Sögulegt afrek: Ólafía Þórunn fór á kostum og tryggði sæti sitt í LPGA-mótaröðinni Kristinn Páll Teitsson skrifar 4. desember 2016 20:00 Ólafía Þórunn slær af teig í Flórída. Vísir/Symetra Tour/LPGA Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, komst í dag inn á LPGA-mótaröðina í golfi eftir að hafa hafnað í 2. sæti á þriðja stigi úrtökumótsins í Flórída. Er hún fyrsti íslenski kylfingurinn sem kemst inn á þessa sterkustu atvinnumannamótaröð í heimi en Ólafía hefur leikið á LET-mótaröðinni undanfarið ár, næst sterkustu mótaröð heims. Alls tóku rúmlega 150 kylfingar þátt á úrtökumótinu en fimm hringir voru leiknir og komust aðeins sjötíu efstu kylfingarnir á lokadeginum. Ef það var einhvern tímann tilefni til þess að hrópa ferfalt húrra þá var það áðan í Flórída eins og sjá má í myndbandinu að neðan.Ferfalt húrra fyrir @olafiakri þú ert glæsilegur fulltrúi golfíþróttarinnar og það verður spennandi að fylgjast með @LPGA pic.twitter.com/yLXAaJvfaU— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) December 4, 2016 Aðeins tuttugu kylfingar fengu fullan þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni á næsta ári en Ólafía fékk einnig þátttökurétt á Symetra-mótaröðinni, næst sterkustu mótaröð Bandaríkjanna. Leikið var á Hills-vellinum í dag, velli sem Ólafía lenti í vandræðum með á fyrsta degi en hún byrjaði daginn vel og fékk fugl strax á annarri holu. Lék hún stöðugt golf og var á einu höggi undir pari eftir fyrri níu holurnar með tvo fugla og einn skolla. Tveir skollar á 11. og 13. holu sendu hana niður í annað sætið en sæti hennar meðal tuttugu efstu kylfinganna var aldrei í hættu.Fylgst var með gangi mála í Flórída í dag eins og aðra daga hér á Vísi og má sjá lýsinguna hér að neðan. Golf Tengdar fréttir Tekst Ólafíu að endurskrifa íslenska golfsögu á morgun? Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, er aðeins átján holum frá því að endurskrifa íslensku sögubækurnar í golfi en hún á möguleika á því að verða fyrsti íslenski kylfingurinn sem kemst á PGA-mótaröðina. 3. desember 2016 21:04 Ólafía er 18 holum frá draumnum: "Planið er að vera andlega sterk og þolinmóð“ Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, leikur í dag fimmta og síðasta hringinn á lokaúrtökumótinu fyrir LGPA-atvinnumótaröðina. 4. desember 2016 08:16 Ólafía hafnaði í öðru sæti og tryggði sér þátttökurétt á LPGA Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, hafnaði í öðru sæti á úrtökumótinu fyrir LPGA-mótaröðinna sem lauk rétt í þessu en með því tryggði hún sér þátttökurétt á þessari sterkustu atvinnumannamótaröð kvenna í heiminum á næsta ári. 4. desember 2016 20:00 Ólafía tekur þátt í úrtökumótaröðinni fyrir Evrópumótaröðina Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingurinn úr GR, hefur ekki lokið leik á þessu ári en hún verður meðal þátttakenda í úrtökumóti fyrir LET-mótaröðina í Marakkó síðar í mánuðinum. 4. desember 2016 20:30 Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, komst í dag inn á LPGA-mótaröðina í golfi eftir að hafa hafnað í 2. sæti á þriðja stigi úrtökumótsins í Flórída. Er hún fyrsti íslenski kylfingurinn sem kemst inn á þessa sterkustu atvinnumannamótaröð í heimi en Ólafía hefur leikið á LET-mótaröðinni undanfarið ár, næst sterkustu mótaröð heims. Alls tóku rúmlega 150 kylfingar þátt á úrtökumótinu en fimm hringir voru leiknir og komust aðeins sjötíu efstu kylfingarnir á lokadeginum. Ef það var einhvern tímann tilefni til þess að hrópa ferfalt húrra þá var það áðan í Flórída eins og sjá má í myndbandinu að neðan.Ferfalt húrra fyrir @olafiakri þú ert glæsilegur fulltrúi golfíþróttarinnar og það verður spennandi að fylgjast með @LPGA pic.twitter.com/yLXAaJvfaU— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) December 4, 2016 Aðeins tuttugu kylfingar fengu fullan þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni á næsta ári en Ólafía fékk einnig þátttökurétt á Symetra-mótaröðinni, næst sterkustu mótaröð Bandaríkjanna. Leikið var á Hills-vellinum í dag, velli sem Ólafía lenti í vandræðum með á fyrsta degi en hún byrjaði daginn vel og fékk fugl strax á annarri holu. Lék hún stöðugt golf og var á einu höggi undir pari eftir fyrri níu holurnar með tvo fugla og einn skolla. Tveir skollar á 11. og 13. holu sendu hana niður í annað sætið en sæti hennar meðal tuttugu efstu kylfinganna var aldrei í hættu.Fylgst var með gangi mála í Flórída í dag eins og aðra daga hér á Vísi og má sjá lýsinguna hér að neðan.
Golf Tengdar fréttir Tekst Ólafíu að endurskrifa íslenska golfsögu á morgun? Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, er aðeins átján holum frá því að endurskrifa íslensku sögubækurnar í golfi en hún á möguleika á því að verða fyrsti íslenski kylfingurinn sem kemst á PGA-mótaröðina. 3. desember 2016 21:04 Ólafía er 18 holum frá draumnum: "Planið er að vera andlega sterk og þolinmóð“ Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, leikur í dag fimmta og síðasta hringinn á lokaúrtökumótinu fyrir LGPA-atvinnumótaröðina. 4. desember 2016 08:16 Ólafía hafnaði í öðru sæti og tryggði sér þátttökurétt á LPGA Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, hafnaði í öðru sæti á úrtökumótinu fyrir LPGA-mótaröðinna sem lauk rétt í þessu en með því tryggði hún sér þátttökurétt á þessari sterkustu atvinnumannamótaröð kvenna í heiminum á næsta ári. 4. desember 2016 20:00 Ólafía tekur þátt í úrtökumótaröðinni fyrir Evrópumótaröðina Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingurinn úr GR, hefur ekki lokið leik á þessu ári en hún verður meðal þátttakenda í úrtökumóti fyrir LET-mótaröðina í Marakkó síðar í mánuðinum. 4. desember 2016 20:30 Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Tekst Ólafíu að endurskrifa íslenska golfsögu á morgun? Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, er aðeins átján holum frá því að endurskrifa íslensku sögubækurnar í golfi en hún á möguleika á því að verða fyrsti íslenski kylfingurinn sem kemst á PGA-mótaröðina. 3. desember 2016 21:04
Ólafía er 18 holum frá draumnum: "Planið er að vera andlega sterk og þolinmóð“ Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, leikur í dag fimmta og síðasta hringinn á lokaúrtökumótinu fyrir LGPA-atvinnumótaröðina. 4. desember 2016 08:16
Ólafía hafnaði í öðru sæti og tryggði sér þátttökurétt á LPGA Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, hafnaði í öðru sæti á úrtökumótinu fyrir LPGA-mótaröðinna sem lauk rétt í þessu en með því tryggði hún sér þátttökurétt á þessari sterkustu atvinnumannamótaröð kvenna í heiminum á næsta ári. 4. desember 2016 20:00
Ólafía tekur þátt í úrtökumótaröðinni fyrir Evrópumótaröðina Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingurinn úr GR, hefur ekki lokið leik á þessu ári en hún verður meðal þátttakenda í úrtökumóti fyrir LET-mótaröðina í Marakkó síðar í mánuðinum. 4. desember 2016 20:30