Dani verður næsti fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2016 16:00 Thomas Bjorn með Ryder-bikarinn. Vísir/Getty Daninn Thomas Bjorn verður fyrirliði Ryder-liðs Evrópu þegar Ryder-bikarinn fer næst fram í París árið 2018. Thomas Bjorn hefur sjálfur unnið Ryder-bikarinn þrisvar sinnum sem leikmaður og þrisvar sinnum sem varafyrirliði. Hinn 45 ára gamli Thomas Bjorn verður aðeins fjórði maðurinn utan Bretlandseyja sem stýrir Evrópuliðinu. Hinir þrír eru Spánverjarnir Seve Ballesteros og Jose Maria Olazabal sem og Þjóðverjinn Bernhard Langer. Thomas Bjorn hreppti fyrirliðastöðuna á undan Paul Lawrie sem kom einnig til greina. Thomas Bjorn var í sigurliði Evrópu í Ryder-bikarnum 1997, 2002 og 2014 en hann hefur alls unnið fimmtán mót á Evrópumótaröðinni. Congratulations @thomasbjorngolf#RyderCup#TeamEuropeCaptainpic.twitter.com/yk2BFqZf2A — Justin Rose (@JustinRose99) December 6, 2016 Næsti Ryder-bikar fer fram árið 2018 á Le Golf National í Saint-Quentin-en-Yvelines sem er 25 kílómetra frá miðborg Parísar. Evrópa tapaði 17-11 á móti Bandaríkjunum í Ryder-bikarnum fyrr á þessu ári en Evrópuliðið hafði áður unnið 2010, 2012 og 2014.Thomas Bjorn tekur við starfi Darren Clarke sem var fyrirliðinn í ár.No prizes for guessing @ThomasBjornGolf's favourite Ryder Cup moment? pic.twitter.com/YHWM0YRVY9— Ryder Cup Team EUR (@RyderCupEurope) December 6, 2016 Golf Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Daninn Thomas Bjorn verður fyrirliði Ryder-liðs Evrópu þegar Ryder-bikarinn fer næst fram í París árið 2018. Thomas Bjorn hefur sjálfur unnið Ryder-bikarinn þrisvar sinnum sem leikmaður og þrisvar sinnum sem varafyrirliði. Hinn 45 ára gamli Thomas Bjorn verður aðeins fjórði maðurinn utan Bretlandseyja sem stýrir Evrópuliðinu. Hinir þrír eru Spánverjarnir Seve Ballesteros og Jose Maria Olazabal sem og Þjóðverjinn Bernhard Langer. Thomas Bjorn hreppti fyrirliðastöðuna á undan Paul Lawrie sem kom einnig til greina. Thomas Bjorn var í sigurliði Evrópu í Ryder-bikarnum 1997, 2002 og 2014 en hann hefur alls unnið fimmtán mót á Evrópumótaröðinni. Congratulations @thomasbjorngolf#RyderCup#TeamEuropeCaptainpic.twitter.com/yk2BFqZf2A — Justin Rose (@JustinRose99) December 6, 2016 Næsti Ryder-bikar fer fram árið 2018 á Le Golf National í Saint-Quentin-en-Yvelines sem er 25 kílómetra frá miðborg Parísar. Evrópa tapaði 17-11 á móti Bandaríkjunum í Ryder-bikarnum fyrr á þessu ári en Evrópuliðið hafði áður unnið 2010, 2012 og 2014.Thomas Bjorn tekur við starfi Darren Clarke sem var fyrirliðinn í ár.No prizes for guessing @ThomasBjornGolf's favourite Ryder Cup moment? pic.twitter.com/YHWM0YRVY9— Ryder Cup Team EUR (@RyderCupEurope) December 6, 2016
Golf Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira