Norska veikin Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. nóvember 2016 07:00 Ég lagðist í flensu um daginn. Þetta var skæð baktería sem herjaði aðallega á hugann – svokallaður andans-gerill – en líkamleg einkenni voru þó sömuleiðis vel merkjanleg. Ástandið reyndist í raun alveg jævlig … fyrirgefið! Ástandið var djöfullegt, meina ég. Smitberann, internetþáttaröð um líf komplexaðra unglinga í Ósló, nálgaðist ég í gegnum vef norska ríkissjónvarpsins. Ég byrjaði að horfa í miðjum verkefnaskilum, þvert á ráðleggingar vina, kunningja og annarra velviljaðra. Strax á fyrsta þætti missti ég tökin og hóf óviljandi hungurverkfall þangað til ég hafði hakkað mig í gegnum allt útgefið efni. Á þriðja degi reis ég loksins veikburða og exklúsíft norskumælandi úr rekkju. Enn örlar ekki á eftirsjá. Í SKAM (ísl. SKÖMM) er tekið á raunverulegum vandamálum. Áskoranir sem verða á vegi aðalpersónanna eru sumar risastórar og sumar öllu smærri, svona eins og við þekkjum öll úr alvöru lífinu. Umfjöllunarefnin eru hversdagsleg en samt hefur maður ekki endilega séð þau áður í þessu fordæmisgefandi poppkúltúr-samhengi. Fyrst og fremst er þetta svo ótrúlega hressandi, þ.e. að horfa á ófullkomna og einlæga menntaskólakrakka hrasa um hindranir sem maður kannast við sjálfur. Að fara í sleik og drekka stundum örlítið of mikið af hvítvíni, fengnu úr vínskáp ómeðvitaðrar mömmu. Að sjá loksins strák verða skotinn í öðrum strák og fylgjast svo með þeim þreifa fyrir sér í ofsalega fallegu og brothættu og raunverulegu tilhugalífi. Að gægjast inn í vináttusambönd sem þróast og bregðast stundum og læknast svo. Það er sérstakt fyrirbrigði, þetta að sjá sjálfan sig speglast svona rækilega í manneskjum sem eru ekki einu sinni til í alvörunni. Alveg bara drittkult. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Ólafsdóttir Mest lesið Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun
Ég lagðist í flensu um daginn. Þetta var skæð baktería sem herjaði aðallega á hugann – svokallaður andans-gerill – en líkamleg einkenni voru þó sömuleiðis vel merkjanleg. Ástandið reyndist í raun alveg jævlig … fyrirgefið! Ástandið var djöfullegt, meina ég. Smitberann, internetþáttaröð um líf komplexaðra unglinga í Ósló, nálgaðist ég í gegnum vef norska ríkissjónvarpsins. Ég byrjaði að horfa í miðjum verkefnaskilum, þvert á ráðleggingar vina, kunningja og annarra velviljaðra. Strax á fyrsta þætti missti ég tökin og hóf óviljandi hungurverkfall þangað til ég hafði hakkað mig í gegnum allt útgefið efni. Á þriðja degi reis ég loksins veikburða og exklúsíft norskumælandi úr rekkju. Enn örlar ekki á eftirsjá. Í SKAM (ísl. SKÖMM) er tekið á raunverulegum vandamálum. Áskoranir sem verða á vegi aðalpersónanna eru sumar risastórar og sumar öllu smærri, svona eins og við þekkjum öll úr alvöru lífinu. Umfjöllunarefnin eru hversdagsleg en samt hefur maður ekki endilega séð þau áður í þessu fordæmisgefandi poppkúltúr-samhengi. Fyrst og fremst er þetta svo ótrúlega hressandi, þ.e. að horfa á ófullkomna og einlæga menntaskólakrakka hrasa um hindranir sem maður kannast við sjálfur. Að fara í sleik og drekka stundum örlítið of mikið af hvítvíni, fengnu úr vínskáp ómeðvitaðrar mömmu. Að sjá loksins strák verða skotinn í öðrum strák og fylgjast svo með þeim þreifa fyrir sér í ofsalega fallegu og brothættu og raunverulegu tilhugalífi. Að gægjast inn í vináttusambönd sem þróast og bregðast stundum og læknast svo. Það er sérstakt fyrirbrigði, þetta að sjá sjálfan sig speglast svona rækilega í manneskjum sem eru ekki einu sinni til í alvörunni. Alveg bara drittkult. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun