París, Madrid, Aþena og Mexico City banna dísilbíla árið 2025 Finnur Thorlacius skrifar 7. desember 2016 10:45 Mengun í París. Í mörgum borgum heimsins eru uppi áform um að banna dísilbíla með öllu og nú hafa borgarstjórnir fjögurra höfuðborga heimsins tilkynnt um blátt bann við þeim árið 2025. Það eru París, Madrid, Aþena og Mexico City og lýstu því yfir á umhverfisráðstefnu sem haldin var í Mexico City í vikunni. Sömu áform eru uppi í Hollandi og því gætu dísilbílar einnig verið bannaðir þar með öllu á sama tíma. Á ráðstefnunni voru bílaframleiðendur heims hvattir til að hætta framleiðslu dísilbíla fyrir árið 2025. Talið er að milljónir manns deyi á ári hverju í heiminum af völdum mengunar frá bílum og víða í þéttbýlum borgum heims er ástandið grafalvarlegt. Mengun dísilbíla er miklu meiri en af bensínbílum vegna sótmengunar þeirra (NOx) og vaxandi krafa er um að dísilbílum verði útrýmt. En það gerist þó ekki snarhendis og því er mikilvægt að hafa tímasetta markmiðasetningu um brotthvarf þeirra og það hafa borgarstjórnir þessara fjögurra borga nú gert. Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent
Í mörgum borgum heimsins eru uppi áform um að banna dísilbíla með öllu og nú hafa borgarstjórnir fjögurra höfuðborga heimsins tilkynnt um blátt bann við þeim árið 2025. Það eru París, Madrid, Aþena og Mexico City og lýstu því yfir á umhverfisráðstefnu sem haldin var í Mexico City í vikunni. Sömu áform eru uppi í Hollandi og því gætu dísilbílar einnig verið bannaðir þar með öllu á sama tíma. Á ráðstefnunni voru bílaframleiðendur heims hvattir til að hætta framleiðslu dísilbíla fyrir árið 2025. Talið er að milljónir manns deyi á ári hverju í heiminum af völdum mengunar frá bílum og víða í þéttbýlum borgum heims er ástandið grafalvarlegt. Mengun dísilbíla er miklu meiri en af bensínbílum vegna sótmengunar þeirra (NOx) og vaxandi krafa er um að dísilbílum verði útrýmt. En það gerist þó ekki snarhendis og því er mikilvægt að hafa tímasetta markmiðasetningu um brotthvarf þeirra og það hafa borgarstjórnir þessara fjögurra borga nú gert.
Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent