Benz íhugar að draga dísilbíla af markaði í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 9. desember 2016 09:50 Mercedes Benz S-Class með dísilvél. Dísilbílar seljast ekki ýkja vel eftir dísilvélasvindl Volkswagen, sem reyndar fleiri bílframleiðendur gætu verið sekir um. Bandaríkjamenn voru reyndar ekki ýkja hrifnir af dísilknúnum bílum fyrir það, en nú er svo komið að flestir bílaframleiðendur þurfa að hugsa sig vandlega um áður en þeir reyna að selja þá þar. Einn þeirra er Mercedes Benz og er fyrirtækið að láta gera könnun í Bandaríkjunum um eftirspurn eftir dísilbílum þar. Hún gæti leitt í ljós að það taki því einfaldlega ekki að reyna að selja þá þar í landi, en Benz viðurkennir að það sé bæði kostnaðarsamt og mikil fyrirhöfn að reyna að sannfæra Bandaríkjamenn um kosti dísilbíla. Því gæti sú staða brátt komið upp að Benz dragi allar þá bíla sem þeir hafa hingað til boðið með dísilvélum frá Bandaríkjunum. Fleiri bílaframleiðendur gætu þá fylgt í kjölfarið. Hlutfall dísilbíla af öllum nýjum seldum bílum hefur lækkað nokkuð um allan heim frá dísilvélasvindli Volkswagen og fleiri bílaframleiðenda og ef Bandaríkin svo til hverfa sem markaðssvæði fyrir þá er hætt við því að hlutfallið muni minnka mjög hratt á næstunni. Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent
Dísilbílar seljast ekki ýkja vel eftir dísilvélasvindl Volkswagen, sem reyndar fleiri bílframleiðendur gætu verið sekir um. Bandaríkjamenn voru reyndar ekki ýkja hrifnir af dísilknúnum bílum fyrir það, en nú er svo komið að flestir bílaframleiðendur þurfa að hugsa sig vandlega um áður en þeir reyna að selja þá þar. Einn þeirra er Mercedes Benz og er fyrirtækið að láta gera könnun í Bandaríkjunum um eftirspurn eftir dísilbílum þar. Hún gæti leitt í ljós að það taki því einfaldlega ekki að reyna að selja þá þar í landi, en Benz viðurkennir að það sé bæði kostnaðarsamt og mikil fyrirhöfn að reyna að sannfæra Bandaríkjamenn um kosti dísilbíla. Því gæti sú staða brátt komið upp að Benz dragi allar þá bíla sem þeir hafa hingað til boðið með dísilvélum frá Bandaríkjunum. Fleiri bílaframleiðendur gætu þá fylgt í kjölfarið. Hlutfall dísilbíla af öllum nýjum seldum bílum hefur lækkað nokkuð um allan heim frá dísilvélasvindli Volkswagen og fleiri bílaframleiðenda og ef Bandaríkin svo til hverfa sem markaðssvæði fyrir þá er hætt við því að hlutfallið muni minnka mjög hratt á næstunni.
Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent