Volkswagen Atlas líka fyrir Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 5. desember 2016 15:01 Volkswagen ákvað að smíða nýja Atlas jeppann fyrir Bandaríkjamarkað og Kína, en nú kemur sterklega til greina að bjóða hann einnig í völdum Evrópulöndum. Reyndar hafði Volkswagen ákveðið að bjóða þennan 7 sæta jeppa í Rússlandi. Atlas er stór og langur jeppi sem Volkswagen hafði skilgreint sem of stóran bíl, ekki síst fyrir bílskúra í Evrópu og að hann ætti ekki mikið erindi til flestra Evrópulanda. Svo virðist þó sem mikill þrýstingur hafi myndast hjá Volkswagen að bjóða hann í nokkrum Evrópulöndum og líklegt þykir nú að svo gæti orðið. Jeppinn stóri verður framleiddur í Bandaríkjunum, þ.e.a.s. í verksmiðju Volkswagen í Chattanooga og þar er svo mikil framleiðslugeta að hægðarleikur á að vera að framleiða meira af honum en upphaflega stóð til. Atlas fer í sölu í Bandaríkjunum næsta vor og verður þar í boði með 238 og 280 hestafla dísilvélum, en í Evrópu yrði hann aðallega í boði með 2,0 lítra TDI dísilvélinni, 190 hestöfl. Með minni vélinni í Bandaríkjunum fæst bíllinn aðeins framhjóladrifinn, en verður í boði fjórhjóladrifinn með stærri vélinni, sem er 3,6 lítra og tengd við 8 gíra sjálfskiptingu. Verð Atlas hefur ekki verið gefið upp en hann á að verða umtalsvert ódýrari en Volkswagen Touareg sem kostar 49.495 dollara vestanhafs. Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent
Volkswagen ákvað að smíða nýja Atlas jeppann fyrir Bandaríkjamarkað og Kína, en nú kemur sterklega til greina að bjóða hann einnig í völdum Evrópulöndum. Reyndar hafði Volkswagen ákveðið að bjóða þennan 7 sæta jeppa í Rússlandi. Atlas er stór og langur jeppi sem Volkswagen hafði skilgreint sem of stóran bíl, ekki síst fyrir bílskúra í Evrópu og að hann ætti ekki mikið erindi til flestra Evrópulanda. Svo virðist þó sem mikill þrýstingur hafi myndast hjá Volkswagen að bjóða hann í nokkrum Evrópulöndum og líklegt þykir nú að svo gæti orðið. Jeppinn stóri verður framleiddur í Bandaríkjunum, þ.e.a.s. í verksmiðju Volkswagen í Chattanooga og þar er svo mikil framleiðslugeta að hægðarleikur á að vera að framleiða meira af honum en upphaflega stóð til. Atlas fer í sölu í Bandaríkjunum næsta vor og verður þar í boði með 238 og 280 hestafla dísilvélum, en í Evrópu yrði hann aðallega í boði með 2,0 lítra TDI dísilvélinni, 190 hestöfl. Með minni vélinni í Bandaríkjunum fæst bíllinn aðeins framhjóladrifinn, en verður í boði fjórhjóladrifinn með stærri vélinni, sem er 3,6 lítra og tengd við 8 gíra sjálfskiptingu. Verð Atlas hefur ekki verið gefið upp en hann á að verða umtalsvert ódýrari en Volkswagen Touareg sem kostar 49.495 dollara vestanhafs.
Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent