120 BMW bílar ónýtir eftir lestarslys Finnur Thorlacius skrifar 7. desember 2016 12:15 Lestarslys í S-Karolínuríki Bandaríkjanna eyðilagði 120 glænýja BMW bíla, en slysið átti sér stað aðeins nokkra tugi kílómetra frá verksmiðju BMW í Spartanburg í S-Karolínu og var förinni heitið til hafnar í Charleston þar sem þeir áttu að fara á erlenda markaði. Bílarnir voru af gerðunum X3, X4, X5 og X6, þ.e. jeppar og jepplingar sem ekki teljast af ódýrari gerðinni. Bílarnir voru í alls 12 dráttarvögnum. Sumar heimildir herma að aðeins 97 þeirra hafi gereyðilagst, en aðrar segja að allir 120 bílar séu ónýtir. Eins og sést í myndskeiðinu hér að ofan eru bílarnir ansi illa farnir og ekki er farið um þá mjúkum höndum er þeir eru fjarlægðir úr lestarvögnunum og þá líklega til förgunar. Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent
Lestarslys í S-Karolínuríki Bandaríkjanna eyðilagði 120 glænýja BMW bíla, en slysið átti sér stað aðeins nokkra tugi kílómetra frá verksmiðju BMW í Spartanburg í S-Karolínu og var förinni heitið til hafnar í Charleston þar sem þeir áttu að fara á erlenda markaði. Bílarnir voru af gerðunum X3, X4, X5 og X6, þ.e. jeppar og jepplingar sem ekki teljast af ódýrari gerðinni. Bílarnir voru í alls 12 dráttarvögnum. Sumar heimildir herma að aðeins 97 þeirra hafi gereyðilagst, en aðrar segja að allir 120 bílar séu ónýtir. Eins og sést í myndskeiðinu hér að ofan eru bílarnir ansi illa farnir og ekki er farið um þá mjúkum höndum er þeir eru fjarlægðir úr lestarvögnunum og þá líklega til förgunar.
Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent