lauk síðustu helgi en það þýðir ekki að skyttur landsins séu allar komnar undir feld því ennþá er verið að munda byssurnar. Þeir allra hörðustu eru að skjóta gæs í það minnsta fram að áramótum og önd er skotin yfir háveturinn sem þykir góður tími til að sitja fyrir öndinni. Hvað gæsaveiðina snertir er auðvitað mikið af fuglinum farinn en það er þó ennþá mikið af gæs eftir á landinu og hún heldur sig mest á þremur stöðum en þó má finna minni hópa víðar. Mest af gæsinni hefur verið á kornökrunum undir Eyjafjöllum, í kringum Hellu og Hvolsvöll en síðan í Melasveit en þangað skaust undirritaður með engum fyrirvara með góðum félögum í vikunni. Tilgangurinn var að ná í áramótagæsina. Ég var búinn að ná þeim rjúpum sem þurfti fyrir Aðfangadag en var í pínu slæmum málum með áramótin þar sem hefðin á mínu heimili er að vera með gæs og ég hafði ekkert komist á gæs í haust. Meðal rétta á mínu borði er til dæmis heil gæs, gæsabringur, reykt og grafin gæs, sem sagt hlaðborð af gæs á nokkra vegu enda veitir ekki af fyrir stóra fjölskyldu sem borðar saman á Gamlárskvöld. Ég var því afskaplega þakklátur þegar Stefán hjá Iceland Outfitters hóaði í mig þar sem hann var að fara við annan mann í morgunflug í Melasveit og það var pláss fyrir einn í viðbót. Morguninn eftir vorum við komnir í skurð í Melasveit þar sem Iceland Outfitters eru með gæsalendur og þegar búið var að stilla upp hófst biðin eftir fyrsta fluginu. Það var þó ekki nema 30 mínútna bið og svo byrjaði ballið. Flug eftir flug kom í akurinn og ekki náðum við að lokka alla hópana niður því þegar við vorum að týna saman það sem við vorum búnir að skjóta úr einum hóp kom annar hópur og styggðist við að sjá okkur á akrinum. Það breytti engu því það kom bara annar hópur stuttu seinna. Það var mjög þægileg stærð á hópunum sem komu inn þannig að nýtingin á færunum var yfirleitt nokkuð góð en ekki var skotið á hópana nema þegar gott færi bauðst. Við vorum ekki nema tæpa tvo tíma að ná kvóta sem er 16 fuglar á byssu en eftir að kvótanum er náð er veiði hætt. Það gerir það að verkum að það er ekki of mikið álag á ökrunum og þar sem svæðið er mjög stórt er hægt að skjóta daglega og alltaf vera í fugli. Það er líklega erfitt að kasta tölu á magnið af gæs sem er ennþá á Melunum en þær skipta hið minnsta nokkur þúsundum. Nú er það svo að margir náðu ekki rjúpu fyrir jólinn. Er þá ekki spurning um að prófa að vera með gæs? Rétt elduð gæs er veislumatur og villibráðabragðið af henni gefur rjúpunni ekki mikið eftir. Það er ennþá gluggi til að ná í gæsina og þar sem Melasveit er stutt frá er hægt að skreppa í morgunflug og vera kominn í vinnuna um hádegi.
Mest lesið Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði Flekkudalsá til SVFR Veiði Fyrsta hollið í Blöndu með 23 laxa Veiði Koma fyrstu laxarnir á land 5. júní? Veiði Bubbi lét húðflúra laxaflugu á handlegginn Veiði 243 laxar komnir á land í Selá Veiði Sumarhátíð SVFR haldin næsta laugardag Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Miðfjarðará aflahæst sjálfbæru ánna Veiði