Hver er sætust? Hildur Björnsdóttir skrifar 2. desember 2016 07:00 Sonur minn, sjö ára, er eilítið kvensamur. Svo mjög, að sumir hafa kennt hann við þekkta flagara úr kvikmyndasögunni. Reglulega færir hann fregnir af tilhugalífinu. Svo flóknar og síbreytilegar að skapa mætti um þær bráðsnjalla kvikmynd. Undirritaðri, móður hans, þykir stundum nóg um og þarf reglulega að brýna fyrir drengnum siðareglur í samböndum. Þá sérstaklega þá sjálfsögðu kurteisi að halda sig við einn kvenmann í einu. Drengurinn ræðir tilhugalíf sitt fremur frjálslega. Hann veitir upplýsingar að eigin frumkvæði og svarar spurningum fumlaust og fúslega. Flestir virðast þó hafa áhuga á því sama, og yfirleitt engu öðru. Hver stúlknanna sé nú sætust? Nýlega sat ég við áreynslulaust sjónvarpsáhorf þegar karlmaður settist við hlið mér. Hann horfði um stund og sagði svo í háði, hve ótrúverðugt það væri að svo myndarlegur læknir ætti í ástarsambandi við svo ófrýnilega og fremur feitlagna hjúkrunarkonu. Ég sagði honum að raunar væri karlinn hjúkrunarfræðingur sem hefði tekið verulega upp fyrir sig þegar hann klófesti konuna. Hún væri einn færasti hjartaskurðlæknir Bandaríkjanna. Reglulega furðar fólk sig ef glæsilegur tekur saman við ólaglegan. Sjaldnar veitir nokkur því eftirtekt ef bráðgreindur leggur lag sitt vitgrannan. Duglegur við duglausan. Mælskur við málhaltan. Lítill ómótaður drengur er síendurtekið spurður hvaða stúlka sé sætust. Hann fær þau skilaboð að útlit sé meginforsenda makavals. Það sé mikilvægasti mannkosturinn. Það eru slæm skilaboð. Miklum mun heldur ætti hann að vera spurður hver stúlknanna sé skemmtilegust. Klárust og fyndnust. Sniðugust. Hver þeirra sé besta vinkona hans.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun
Sonur minn, sjö ára, er eilítið kvensamur. Svo mjög, að sumir hafa kennt hann við þekkta flagara úr kvikmyndasögunni. Reglulega færir hann fregnir af tilhugalífinu. Svo flóknar og síbreytilegar að skapa mætti um þær bráðsnjalla kvikmynd. Undirritaðri, móður hans, þykir stundum nóg um og þarf reglulega að brýna fyrir drengnum siðareglur í samböndum. Þá sérstaklega þá sjálfsögðu kurteisi að halda sig við einn kvenmann í einu. Drengurinn ræðir tilhugalíf sitt fremur frjálslega. Hann veitir upplýsingar að eigin frumkvæði og svarar spurningum fumlaust og fúslega. Flestir virðast þó hafa áhuga á því sama, og yfirleitt engu öðru. Hver stúlknanna sé nú sætust? Nýlega sat ég við áreynslulaust sjónvarpsáhorf þegar karlmaður settist við hlið mér. Hann horfði um stund og sagði svo í háði, hve ótrúverðugt það væri að svo myndarlegur læknir ætti í ástarsambandi við svo ófrýnilega og fremur feitlagna hjúkrunarkonu. Ég sagði honum að raunar væri karlinn hjúkrunarfræðingur sem hefði tekið verulega upp fyrir sig þegar hann klófesti konuna. Hún væri einn færasti hjartaskurðlæknir Bandaríkjanna. Reglulega furðar fólk sig ef glæsilegur tekur saman við ólaglegan. Sjaldnar veitir nokkur því eftirtekt ef bráðgreindur leggur lag sitt vitgrannan. Duglegur við duglausan. Mælskur við málhaltan. Lítill ómótaður drengur er síendurtekið spurður hvaða stúlka sé sætust. Hann fær þau skilaboð að útlit sé meginforsenda makavals. Það sé mikilvægasti mannkosturinn. Það eru slæm skilaboð. Miklum mun heldur ætti hann að vera spurður hver stúlknanna sé skemmtilegust. Klárust og fyndnust. Sniðugust. Hver þeirra sé besta vinkona hans.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun