Frumsýning á Vísi: Notalegt jólalag með Sigurði og Sigríði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. nóvember 2016 13:00 Notalegt er nýtt jólalag með Sigurði Guðmundssyni og Sigríði Thorlacius. Lagið er hluti af hefð sem hefur skapast í kringum árlega Hátíðartónleika Sigurðar og Sigríðar í Hörpu, sem fara nú fram í þriðja sinn þann 20. desember næstkomandi. Áður hafa komið út lögin Hjarta mitt og Freistingar en bæði lögin nutu mikilla vinsælda. Notalegt er lag sem sannarlega stendur undir nafni og myndbandið, teiknað af Rán Flygenring, klæðir lagið í hinn notalegasta búning. Lag og texti er eftir Sigurð Guðmundsson sjálfan. Sigríður segir að lagið hafi fengið sitt eigið líf í stúdíóinu og orðið stærra en áætlað var. „Við fórum bara í stúdíóið og ætluðum að gera eitthvað lítið og sætt með bara píanó og söng. Áður en við vissum af var útsetningin orðin miklu stærri og við farin að taka upp strengi og með því.“ Sigríður segir jafnframt að í kjölfarið hafi þau viljað að gera laginu enn hærra undir höfði með viðeigandi myndbandi. „Við höfðum því samband við Rán sem leist strax vel á lagið og hugmyndir okkar. Hún skilaði síðan af sér þessu yndislega myndbandi sem okkur finnst passa fullkomnlega við lagið.“ „Þetta á að vera klassískt og notalegt jólalag. Samt er undirliggjandi rammpólítísk ádeila í laginu þar sem það fjallar um hinn bláa jólakött, sem fólk má túlka eins og það það vill. En það er kannski meira grín en alvara."Lagið og myndbandið er að finna í spilaranum að ofan. Jólafréttir Mest lesið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Notalegt er nýtt jólalag með Sigurði Guðmundssyni og Sigríði Thorlacius. Lagið er hluti af hefð sem hefur skapast í kringum árlega Hátíðartónleika Sigurðar og Sigríðar í Hörpu, sem fara nú fram í þriðja sinn þann 20. desember næstkomandi. Áður hafa komið út lögin Hjarta mitt og Freistingar en bæði lögin nutu mikilla vinsælda. Notalegt er lag sem sannarlega stendur undir nafni og myndbandið, teiknað af Rán Flygenring, klæðir lagið í hinn notalegasta búning. Lag og texti er eftir Sigurð Guðmundsson sjálfan. Sigríður segir að lagið hafi fengið sitt eigið líf í stúdíóinu og orðið stærra en áætlað var. „Við fórum bara í stúdíóið og ætluðum að gera eitthvað lítið og sætt með bara píanó og söng. Áður en við vissum af var útsetningin orðin miklu stærri og við farin að taka upp strengi og með því.“ Sigríður segir jafnframt að í kjölfarið hafi þau viljað að gera laginu enn hærra undir höfði með viðeigandi myndbandi. „Við höfðum því samband við Rán sem leist strax vel á lagið og hugmyndir okkar. Hún skilaði síðan af sér þessu yndislega myndbandi sem okkur finnst passa fullkomnlega við lagið.“ „Þetta á að vera klassískt og notalegt jólalag. Samt er undirliggjandi rammpólítísk ádeila í laginu þar sem það fjallar um hinn bláa jólakött, sem fólk má túlka eins og það það vill. En það er kannski meira grín en alvara."Lagið og myndbandið er að finna í spilaranum að ofan.
Jólafréttir Mest lesið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira