Íslandsbanki hefur verið valinn besti bankinn á Íslandi fyrir árið 2016 af The Banker, tímariti sem gefið er út af The Financial Times.
Bankinn þykir hafa náð eftirtektarverðum árangri á síðustu 12 mánuðum að mati dómnefndar. Á þetta bæði við um fjárhag hans og rekstur og einnig um fjölmargar nýjungar og verkefni sem ráðist hefur verið í á tímabilinu.
Íslandsbanki var valinn besti bankinn af The Banker árið 2014 og hefur jafnframt verið valinn besti bankinn á Íslandi af Euromoney fjögur ár í röð.
„Við erum afar stolt og ánægð með að fá þessa viðurkenningu frá jafn virtum aðila og The Banker. Þetta er mikilvæg staðfesting á því að við erum á réttri leið og að þrotlaus vinna okkar framúrskarandi starfsfólks skili árangri. Fyrst og fremst er þetta okkur hvatning til að gera enn betur og halda áfram að veita bestu bankaþjónustu á Íslandi,“ er haft eftir Birnu Einarsdóttir, bankastjóra Íslandsbanka, í tilkynningu frá bankanum.
Verðlaunin voru veitt í gærkvöldi í London að viðstöddum fulltrúum yfir 100 banka víðs vegar um heiminn.
Íslandsbanki banki ársins að mati The Banker
Tryggvi Páll Tryggvason skrifar

Mest lesið


Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra
Viðskipti innlent

Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans
Viðskipti erlent

Spotify liggur niðri
Neytendur

Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent




Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju
Viðskipti innlent