Hver er sætust? Hildur Björnsdóttir skrifar 2. desember 2016 07:00 Sonur minn, sjö ára, er eilítið kvensamur. Svo mjög, að sumir hafa kennt hann við þekkta flagara úr kvikmyndasögunni. Reglulega færir hann fregnir af tilhugalífinu. Svo flóknar og síbreytilegar að skapa mætti um þær bráðsnjalla kvikmynd. Undirritaðri, móður hans, þykir stundum nóg um og þarf reglulega að brýna fyrir drengnum siðareglur í samböndum. Þá sérstaklega þá sjálfsögðu kurteisi að halda sig við einn kvenmann í einu. Drengurinn ræðir tilhugalíf sitt fremur frjálslega. Hann veitir upplýsingar að eigin frumkvæði og svarar spurningum fumlaust og fúslega. Flestir virðast þó hafa áhuga á því sama, og yfirleitt engu öðru. Hver stúlknanna sé nú sætust? Nýlega sat ég við áreynslulaust sjónvarpsáhorf þegar karlmaður settist við hlið mér. Hann horfði um stund og sagði svo í háði, hve ótrúverðugt það væri að svo myndarlegur læknir ætti í ástarsambandi við svo ófrýnilega og fremur feitlagna hjúkrunarkonu. Ég sagði honum að raunar væri karlinn hjúkrunarfræðingur sem hefði tekið verulega upp fyrir sig þegar hann klófesti konuna. Hún væri einn færasti hjartaskurðlæknir Bandaríkjanna. Reglulega furðar fólk sig ef glæsilegur tekur saman við ólaglegan. Sjaldnar veitir nokkur því eftirtekt ef bráðgreindur leggur lag sitt vitgrannan. Duglegur við duglausan. Mælskur við málhaltan. Lítill ómótaður drengur er síendurtekið spurður hvaða stúlka sé sætust. Hann fær þau skilaboð að útlit sé meginforsenda makavals. Það sé mikilvægasti mannkosturinn. Það eru slæm skilaboð. Miklum mun heldur ætti hann að vera spurður hver stúlknanna sé skemmtilegust. Klárust og fyndnust. Sniðugust. Hver þeirra sé besta vinkona hans.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun
Sonur minn, sjö ára, er eilítið kvensamur. Svo mjög, að sumir hafa kennt hann við þekkta flagara úr kvikmyndasögunni. Reglulega færir hann fregnir af tilhugalífinu. Svo flóknar og síbreytilegar að skapa mætti um þær bráðsnjalla kvikmynd. Undirritaðri, móður hans, þykir stundum nóg um og þarf reglulega að brýna fyrir drengnum siðareglur í samböndum. Þá sérstaklega þá sjálfsögðu kurteisi að halda sig við einn kvenmann í einu. Drengurinn ræðir tilhugalíf sitt fremur frjálslega. Hann veitir upplýsingar að eigin frumkvæði og svarar spurningum fumlaust og fúslega. Flestir virðast þó hafa áhuga á því sama, og yfirleitt engu öðru. Hver stúlknanna sé nú sætust? Nýlega sat ég við áreynslulaust sjónvarpsáhorf þegar karlmaður settist við hlið mér. Hann horfði um stund og sagði svo í háði, hve ótrúverðugt það væri að svo myndarlegur læknir ætti í ástarsambandi við svo ófrýnilega og fremur feitlagna hjúkrunarkonu. Ég sagði honum að raunar væri karlinn hjúkrunarfræðingur sem hefði tekið verulega upp fyrir sig þegar hann klófesti konuna. Hún væri einn færasti hjartaskurðlæknir Bandaríkjanna. Reglulega furðar fólk sig ef glæsilegur tekur saman við ólaglegan. Sjaldnar veitir nokkur því eftirtekt ef bráðgreindur leggur lag sitt vitgrannan. Duglegur við duglausan. Mælskur við málhaltan. Lítill ómótaður drengur er síendurtekið spurður hvaða stúlka sé sætust. Hann fær þau skilaboð að útlit sé meginforsenda makavals. Það sé mikilvægasti mannkosturinn. Það eru slæm skilaboð. Miklum mun heldur ætti hann að vera spurður hver stúlknanna sé skemmtilegust. Klárust og fyndnust. Sniðugust. Hver þeirra sé besta vinkona hans.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun