Sögulegt afrek: Ólafía Þórunn fór á kostum og tryggði sæti sitt í LPGA-mótaröðinni Kristinn Páll Teitsson skrifar 4. desember 2016 20:00 Ólafía Þórunn slær af teig í Flórída. Vísir/Symetra Tour/LPGA Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, komst í dag inn á LPGA-mótaröðina í golfi eftir að hafa hafnað í 2. sæti á þriðja stigi úrtökumótsins í Flórída. Er hún fyrsti íslenski kylfingurinn sem kemst inn á þessa sterkustu atvinnumannamótaröð í heimi en Ólafía hefur leikið á LET-mótaröðinni undanfarið ár, næst sterkustu mótaröð heims. Alls tóku rúmlega 150 kylfingar þátt á úrtökumótinu en fimm hringir voru leiknir og komust aðeins sjötíu efstu kylfingarnir á lokadeginum. Ef það var einhvern tímann tilefni til þess að hrópa ferfalt húrra þá var það áðan í Flórída eins og sjá má í myndbandinu að neðan.Ferfalt húrra fyrir @olafiakri þú ert glæsilegur fulltrúi golfíþróttarinnar og það verður spennandi að fylgjast með @LPGA pic.twitter.com/yLXAaJvfaU— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) December 4, 2016 Aðeins tuttugu kylfingar fengu fullan þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni á næsta ári en Ólafía fékk einnig þátttökurétt á Symetra-mótaröðinni, næst sterkustu mótaröð Bandaríkjanna. Leikið var á Hills-vellinum í dag, velli sem Ólafía lenti í vandræðum með á fyrsta degi en hún byrjaði daginn vel og fékk fugl strax á annarri holu. Lék hún stöðugt golf og var á einu höggi undir pari eftir fyrri níu holurnar með tvo fugla og einn skolla. Tveir skollar á 11. og 13. holu sendu hana niður í annað sætið en sæti hennar meðal tuttugu efstu kylfinganna var aldrei í hættu.Fylgst var með gangi mála í Flórída í dag eins og aðra daga hér á Vísi og má sjá lýsinguna hér að neðan. Golf Tengdar fréttir Tekst Ólafíu að endurskrifa íslenska golfsögu á morgun? Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, er aðeins átján holum frá því að endurskrifa íslensku sögubækurnar í golfi en hún á möguleika á því að verða fyrsti íslenski kylfingurinn sem kemst á PGA-mótaröðina. 3. desember 2016 21:04 Ólafía er 18 holum frá draumnum: "Planið er að vera andlega sterk og þolinmóð“ Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, leikur í dag fimmta og síðasta hringinn á lokaúrtökumótinu fyrir LGPA-atvinnumótaröðina. 4. desember 2016 08:16 Ólafía hafnaði í öðru sæti og tryggði sér þátttökurétt á LPGA Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, hafnaði í öðru sæti á úrtökumótinu fyrir LPGA-mótaröðinna sem lauk rétt í þessu en með því tryggði hún sér þátttökurétt á þessari sterkustu atvinnumannamótaröð kvenna í heiminum á næsta ári. 4. desember 2016 20:00 Ólafía tekur þátt í úrtökumótaröðinni fyrir Evrópumótaröðina Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingurinn úr GR, hefur ekki lokið leik á þessu ári en hún verður meðal þátttakenda í úrtökumóti fyrir LET-mótaröðina í Marakkó síðar í mánuðinum. 4. desember 2016 20:30 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, komst í dag inn á LPGA-mótaröðina í golfi eftir að hafa hafnað í 2. sæti á þriðja stigi úrtökumótsins í Flórída. Er hún fyrsti íslenski kylfingurinn sem kemst inn á þessa sterkustu atvinnumannamótaröð í heimi en Ólafía hefur leikið á LET-mótaröðinni undanfarið ár, næst sterkustu mótaröð heims. Alls tóku rúmlega 150 kylfingar þátt á úrtökumótinu en fimm hringir voru leiknir og komust aðeins sjötíu efstu kylfingarnir á lokadeginum. Ef það var einhvern tímann tilefni til þess að hrópa ferfalt húrra þá var það áðan í Flórída eins og sjá má í myndbandinu að neðan.Ferfalt húrra fyrir @olafiakri þú ert glæsilegur fulltrúi golfíþróttarinnar og það verður spennandi að fylgjast með @LPGA pic.twitter.com/yLXAaJvfaU— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) December 4, 2016 Aðeins tuttugu kylfingar fengu fullan þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni á næsta ári en Ólafía fékk einnig þátttökurétt á Symetra-mótaröðinni, næst sterkustu mótaröð Bandaríkjanna. Leikið var á Hills-vellinum í dag, velli sem Ólafía lenti í vandræðum með á fyrsta degi en hún byrjaði daginn vel og fékk fugl strax á annarri holu. Lék hún stöðugt golf og var á einu höggi undir pari eftir fyrri níu holurnar með tvo fugla og einn skolla. Tveir skollar á 11. og 13. holu sendu hana niður í annað sætið en sæti hennar meðal tuttugu efstu kylfinganna var aldrei í hættu.Fylgst var með gangi mála í Flórída í dag eins og aðra daga hér á Vísi og má sjá lýsinguna hér að neðan.
Golf Tengdar fréttir Tekst Ólafíu að endurskrifa íslenska golfsögu á morgun? Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, er aðeins átján holum frá því að endurskrifa íslensku sögubækurnar í golfi en hún á möguleika á því að verða fyrsti íslenski kylfingurinn sem kemst á PGA-mótaröðina. 3. desember 2016 21:04 Ólafía er 18 holum frá draumnum: "Planið er að vera andlega sterk og þolinmóð“ Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, leikur í dag fimmta og síðasta hringinn á lokaúrtökumótinu fyrir LGPA-atvinnumótaröðina. 4. desember 2016 08:16 Ólafía hafnaði í öðru sæti og tryggði sér þátttökurétt á LPGA Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, hafnaði í öðru sæti á úrtökumótinu fyrir LPGA-mótaröðinna sem lauk rétt í þessu en með því tryggði hún sér þátttökurétt á þessari sterkustu atvinnumannamótaröð kvenna í heiminum á næsta ári. 4. desember 2016 20:00 Ólafía tekur þátt í úrtökumótaröðinni fyrir Evrópumótaröðina Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingurinn úr GR, hefur ekki lokið leik á þessu ári en hún verður meðal þátttakenda í úrtökumóti fyrir LET-mótaröðina í Marakkó síðar í mánuðinum. 4. desember 2016 20:30 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tekst Ólafíu að endurskrifa íslenska golfsögu á morgun? Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, er aðeins átján holum frá því að endurskrifa íslensku sögubækurnar í golfi en hún á möguleika á því að verða fyrsti íslenski kylfingurinn sem kemst á PGA-mótaröðina. 3. desember 2016 21:04
Ólafía er 18 holum frá draumnum: "Planið er að vera andlega sterk og þolinmóð“ Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, leikur í dag fimmta og síðasta hringinn á lokaúrtökumótinu fyrir LGPA-atvinnumótaröðina. 4. desember 2016 08:16
Ólafía hafnaði í öðru sæti og tryggði sér þátttökurétt á LPGA Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, hafnaði í öðru sæti á úrtökumótinu fyrir LPGA-mótaröðinna sem lauk rétt í þessu en með því tryggði hún sér þátttökurétt á þessari sterkustu atvinnumannamótaröð kvenna í heiminum á næsta ári. 4. desember 2016 20:00
Ólafía tekur þátt í úrtökumótaröðinni fyrir Evrópumótaröðina Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingurinn úr GR, hefur ekki lokið leik á þessu ári en hún verður meðal þátttakenda í úrtökumóti fyrir LET-mótaröðina í Marakkó síðar í mánuðinum. 4. desember 2016 20:30